Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 85

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 85
85MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Óskum Vestlendingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi óskar íbúum kjördæmisins og lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól SK ES SU H O R N 2 01 2 verið að hlusta vel á plötur, nema þaðan hljómana og reyna að skynja ásláttinn. „Ég fékk snemma þá flugu í höfuðið að ég vildi spila á tromm- ur, fannst það flott. Eldhúskollar nir mömmu fengu að kenna á því og þurfti fljótlega að skipta um áklæði á þeim flestum. Aðalfélagi minn í gegnum þessa popp- og hljóm- sveitamennsku var Sigurður Eg- ilsson. Hérna var þekkt og vinsæl hljómsveit sem hét Lúkas og spilaði á böllum víða. Við gerðumst rótar- ar hjá hljómsveitinni. Það var lítt eða illa launað starf en við höfðum gaman af þessu. Aðalkosturinn var náttúrlega að þarna komumst við í hljóðfæri og fengum að æfa okkur. Svo stofnuðum við skólahljómsveit ásamt fleiri strákum og spiluðum á skólaböllum. Ég man að á einu skólaballinu stóð séra Árni Berg- ur Sigurbjörnsson heitinn vaktina. Hann kenndi um tíma við skólann og reyndar varð ég svo seinna sam- kennari hans hér í Ólafsvík einn vetur. Þegar langt var liðið á skóla- ballið kom séra Árni Bergur í eft- irlitsferð. Þá man ég að þessi blíði, rólyndismaður sagði þegar hann gekk inn í stofuna. „Hver er að berja andskotann ráðalausan hér?“ Honum fannst hávaðinn í tromm- aranum fullmikill í Black Sabbath lagi sem við vorum að spila,“ seg- ir Sveinn og hlær. Við förum svo hratt yfir hljómsveitasöguna sem tengist Sveini Þór. Þar má nefna hljómsveitir eins og Lexía, Sveins- staðasextettinn, Þúfnabanar og svo loks Klakabandið, sem hann hefur lengst spilað með. Þar er Sigurður Höskuldsson höfuðpaur ásamt Sig- urði, bróður Sveins Þórs og fleiru góðu fólki gegnum tíðina. Kennaragenin sterk í fjölskyldunni Sveinn lauk sínu skyldunámi í Ólafsvík en var einn vetur í gagn- fræðanámi á Akranesi. Ástæð- an fyrir því að hann fór þangað voru fjölskyldutengsl. Móðurbróð- ir hans, Þorgils Stefánsson heit- inn, var lengi kennari og aðstoð- arskólastjóri við barnaskólann sem nú heitir Brekkubæjarskóli á Akra- nesi. „Það var gott og skemmtilegt þennan vetur á Akranesi og ekki síðri tilbreyting var síðan að fara í nýstofnaðan Menntaskólann á Ísa- firði. Þar var ég reyndar bara hálf- an vetur. Þarna var ég búinn að fá þá köllun, eða hvað á að kalla það, að ég vildi verða kennari. Það virð- ist ansi ríkt í mínum genum enda mikið af kennurum í fjölskyldunni, fjögur af móðusystkinunum voru kennarar. Eftir áramótin þegar ég fór frá Ísafirði fór ég í Kennaraskól- ann. Það var líka að hagkvæmnis- ástæðum sem ég fór í kennaranám- ið á þessum tíma. Mér fannst það mun hagnýtara að klára fjóra vetur í kennaranámi og fá þá starfsréttindi, en að eyða fjórum vetrum til stúd- entsprófs og eiga þá eftir nám til réttinda í einhverri starfgrein. En þarna misreiknaði ég hlutina því á þessum tíma var Kennaraskólanum breytt í háskóla. Ég útskrifaðist því með stúdentsprófi frá gamla Kenn- araskólanum. Ég fagnaði því með því að láta gamlan draum rætast, sló víxil í Sparisjóðnum í Ólafsvík til að kaupa mitt fyrsta trommusett „Ludwig“ sem ég pantaði beint frá verksmiðjunum í Chicago. Fór þá heim í Ólafsvík með trommusettið og kenndi þar einn vetur. Þá fékk ég sönnun fyrir því að kennara- starfið var það sem ég vildi leggja fyrir mig. Það var því enginn efi í mínum huga þegar ég fór næsta haust í Kennaraháskólann og út- skrifaðist þaðan sem kennari þrem- ur árum síðar.