Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 57

Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 57
Vatnsskortur er vandamál allra sem Hjálparstarfið vinnur með í Afríku. Við þær aðstæður verður allt annað ótryggt. Þá misferst uppskeran, þá svelta menn og skepnur, sjúkdómum fjölgar með minna hreinlæti. Því eru brunnar, vatnssöfnun í tanka og þrær fyrir yfirborðsvatn í algjörum forgangi í verkefnum Hjálpar- starfsins. Á þeim eru svo byggðar umbætur í jarðrækt, dýrahaldi, umhverfi og ýmsum samfélagsþáttum sem tími gefst til að huga að þegar grunnþörf alls lífs er mætt. Ríkt samstarf er við héraðsyfirvöld á hverjum stað. Þá eru verkefni samstillt og langtímaárangur meiri. Íbúar sjálfir eru þjálfaðir til að hafa umsjón með viðhaldi brunna og annarra þátta sem nýtast heildinni. Að lokum er ábyrgð alfarið færð á herðar íbúa. Sérstakir umsjónarmenn gera við. Þeir rukka inn fyrir vatnsnotkun og halda viðhaldssjóðnum gangandi og sjá til þess að smásalar eigi varahluti á lager. Með hreinu vatni í nágrenninu fá stúlkur tíma til að fara í skóla, konur til að rækta og sinna börnum og eigin tekjuöflun með geita- eða hænsnahaldi eða með því að reka litla búð. Til þess fá þær styrk frá verkefninu. Þetta er meðal annars gert í vatnsverkefnum í Eþíópíu, Úganda og Malaví: - Grafnir brunnar á ábyrgð íbúa. - Vatnsþrær. - Lækna og bólusetja búfé. - Reistir kamrar. - Vernd og nýting jarðvegs og vatns. - Greitt fyrir vatn til að kosta viðhald. - Vatnstankar. - Breyta hreinlætisvenjum. - Námskeið fyrir íbúa og opinbera starfsmenn tryggja langtímaárangur. - Geitur, hænur. - Þurrkgrindur fyrir leirtau auka hreinlæti. Vatn fyrir lífið – hreinlæti Margt smátt ... – 3 Brunnur í Eþíópíu. Mjög víða í Afríku er það hlutverk stúlkna að sækja vatn. Þegar brunnurinn er kominn er allavega stutt að fara og þær komast í skóla. Mynd: Paul Jeffrey / ACT Alliance.Brunnur í Malaví. Með hreinu vatni frá brunni eykst hreinlæti. Mynd: Paul Jeffrey / ACT Alliance.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.