Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 54
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 54 Gunnar V. Andrésson gva@frettabladid.is Símon Birgisson simon@frettabladid.is Sædýrasafnið, Sædýra-safnið. Apar, ljón og ísbirnir, Sædýrasafnið.“ Þannig hljómuðu aug-lýsingar Sædýrasafns-ins á áttunda áratugnum þegar starfsemi þessa sérstaka dýragarðs stóð í blóma. Auk þess að vera geysivinsælt meðal almennings fjármagnaði safn- ið rekstur sinn með því að fanga háhyrninga og selja í erlenda dýragarða. Þannig rekur Keiko uppruna sinn til Sædýrsafnsins í Hafnarfirði. Það var Jón Kr. Gunnarsson sem stofnaði Sædýrasafnið 1969 ásamt félögum í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Ragnhild- ur Jónsdóttir, dóttir hans, seg- ist nánast hafa alist upp í garð- inum en hún hefur ekki heimsótt svæðið síðan Sædýrasafninu var loka árið 1987. Hún féllst á að heimsækja garðinn ásamt blaða- manni og rifja upp sögu hans en Sædýrasafnið hefur aftur komist í umræðuna vegna háhyrningsins Tilikum sem varð þremur þjálfur- um að bana og leikur aðalhlutverk í myndinni Blackfish. Ævintýraleg aðsókn Sædýrasafnið var neðarlega í Holtinu í Hafnarfirði gegnt Álverinu. Fólk tók strætó upp á Holtið og labbaði svo niður að safninu. „Stundum var samt ófært upp á Holt og ég man að pabbi labbaði einu sinni úr miðbænum upp í garðinn til að gefa dýrunum á jóladag. Þau þurftu jú að fá að borða eins og aðrir,“ segir Ragn- hildur á leiðinni að garðinum. Það hefur margt breyst. Byggð- in er orðin þéttari og golfvöllur- inn hefur breitt úr sér. Þegar golfklúbburinn Keilir stækkaði tók hann nokkur af gömlu húsum Sædýrasafnsins í notkun. Bygg- ingin þar sem háhyrningarnir voru geymdir og stundum hafð- ir til sýnis og ísbjarnargryfjan eru nú púttvellir. „Það hefur svo mikið breyst,“ segir Ragnhildur. Það eru ein 25 ár síðan hún kom hingað síðast. Nú elta menn hvíta golfbolta en þá mátti sjá hreindýr og geitur á beit, ísbirni og ljón. Inni í gömlu háhyrningabygg- ingunni eru nú skrifstofur og pútt- völlur. Þarna var Tilikum hafður til sýnis og líklega dvaldi Keiko þar um stund áður en hann var seldur í erlendan dýragarð. „Ég man nú lítið eftir þeim, allavega ekki svona með nafni,“ segir Ragnhildur og hlær. Hún segir að háhyrningarnir hafi dreg- ið að fjölda gesta. Þó ekki eins marga og tígrisdýrin sem voru til sýnis í safninu um hálfs árs skeið. „Það komu tugþúsundir til að berja tígrisdýrin augun. Þetta var algjört einsdæmi á Íslandi á þeim tíma og örugglega enn þann dag í dag.“ Aðsókn að safninu var oft með ólíkindum. Stundum heimsóttu milli 60 og 90 þúsund manns safn- ið á ári þegar Íslendingar voru talsvert færri en í dag. Leifar af apaskít Í einu af útihúsunum sem golf- klúbburinn Keilir notar nú sem verkfærageymslu eru enn skýr ummerki um dýragarðinn. Þarna voru ljónin til sýnis og aparnir, sem vöktu mikla kátínu gesta. Óskar Kristinsson, starfsmaður Keilis, tekur á móti okkur. Hann bendir glettinn upp í loft á gaml- ar minjar. „Þetta er apaskítur sem þeir hentu upp í loft og fest- ist og er þarna enn í dag,“ segir hann. „Við höfum ekki kunnað við að hreinsa hann. Þetta eru forn- minjar.“ Frá apahúsinu löbbum við að ísbjarnargryfjunni. Ragnhildur segir að virtur landslagsarkitekt hafi verið fenginn til að teikna hana upp. Þarna gat fólk horft á ísbirnina en í dag hefur verið fyllt upp í gryfjuna. „Ísbjarnar- gryfjan þótti ein sú besta í Evr- ópu, kannski fallegust líka,“ segir Ragnhildur og hallar sér fram á handriðið og lokar augunum. Eitt augnablik er líkt og garðurinn lifni aftur við. Svo minnir rokið okkur á hvar við erum. Á slóðum minninga um liðna tíð. Dásamlegt umhverfi Við yfirgefum garðinn og setj- umst niður í Hellisgerði þar sem Ragnhildur rekur miðstöð fyrir álfa og huldufólk. Þar flettir hún stóru albúmi, myndum úr sögu garðsins. Sérstaka athygli vekja háhyrningarnir og auðvitað Þurfum á dýragörðum að halda Faðir Ragnhildar Jónsdóttur stofnaði Sædýrasafnið í Hafnarfirði þar sem háhyrningar, ísbirnir, apar, ljón og tígrisdýr voru til sýnis. Segja má að Ragnhildur hafi alist upp á safninu. Hún segir dýragarða nauðsynlega til að auka virðingu fyrir dýrunum og náttúrunni, dýrin séu sendiherrar sinnar tegundar. BREYTTIR TÍMAR Nú er gamla apahúsið notað sem verkfærageymsla.TÍGRISDÝRIN SLÓGU Í GEGN Tígris- dýrin voru aðeins til sýnis í stuttan tíma. Á SLÓÐ MINNINGANNA Ísbjarnargryfjan er í dag púttvöllur. HÁHYRNINGUR Í SÆDÝRASAFNINU Myndin er tekin í kringum 1980.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.