“ Lukkunnar pamfíll í skemmtilegu starfi Eins og áður sagði sinnti Sveinn kennarastarfinu og skólastjórn í 27 ár nær samfellt. „Lengst af var ég kennari, aðstoðarskólastjóri og loks skólastjóri hérna í Ólafsvík. Þá varð ég fyrsti skólastjóri nýs samein- aðs grunnskóla í Snæfellsbæ þeg- ar skólarnir í Ólafsvík, Hellissandi og á Lýsuhóli voru sameinaðir fyr- ir nokkrum árum. Það var svolítið sérstakt fyrir mig. Ég hafði í mínum uppvexti skynjað ríginn milli Óls- ara og Sandara. En hann er nátt- úrlega fyrir löngu fyrir bí að heit- ið getur. Með batnandi samgöng- um milli þorpanna hvarf allur ríg- ur og metingur, sem betur fer. Það var mjög spennandi verkefni, ögr- andi og skemmtilegt að taka þátt í sameiningu skólanna. Eftir fyrstu starfsárin í þessum nýja samein- aða skóla fór ég í námsleyfi. Náði mér í prófgráðu í stjórnun mennta- stofnana. Það var mjög skemmti- legt nám en áður hafði ég með starfi lokið námi í breytingastjórn- un frá Háskólanum á Akureyri. Að því loknu réði ég mig sem að- stoðarskólastjóri við Smáraskóla í Kópavogi og gegndi því starfi í tvö ár. Tíminn í Smáraskóla var afar skemmtilegur. Þegar ég síðan sá auglýst þetta starf sem ég er í núna, fannst mér spennandi að sækja um það og koma á heimaslóðir á ný. Ég kvaddi samt Smáraskóla með sökn- uði því þar líkaði mér afar vel að vinna. Núverandi starf mitt er afar fjölbreytt og skemmtilegt, ég fæ að vinna með góðu fólki að félags- og skólaþjónustu hérna á Snæfellsnesi. Starfssvæðið spennandi vettvang- ur, gróskumikið mannlíf, margar skólastofnanir og margt hæfileika- fólk að störfum í sveitarfélögun- um hér. Ég tel mig vera lukkunnar pamfíl að hafa starfað við skólamál. Kennarastarfið hefur alltaf fall- ið mér vel. Ég hef því alltaf verið í skemmtilegri og krefjandi vinnu með mörgu frábæru fólki að ég tali nú ekki um alla frábæru krakk- ana og unglingana sem ég hef starf- að með. Það eru og verða ætíð for- réttindi að fá að starfa með börnum og unglingum og að njóta trausts þeirra og annarra til þess.“ Börnin auðvelt kotmark Þar sem að Sveinn hefur starfað í áratugi með börnum, er áleitin sú spurning hvort börnin núna séu eitthvað betri eða verri en hann og hans samtíðafólk. Einnig hvort betra eða verra sé að alast upp núna eða á síðustu áratugum liðinnar aldar? „Það er náttúrlega þannig að allir draga dám af sínu umhverfi. Ég held að mörgu leyti sé mun erfiðara fyrir börn að alast upp í dag á tím- um samskiptaforrita og upplýsinga- tækni en var fyrir okkur sem vor- um án nánast alls sem getur talist nútímatækni. Börn í dag eiga fullt í fangi með að lifa í þessu flókna um- hverfi þar sem áreitið er svo mik- ið. Þau eru í raun svo auðvelt skot- mark og geta oft verið alveg ber- skjölduð ef þannig ber undir. Þau geta orðið fórnarlömb ýmiss konar áreitis, jafnvel utanaðkomandi að- ila án þess að hafa nokkuð um það að segja. Þess vegna er afar brýnt að foreldrar fylgist vel með netnotkun barna sinna og setji þeim skýr mörk um þá notkun. Besta meðalið er aukinn samtakamáttur foreldranna og uppeldisstofnana.