Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 152

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 152
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 112 Blóð, sviti og tár fóru í bekkinn „Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum,“ segir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR-inga. „Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið,“ segir Jón Heiðar. Hann nefnir þjálfarann Bjarka Sigurðsson sérstaklega til sögunnar. „Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut,“ segir Jón Heiðar kíminn. HANDBOLTI „Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagn- vart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á við- ureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálf- leik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tæki- færið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu. Frussaði næstum pulsunni „Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skyn- semi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kom- inn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína. „Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþrótta- mönnum í heilan leik og eru hrein- lega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reynd- ur á alþjóðavettvangi þar sem alla- jafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Flott framtak hjá Breiðhyltingum Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtak- ið. Þetta var flott hjá þeim.“ kolbeinntumi@frettabladid.is SPORT LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 15.00 CARDIFF - ARSENAL SPORT 2 15.00 EVERTON - STOKE SPORT 3 15.00 A. VILLA - SUNDERLAND SPORT 4 15.00 WEST HAM - FULHAM SPORT 5 15.00 NORWICH - C. PALACE SPORT 6 17.30 NEWCASTLE - WBA SPORT 2 SUNNUDAGUR 12.00 TOTTENH. - MAN. UTD. SPORT 2 14.05 HULL - LIVERPOOL SPORT 2 16.00 CHELSEA - SOUTHAMPT. SPORT 2 16.00 MAN. CITY - SWANSEA SPORT 3 FÓTBOLTI Það verður boðið upp á athyglisverðan þríhöfða í ensku úrvalsdeildinni á morgun en hann hefst á stórleik Tottenham og Manchester United. Gylfi Þór Sig- urðsson og félagar hans verða á heimavelli en þeir hvítklæddu eru Fá Gylfi og félagar annan skell? Arsenal getur náð sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag. GÓÐUR Í NOREGI Gylfi lagði upp tvö mörk fyrir Totten- ham gegn Tromsö og fær vonandi tækifærið í dag. Bekkjum mátti ei víxla ÍR-ingar vígðu nýjan varamannabekk í sigrinum gegn HK á fi mmtudag. Aðeins annar bekkurinn af tveimur var tilbúinn fyrir leikinn og hugðust Breiðhyltingar færa bekkinn í hálfl eik. Það fór öfugt ofan í eft irlitsdómara leiksins. EKKI FET Guðjón L. stóð fastur á sínu í Austurberginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN enn að sleikja sárin eftir að hafa tapað stórt fyrir hinu Manchester-liðinu um síð- ustu helgi. Tottenham sótti þá City heim og steinlá, 6-0. Tottenham gerði reyndar góða ferð til Noregs í vikunni og vann þar 2-0 sigur á Tromsö í Evr- ópudeild UEFA en Andre Vil- las-Boas, stjóri Tottenham, vill sjálfsagt sanna um helgina að hann sé rétti maðurinn til að stýra liðinu. Enskir fjölmiðlar héldu því fram í vikunni að starf hans héngi á bláþræði en hann þrætti fyrir það. Topplið Arsenal er það eina af efstu sex liðum deildarinnar sem spilar í dag er það fer í heimsókn til Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff. Sigri Arsenal fara stuðnings- menn liðsins sjálfsagt brosandi í rúmið í kvöld enda með sjö stiga forystu á toppn- um. - esá HANDBOLTI Ísland hafði betur gegn Sviss, 27-26, í öðrum æfingaleik liðanna af þremur nú um helgina. Leikið var á Seltjarnarnesi en loka- leikurinn fer þar fram í dag kl. 14.00. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum með þriggja marka mun en mætti vel stemmt til leiks í gær. Stelpurnar voru með sex marka forystu í hálf- leik og náðu að verða tíu mörkum yfir um miðbik þess síðari. Þær svissnesku rönkuðu þá við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark á lokamínútu leiksins. Nær komust gestirnir ekki og þar við sat. - esá Stelpurnar okkar höfðu betur gegn Sviss á Seltjarnarnesi FRÁBÆR Í GÆR Karen Knútsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Enn fjölgar í hópi þeirra leikmanna íslenska kvenna- landsliðsins sem glíma nú við meiðsli en Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, fékk heilahristing á æfingu í gær. Hún gat því ekki spilað með stelpunum í gær þegar þær unnu Sviss í æfingaleik í gær. „Það var ákveðið að taka ekki neina áhættu með hana og það verður bara að koma í ljós hvort hún getur spilað í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Ís- lands, eftir leikinn í gær en Ísland mætir Sviss í dag. Stella Sigurðardóttir meiddist á auga í fyrsta leiknum gegn Sviss á fimmtudagskvöldið. Hún var með lepp í gær og má ekki æfa næstu vikuna hið minnsta. Þá heltist Rut Jónsdóttir úr lestinni vegna axlarmeiðsla sem hún fékk strax á fyrstu landsliðsæfingunni fyrr í vikunni. - esá Rakel fékk heilahristing F ÍT O N / S ÍA TOTTENHAM MAN. UTD. 6 STIGA LEIKUR – Gummi Ben Aðeins 153 krónur fyrir hvern leik í desember. Fáðu þér áskrift
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.