Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 138
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 98
BORGARSTJÓRI Á KLEPPI Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans-
son náðu saman er þeir unnu á Kópavogshælinu en Jón hefur
einnig unnið á Kleppi, sem leigubílstjóri og hjá Volvo í Svíþjóð.
Fyrri störf landsþekktra Íslendinga
Einhvers staðar verða allir að byrja. Þessir frægu Íslendingar eiga það sameiginlegt að hafa unnið ýmis tilfallandi störf til að eiga fyrir
salti í grautinn áður en þeir vöktu heimsathygli. Störfi n eru jafn misjöfn og þau eru mörg– allt frá ræstitæknum til bensíntitta.
PÍTUPÍA Söng- og leikkonan
Selma Björnsdóttir vann
á mörgum vídeóleigum
með skóla en lengst á
Myndbandalaginu
í Mosfellsbæ. Þá
vann hún einnig
á Pítunni í
Skipholti.
PALLI Í HANS
Diskódívan Páll
Óskar Hjálmtýs-
son stóð eitt
sinn vaktina í
Hans Petersen.
Á SJÓ Söngvarinn og
stílistinn Haffi Haff var
einu sinni á sjó.
O SOLE MIO
Borgarfulltrúinn
Júlíus Vífill Ing-
varsson starfaði
sem óperusöng-
vari í Íslensku
óperunni og
Þjóðleikhúsinu.
PÓSTURINN PÁLL Sykurmolinn
og varaborgarfulltrúinn Einar
Örn Benediktsson var einu sinni
póstbifreiðarstjóri.
BLÓMABARN Söng- og leikkonan
Bryndís Ásmundsdóttir vann
hjá móður sinni í blómabúðinni
Blómastofunni á Eiðistorgi.
KANKVÍS
Í KJÖRBÚÐ
Leikkonan Nína
Dögg Filippusdótt-
ir vann í hverfis-
kjörbúðinni
Kveldúlfi.
RAFRÆNIR LYFSEÐLAR Borgarfull-
trúinn og Baggalútsgrínarinn Karl Sig-
urðsson stofnaði tölvufyrirtækið doc.
is með bókaútgefandanum Tómasi Her-
mannssyni áður en hann varð frægur.
Doc.is vann með rafræna lyfseðla.
GRÆN
OG VÆN
Leikkonan Elma
Lísa Gunnarsdóttir
vann á Grænum kosti
áður en listagyðjan
barði að dyrum.
BÓNUSBORGARI
Tískudívan Andrea
Róberts vann á
Bónusborgar-
anum sem
þá var og
hét.
DENNI
Á SIGLINGU
Leikarinn Guðjón
Þorsteinn Pálmarsson,
eða Denni eins og hann
er oftast kallaður, vann
á Bíla-áttunni, í 10-11
og á skemmti-
ferðaskipi.
Á
FERÐ
OG FLUGI
Leikkonan Margrét
Vilhjálmsdóttir vann
einu sinni við skúringar
og þrif hjá Flugleiðum
á Reykjavíkur-
flugvelli.
BRANDARA-
KARL Í BYKO
Grínistinn Pétur
Jóhann Sigfússon hefur
oft gert grín að starfi
sínu í BYKO þar sem
hann sagði brandara
ókeypis. Nú
kosta þeir.
BYRJAÐI Í BENSÍNINU
Stjörnuspaðinn Ásgeir
Kolbeins stóð eitt
sinn vaktina á Esso-
bensín stöð.
VIRTUR PLÖTUSNÚÐUR
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, forseti Alþingis, var plötu-
snúður í Glaumbæ, Tónabæ og
Klúbbnum í gamla daga.