“ Slakur lesskilningur kemur ekki á óvart Slakur lesskilningur barna einkum drengja hefur talsvert verið í um- ræðunni að undanförnu. Sveinn segir það náttúrlega alls ekki gott að börn núorðið lesi alltof sjaldan sér til yndis bækur og lengri vand- aðan texta. Þessi smáskeytastíll sé ekki góður til frambúðar, orðaforði barna geti orðið takmarkaðri en ella, slakari lesskilningur og beiting talaðs máls og ritmáls takmörkuð. Það orsakast meðal annars af minni samskiptum við fullorðið fólk en áður. „Mér finnst við verðum að reyna að vinna bót á þessu. Það þarf að taka á því með aukinni umræðu og viðeigandi athygli og stefnumót- un. Kalla þarf markaðsöflin upp á dekk sem og hönnuði tölvuleikja og margmiðlunarfólk. Við Íslendingar eigum margt hæfileikafólk á þessu sviði eins og fram hefur komið að undanförnu. Það gæti létt þenn- an róður. Margt ungt fólk býr þó yfir ágætis tungutaki og fjölbreytt- um orðaforða. Ég hafði gaman af því þegar barnabarnið mitt sem er 14 ára kom heim af fótboltaæfingu einn daginn. Þjálfari þess er 29 ára gamall. Drengurinn kom hlæjandi heim og sagði við mig: „Afi, hvað heldurðu að þjálfarinn hafi sagt við okkur? Jæja, drengir mínir. Ekki láta deigan síga. Gyrðum okkur nú í brók, myndum nú breiðfylkingu og látum hart mæta hörðu.““ Börnin búa öll á annesjum Persónulegir hagir Sveins hafa ekki borið mikið á góma í samtalinu en eiginkona hans er Inga Jóhanna Kristinsdóttir frá Stykkishólmi. Hún starfar sem forstöðumaður Dval- ar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars í Ólafsvík. Börn þeirra eru í aldursröð frá 39 ára aldri niður í 17 ár: Sigur- björg sem býr á Álftanesi, Elinbergur á Akranesi, Sigrún Erla í Rifi í Snæ- fellsbæ og Gestheiður Guðrún sem býr heima, en stundar nám í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði. Barnabörnin verða brátt átta talsins. „Ég áttaði mig allt í einu á því að börnin mín búa öll þar sem kalla má annes á landinu. Mér finnst það svolítið skemmtilegt.“ Spurður um jólasiði á heimilinu segir hann að þeir séu nokkrir en fjölskyldan hafi sín- ar venjur, enda nauðsynlegt að hafa ýmislegt í föstum skorðum um jólin. „Við skreytum okkar jólatré á Þor- láksmessukvöld. Þá er hangikjötsilm- ur í húsinu enda verið að sjóða jóla- hangikjötið. Í hádeginu á aðfangadag erum við svo með möndlugrautinn og þá er spennandi að vita hver fær möndlugjöfina. En jólin og ég? Ætli við upplifum ekki flest þessa miklu nálægð jólanna. Við bíðum eftir jól- unum hvert á okkar en þó líku for- sendum. Jólahátíðin með sinni ljósa- dýrð er mjög mikilvæg á þessum dimmasta tíma ársins. Við viljum hafa fjölskylduna í kringum okkur og hver hlúir að sér og sínum. Hún er þess vegna hverjum manni dýrmæt.“ þá Tveir afastrákar að æfa sig á trommusettinu, Sveinn Þór á trommustólnum og Hjálmar Þór. Mynd úr einkasafni. Sveinn Þór lengst til vinstri við upptöku á plötu Sigurðar Höskuldssonar fyrir nokkrum árum. Milli þeirra er Aðalsteinn Kristófersson. Ljósm. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.