Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 108

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 108
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 68 Vetrarólympíuleikarnir 2014 hefjast 7. febrúar í Sochi við Svartahaf. Þar eru hlý sumur og mildir vetur. „Lukkudýr“ leik-anna er ísbjörn. Að þeim loknum munu íbúar Sochi búa við betra vegakerfi, risa- íþróttamannvirki og bætt raf- og fjarskiptakerfi. Vetrarólympíu- leikar við Svartahaf, draumur Pút- íns Rússlandsforseta, eru dýrustu Ólympíuleikar sögunnar. Áætlaður kostnaður árið 2007 var 12 milljarð- ar dollara en er nú um 50 milljarð- ar dollara. Stjórnarandstæðingur- inn Boris Nemtsov tók fyrr á árinu saman skýrslu um spillingu þar sem hann segir Ólympíuleikana í Sochi vera áður óþekkt tækifæri fulltrúa stjórnar Pútíns og ólígarka til að skipta kökunni á milli sín. Hvött til að skrifa jákvætt Í lok september sótti ég þing rúss- neskra blaðamanna í Sochi. Full- trúar stjórnvalda þar hvöttu blaða- menn til þess að skrifa á jákvæðum nótum um vetrarleikana. Morguninn eftir er lagt af stað í skoðunarferð á Ólympíusvæðið. Vegavinna við ströndina og rútan situr föst í bíla- röð. Í Sochi og nágrenni rísa hótel og skrifstofur og fjöldi húsa rifinn. Skautahallir og stærsta fjölmiðlahús heims enn ókláruð. Ólympíuleikar fatlaðra eru vel- komnir hér í mars 2014. Breyting frá afstöðu yfirvalda í Moskvu sem lýstu því yfir árið 1980 að: „Í Sovét- ríkjunum eru engir fatlaðir einstak- lingar.“ Bandaríkin og fleiri lönd hundsuðu þá Ólympíuleika að sumri til að mótmæla innrás Brezhnevs í Afganistan. Margir hafa hvatt til að hætta við þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Sochi vegna mannréttindabrota í Rússlandi. Ný lög gegn réttindum samkynhneigðra hafa vakið mesta athygli en einnig hert tök gegn mót- mælendum, vaxandi fjöldi sam- viskufanga og skerðing tjáningar- frelsis. Nýlega bönnuðu rússnesk stjórnvöld ættleiðingar til Svíþjóðar. Ástæðan sögð réttur til hjónabands samkynhneigðra þar. Árið 2012 fjölgaði munaðarlausum börnum í Rússlandi um 118.000. Þótt fordómar séu talsverðir þá er kynhneigð ekki aðaláhyggjumál íbúa stærsta ríkis veraldar. Víða í Rússlandi er fólk ekki með gas í húsum sínum á meðan það streymir í leiðslum framhjá þorpum þeirra til útlanda. Gróðinn fyllir vasa valda- manna og vina þeirra. Samkvæmt nýrri rannsókn er skipting auðæfa í Rússlandi sú ójafnasta í heimi. 35% af auðæfum Rússlands eru í eigu 110 manna. Þessir ofurríku 110 karlar standa nærri valdinu eða eru vald- ið og græða meðal annars á olíu og gasi. Við erum á leið upp í Krasnaja Poljana-fjöll um 40 km frá Sochi þar sem keppt verður á skíðum og stokk- ið af dýrasta palli sögunnar. Eftir akstur gegnum jarðgöng sést hversu mikið af skóglendi hefur verið rutt. Margir mótmæltu og hefur vísinda- og blaðamönnum hefur verið hótað. Rótgróin náttúruverndarsamtök bönnuð. Leiðsögumaðurinn bendir á hálf- byggða lestarstöð, spor, brýr og fleiri göng. Fyrrverandi yfirmaður KGB og persónulegur vinur Pútíns fékk þann feita verktakasamning. Malbikið ku vera dýrara en kavíar segir einhver. Í þorpi nærri Bjarnarhorni er stoppað til hunangskaupa. Það er hlýtt, skógarbjörn betra lukkudýr leikanna, hugsa ég. Fæ mér fíkju af tré og kona stígur út úr húsi. Spyr hvernig henni lítist á Ólympíuleikana. Hún segir við mig: „Bara að skrifa eitthvað jákvætt.“ Ég bið um að fá að taka mynd en hún neitar og skýst aftur inn í húsið. Við ökum áfram, framhjá verka- mönnum í rykskýi við lagningu járn- brautar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch telja að það séu um 16.000 farandverkamenn sem byggja 136 Ólympíubygging- ar. Fjöldi ólöglegra verkamanna í Sochi alls talinn um 70.000. Flest- ir frá grannríkjunum og hafa unnið fyrir lág laun undir stjórn spilltra verktaka. Uppáhaldsskíðasvæði Pútíns Við stígum út í Rosa Khutor, eftir- líkingu af svissnesku fjallaþorpi. Tómur bær og á skiltum búðanna stendur: „Bráðum opnum við!