Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 144

Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 144
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 104 Leikskólabörn í Hafnarfirði tóku þátt í jólaundirbúningi í bænum, en þau skreyttu húsin fyrir árlega opnun Jólaþorpsins þar í bæ. Jóla- þorpið verður opnað formlega á laugardaginn í ellefta sinn. „Jólaþorpið er að stækka og stækka,“ segir Marín Guðrún Hrafns- dóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Hún segir að mikið samstarf við kaupmenn í Hafnarfirði hjálpi til. „Við erum í raun að reyna að búa til jólaheim og Jólaþorpið er hjartað. Við erum að reyna að samtvinna jólastemninguna í miðbænum og Firðin- um saman við jólaþorpið sem er á Thorsplani. Við verðum með flotta leiki í samstarfi við kaupmennina og getur fólk unnið veglega vinn- inga.“ Þorpið hefur vaxið undanfarin ár og notið mikilla vinsælda. „Nú í ár er algjör metaðsókn, margir vilja vera með hús í þorpinu. Það er ljóst að við þurfum að fjölga húsum eða fjölga opnunardögum. Lík- lega komast færri að en vilja,“ segir Marín. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjölskylduna, að sögn Marínar. „Við reynum alltaf að vera með eitthvað sem höfðar til yngstu barnanna, hvort sem það eru jólasveinaheimsóknir eða eitthvað annað. Við verð- um með dagskrá allar helgar fram að jólum, mest á milli 13 til 16, en annars verður alltaf eitthvað um að vera þarna, lifandi tónlist og fín stemning.“ Athygli vekur að einhver vinsælasta vara þorpsins verður tekin úr beinni sölu. „Ein breytingin sem gerð hefur verið er að hætta að selja heitt kakó. Í staðinn mun Rauði krossinn vera með svokallaðar kakó- stöðvar víðsvegar um miðbæinn og getur fólk fengið sér kakó þar, án endurgjalds. Í staðinn verður tekið við frjálsum framlögum sem renna óskipt til Rauða krossins,“ útskýrir Marín. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað formlega klukkan 12 á laugardaginn og nær dagskráin þann dag hámarki þegar jólatréð frá Fredriksberg, vinabæ Hafnar- fjarðar í Noregi, verður tendrað klukkan 17. kjartanatli@frettabladid.is Jólaþorpið í Hafnarfi rði skreytt af leikskólabörnum Jólaþorpið í Hafnarfi rði opnað með formlegum hætti í 11. sinn á laugardaginn. Metskráning er í sölubása og færri komast að en vilja. JÓLASTEMNING Marín er í skýjunum yfir Jólaþorpinu sem stækkar með hverju árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Andefnabúðin er titill á safndisk með alls kyns andefni sem ekki hefur ratað inn á stúdíóplötur hljómsveitarinnar Ghostigital. Andefnabúðin er full af skemmtilegu góðgæti, eins og „remixum,“ samstarfsverkefn- um og einstæðum og einstökum villilömbum. Tónlist Ghostigi- tal er skoðuð frá annarri hlið í fjörugum endurhljóðblöndunum helstu danshljómsveita landsins og forvitnileg samstarfsverkefni dregin í sviðsljósið. „Stundum eru þetta „remix“ af okkar lögum eftir aðra listamenn á borð við Gus Gus og Captain Fufanu, eða „remix“ eftir okkur af lögum eftir aðra eins og Björk. Svo er slatti af samstarfsverkefn- um, líkt og með Sóleyju og Skúla Sverrissyni,“ segir Curver Thor- oddsen meðlimur sveitarinnar. Síðastliðin ellefu ár hefur Ghostigital heillað, hrellt og hrist upp í íslensku tónlistarlífi með afdráttarlausri og uppátækja- samri tónlist sinni. Herlegheitin hefjast með glæsi- brag klukkan 21.00 í kvöld. - glp Opin búð á Kex í kvöld ALLT OPIÐ Ghostigital opnar Andefnabúð í kvöld. Árlegur jólamarkaður Barna- heimilisins Óss verður haldinn í dag, laugardag. Húsið verður opnað klukkan 13 og stendur markaðurinn til klukkan 18. Á markaðinum mun kenna ýmissa grasa og geta gestir gert góð kaup á barnafötum, heimilisvör- um, glingri og góssi. Þá verður einnig jólaglögg á boðstólum. Barnaheimilið Ós á sér langa sögu en leikskólinn er til húsa í hjarta Reykjavíkur, á Bergþóru- götunni. Allur ágóði af jóla- markaðinum rennur til barna- heimilisins. - lkg Árlegur jólamarkaður JÓLASTEMNING Allur ágóði rennur til barnaheimilisins Óss. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.