Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Aldrei er of áréttað við fólk að fara varlega með opinn eld og skreyt- ingar um jólin. Í því sambandi má benda á viðtal við Þorberg Bær- ingsson fyrrverandi slökkviliðs- stjóra í Stykkishólmi hér aftar í blaðinu. Þar sem ekki kemur út blað fyrir áramóti leyfir Skessuhorns sér einnig að hvetja fólk til ýtrustu var- færni við notkun flugelda á gaml- árskvöld. Spáð er norð- og vestlægum átt- um og vetrarveðráttu næstu dag- ana. Útlit er fyrir hvít jól um nánast allt land segja veðurfræðingar. Vont veður verður fyrir norðan á morg- un, fimmtudag, 15-23 m/s með slyddu eða snjókomu, en rigningu fyrir austan. Hiti í kringum frost- mark. Á föstudag er spáð suðvestan 8-13 m/s og dálitlum éljum, en víða bjartviðri austan lands. Vaxandi norðaustanátt með snjókomu suð- austanlands um kvöldið. Frost yfir- leitt 0 til 5 stig. Á laugardag, sunnu- dag og mánudag er spáð vestlægri eða breytileg átt, víða verða dálítil él og talsvert frost. Næstu tvær vikur er spurt: Hvert verður áramótaheitið í ár? Bréfberar Íslandspósts og starfsfólk dreifingarmiðstöðva eru Vestlend- ingar vikunnar. Þar er langmesti annatími ársins og þegar við bæt- ist snjór og rysjótt tíðarfar gerast aðstæður erfiðari. Sjálfsagt mál fyr- ir húsráðendur er að moka frá bæj- ardyrum og hafa aðgengi að hús- um gott. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur. Verkalýðsfélag Akraness Sendum félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og öðrum Vestlendingum hugheilar jóla og nýárskveðjur Í jólablaði Skessuhorns er þetta meðal efnis: Þau vinna um jólin 20 Mín bernsku jól 28 Hin sanna jólagleði 30 Bílahönnuður varð tannlæknir 32 Krossgátan 34 Myndagátan 36 Byr í seglum Landnámsseturs 38 Sterkir eru þeir hnútar 40 Ég hlakka svo til 42 Vísnahorn um Símon Dalaskáld 44 Þakkar börnunum lífshamingjuna 46 Úrslit í teikningakeppni barna 48 Jól í Póllandi 50 Ræktar helst það sem má borða 52 Forfallinn skákáhugamaður 54 Betra er að vera forgöngumaður 56 Ríkidæmi að búa í sveit 58 Sýslumaður sem átti sín bestu ár í Borgarfirði 60 Íþróttaannáll 64 Fréttaannáll 2013 66 Fann draumastarfið hjá Jamie Oliver 78 Með sterkar rætur til Ólafsvíkur 80 Með óbilandi hljómsveitaáhuga 84 Dýralæknir í Borgarfirði 86 Skagahjón með mörg járn í eldinum 94 Kveðjur úr héraði 96 Slökkviliðsstjórinn og smiðurinn 100 Búddisminn hjálpaði Erlingi 102 Viðburðir í sóknum á Vesturlandi 106 Nú liggur fyrir að mikið verður umleikis hjá systurfyrirtækjunum Skaganum hf. og Þorgeiri og Ell- ert hf. á Akranesi fyrri hluta næsta árs. Framkvæmdastjóri Skagans undirritaði sl. föstudag samning við framkvæmdastjóra útgerðarfyrir- tækisins Skinneyjar Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði um sölu á nýj- um vinnslubúnaði fyrir uppsjáv- ar- og bolfisk. Um stórt verkefni er að ræða og er í fréttatil kynnin gu vegna samningsins sagt að um stærsta einstaka samning sé að ræða sem gerður hefur verið við íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki um sölu á há- tæknibúnaði til fiskvinnslu. Sölu- verð á búnaðinum er þó ekki gefið upp. Sambærilegt verkefni var unn- ið undir forystu Skagans hf. fyr- ir færeyska fyrirtækið Varðin Pela- gic árið 2012. Stefnt er að því að búnaðurinn fyrir Skinney Þinga- nes verði tilbúinn til vinnslu 1. júní 2014 eða áður en næsta makríl- og síldvertíð hefst. Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans hf. segir að fyrirtæki hans hafi þekkingu og reyndan mannskap til þess að ljúka verkinu á tilsettum tíma, þ.e. tæp- lega hálfu ári. Líkt og samningurinn sem gerður var fyrir tæpum tveimur árum við færeyska fyrirtækið mun verkefni þetta verða unnið af starfs- mönnum Skagans, Þorgeirs & Ell- ert hf. í samvinnu við kælismiðjuna Frost og ýmis fleiri fyrirtæki, m.a. á Akranesi. Verkefnið mun næsta hálfa árið skapa allt að hundrað störf hjá fyrirtækjunum á Akranesi og því er ljóst að um töluverða inn- spýtingu í atvinnulíf Skagamanna er að ræða. Fyrir Skinney Þinganes þýða kaupin á þessum búnaði að fyrir- tækið verður samkeppnishæfara, segir Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri þess. Hann segir að undanfarin ár hafi Skinney Þinga- Flutningabíll með tengivagn fauk til í hvassviðri í Grundarfirði um miðnætti að kvöldi sl. fimmtudags með þeim afleiðingum að vagn- inn valt. Glæra hálka var á svæðinu þegar óhappið varð. Enginn slas- aðist og flutningabíllinn sjálfur er óskemmdur. Yfirbyggingin á tengi- vagninum er hins vegar gjörónýt. Verið var að flytja farm af síld úr Kolgrafafirði og var bíllinn á suð- urleið. tfk Tengivagn fauk útaf Skaginn selur Skinney Þinganesi vinnslubúnað Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skinney Þinganess og Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans handsala samninginn sl. föstudag. nes endurnýjað flotann og með nýjum vinnslubúnaði frá Skagan- um hf. verði gæði afurðanna meiri. Þá muni framleiðni fyrirtækisins aukast verulega við þessa uppbygg- ingu og reikna megi með að afköst í frystingu uppsjávarafla aukist upp í um 600 tonn á sólarhring. Samhliða þessari fjárfestingu verður húsnæði endurbætt sem og vinnslubúnaður fyrir bolfisksvinnslu. mm Hér flæðir ferskur makríll um færiböndin hjá færeyska útgerðarfyrir- tækinu Varðin Pelagic, en búnaðurinn sem seldur verður til Hafnar nú er um margt líkur þessari vinnslulínu. FRÉTTAVEITA VES TURLANDS – www .skessuhorn.is 51. tbl. 16. árg. 18 . desember 2013 - kr. 600 í lausasöl u JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þ iggjandinn velur gjöfi na. Gjafakortið fæst í öllu m útibúum Arion bank a. 10 töflur 25% afslá ttur Opið frá 19. des. kl. 1 0:00 - 22:00 Þorláksmessu kl. 10:0 0 - 23:00 Aðfangadag kl. 10:00 - 12:00 Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðju r Gleðileg jól Efnisyfirlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.