“ Búðir frá MacDonalds til Gucci. Hér er uppáhaldsskíðasvæði Vladimírs Pútín forseta. Hann ferðast auðveldlega upp eftir í þyrlu frá sumarhúsinu í Bocharov Ruche nærri Dagomys við Svartahaf. Margir spyrja sig nú hverjir komi hingað eftir leikana. Hótelgisting í Ölpunum er mun ódýrari og þjónust- an hugsanlega betri. Við leggjum af stað í fyrsta skíða- kláfnum upp aðalbrekkuna. Gámablokkir, hálfköruð hótel og í fjallshlíðinni sofa verkamenn. Framkvæmdir eru á eftir áætlun og það er unnið dag og nótt. Eftir þriggja kláfa klif upp í 2.000 metra hæð er ægifagurt yfir að horfa og loftið ferskt. Niður svífum við yfir menn sem hlaða sandpokum að læk niður með verðandi Ólympíusvigbraut. Á skiptistöð í næsta kláfi sitja þreytt- ir menn með föggur sínar. Enginn lukkuísbjörn hér. Þyrla sveimar yfir með steypuhrærivél í keðju. Vladimír Pútín lenti í þyrlu á hafís norðurslóða til að klappa svæfðum hvítabirni. Á sjónvarps- stöðvum Kreml, First Channel og Russia Today var björninn hífð- ur upp í keðju til vigtunar. Pútín handfjatlaði hálsól með senditæki og starði ákveðinn inn í mynda- vélar. Hann segist hafa áhyggjur af dýrum í útrýmingarhættu. Eitt fyrsta embættisverk hans fyrir þrettán árum var að leggja niður umhverfisráðuneytið og færa inn í ráðuneyti orku og auðlinda. Fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 verður slegið heimsmet í Ólympíukyndlahlaupi. Í boði kjarn- orkumiðstöðvarinnar Rosatom og Coca-Cola hlaupa fjórtán þús- und manns gegnum 2.900 bæi í 83 umdæmum Rússlands. Hlauparinn má síðan eiga sinn kyndil. Á afmælisdegi Pútíns, 7. október, var skokkað af stað í Moskvu. Log- inn slokknaði við Kreml en áhorf- andi með kveikjara brást skjótt við. Sama dag sendu mannréttindasam- tökin Human Rights Watch kyndla- ferð af stað á netsíðu sinni. Þar segir frá mannréttindabrotum þar sem Ólympíuloginn fer hjá. Viku síðar sigldi rússneskur kjarnorkuís- brjótur frá Múrmansk með vísinda- menn frá norðurskautsríkjunum og fjölmiðlafólk. Hlaupið var með Ólympíukyndla á ísnum yfir norðurpólnum og síðan siglt aftur til Múrmansk. Mikhaíl Gorbatsjov hélt fræga ræðu í Múrmansk í október 1987 þar sem hann hvatti til alþjóðlegr- ar samvinnu í umhverfis- og frið- armálum á norðurskautssvæðinu. Í Múrmansk sat nýlega hópur nátt- úruverndarsinna í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli gegn olíu- vinnslu Rússa. Þeim hefur verið sleppt gegn tryggingu en geta átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi. Millj- ónir manna um allan heim mótmæla olíuborunum á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga og hættu á olíu- slysum. Milljónir mótmæla Hvort ákærur gegn ríkisborgurum Bandaríkjanna, Finnlands,Bret- lands, Ástralíu, Brasilíu,Kanada, Danmörku,Hollandi, Nýja Sjá- landi,Úkraínu, Rússlandi,Frakk- landi, Ítalíu, Tyrklandi, Póllandi og Svíþjóð verði felldar niður fyrir ólýmpíuleikana, veit aðeins Pútín. Milljónir manna um allan heim mótmæla olíuborunum á norður- slóðum vegna loftslagsbreytinga og hættu á olíuslysum. Hvort ríkisborgurum Bandaríkj- anna, Finnlands, Bretlands, Ástr- alíu, Brasilíu, Kanada, Danmerkur, Hollands, Nýja-Sjálands, Úkraínu, Rússlands, Frakklands, Ítalíu, Tyrk- lands, Póllands og Svíþjóðar verð- ur sleppt áður en Ólympíuleikarnir hefjast veit aðeins Pútín. Í nóvember var Ólympíukyndli (án loga af öryggisástæðum) skutl- að út í geim og öðrum sökkt niður á botn Bajkalvatns. Síðan mun skíð- loga í Sochi og Vetrarólympíuleik- arnir 2014 hefjast. Ef snjó vantar verður hann búinn til eða fluttur frá Síberíu. Og hver veit nema hvíta- birni verði kippt með. Hvar er ísbjörninn? Vetrarólympíuleikarnir 2014 hefjast í febrúar næstkomandi í Sochi við Svartahaf. Helga Brekkan sótti þing rússneskra blaðamanna í Sochi í lok september, fór í skoðunarferð um svæðið og var hvött til að skrifa eitthvað jákvætt um leikana. FRAMKVÆMDIR Eftir þriggja kláfa klif upp í 2.000 metra hæð er ægifagurt yfir að horfa og loftið ferskt. MYND/GRIGORY PASKO SOCHI Margir hafa hvatt fólk til að hætta við þátttöku á Vetrarólympíuleikunum vegna mannréttindabrota í Rússlandi. MYND/GRIGORY PASKO SKRUDDA www.skrudda.is „Afskaplega skemmtileg og skýr frásögn og góður húmor, lúmskur. Gleði og tregi skiptast á en alltaf virðing fyrir manneskjunni.“ Guðmundur Brynjólfsson, Facebook „Frá hlýju hjarta, hlý og nærfærin umfjöllun um formæður og -feður – hverra manna maður er. Ættarsögur með afar pólitísku og þjóðfélagslegu ívafi. … Ljúft innlegg í þá skoðun sem telur að „íslenska þjóðin“ hafi orðið til á miðri síðustu öld – til þess eins að verða eilíflega ung, rík og falleg.“ Birna Þórðardóttir ÞAÐ SKELFUR Við fögnum útgáfu endurminninga Ragnars Stefánssonar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í dag kl. 14-16. Léttar veitingar. Allir velkomnir! Ragnar mun spjalla við gesti og árita bókina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.