Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Einn af mörgum þátttakendum í jólamarkaði Framfarafélags Borg- firðinga, sem fram fór í Nesi í Reykholtsdal fyrr í mánuðinum, var Íris Þórlaug Ármannsdóttir frá Kjalvararstöðum í sömu sveit. Á markaðinum bauð Íris til sölu alls- kyns góðgæti sem hún hefur að mestu leyti framleitt úr uppskeru eigin garðyrkju í gróðurhúsi sínu heima á Kjalvararstöðum. Þar var að finna allt frá rauðrófnamauki til gulrótarmarmelaðis. Sjálf situr hún í stjórn framfarafélagsins og seg- ir hún að markaðshald eins og það sem haldið var í Nesi hvetji fólk í héraðinu til að prófa sig áfram í ræktun og framleiðslu. Blaðamað- ur Skessuhorns hitti Írisi heima á Kjalvararstöðum og fræddist meira um ræktun hennar og pælingar. Prófar sig áfram Íris kveðst hafa fengið áhuga fyrir garðyrkju að einhverju ráði þegar hún var 25 ára gömul og hefur hún prófað sig áfram í þeirri iðju allar götur síðan. Þegar hún varð þrí- tug fékk hún tæplega 75 fermetra bogagróðurhús í afmælisgjöf frá foreldrum sínum, þeim Ármanni Bjarnasyni og Magneu Kristleifs- dóttur, og hefur húsið verið helsti vettvangur ræktunarinnar. Húsið er að finna neðan við bæjarhúsið á Kjalvararstöðum 1 þar sem Íris býr ásamt dætrum sínum. „Móðir mín hefur haft mikinn áhuga fyrir garð- yrkju og má kannski segja að ég hafi fengið bakteríuna frá henni. Gróð- urhúsið mitt er eins og hálfgerð til- raunastofa þar sem ég er að jafnaði með fjölbreyttar tegundir í rækt- un, að mestu leyti kryddjurtir og grænmeti. Þetta gefur manni tæki- færi til að prófa sig áfram í fram- leiðslunni og hef ég verið að búa til allskyns sultur, hlaup, pestó, krydd- olíur og mauk úr afurðum gróður- hússins, iðulega með ágætum ár- angri,“ segir hún brosandi. Íris rök- styður það með góðum viðbrögð- um ættingja og vina við framleiðsl- unni. „Eftirsóttustu vörurnar eru til dæmis chilihlaup, klettasalatspestó og tómatsulta og eru margir orðn- ir miklir aðdáendur framleiðslunn- ar. Í það minnsta er fólk ekki að mótmæla því sérstaklega þegar ég set krukku með einhverju góðgæti í jólapakkann eða í afmælisgjöfina.“ Ánægja fólgin í reynslunni Íris ræktar fjölbreyttar tegund- ir, m.a. tómata, chili, timjan, rófur, maís, káltegundir, vínber, gulrætur og sætar kartöflur svo eitthvað sé nefnt. „Einnig hef ég prófað að nýta grös í náttúrunni eins og hundasúr- ur og arfa með athyglisverðum ár- angri, og þá tíni ég sveppi á haustin. Forvitnilegt er síðan að takast á við ræktun framandi plantna eins og sætra kartaflna. Ferill ræktunarinn- ar er nokkuð langur. Kartöflurn- ar þurfa nokkurn hita til að vaxa og þurfa að vera a.m.k. hundrað daga í mold. Þetta eru nú ekki marg- ar kartöflur sem ég rækta og dug- ar uppskeran kannski í tvær kvöld- máltíðir á ári. Ánægjan er hins veg- ar fólgin í reynslunni við ræktunina og að sjálfsögðu að bragða á upp- skerunni.“ Helst vill Íris rækta það sem hægt er að borða. „Þess vegna er ég ekki mikið í trjárækt. Ég við- urkenni þó að ég rækta sumarblóm, svona til að gleðja augað.“ Minna er um ávexti í gróðurhús- inu en þeir koma örugglega segir Íris spurð um hvort slíkar tegundir hafi ratað þar upp úr jörðu. „Ég hef aftur á móti verið með jarðarberja- plöntur í gróðurhúsinu sem hafa notið mikilla vinsælda hjá dætr- um mínum þremur,“ bætir hún við, en dætur hennar eru þær Arna Rún, Harpa Rut og Dagbjört Rós. „Stelpurnar hafa síðan ekki fengið jafn mikinn áhuga fyrir garðyrkju og móðir þeirra, en það breytist kannski þegar árin líða.“ Nóg af heitu vatni Íris starfar í dag sem umsjónarmað- ur Íþróttamiðstöðvarinnar á Klepp- járnsreykjum en einnig leggur hún hönd á plóg í búrekstrinum á Kjal- vararstöðum, en þar er rekið sauð- fjárbú með um 400 kindum á húsi. Hún segir alveg koma til greina í framtíðinni að taka garðyrkjuna fastari tökum og reisa fleiri gróður- hús á bænum. „Þetta er svona fram- tíðarmúsík. Í landi okkar er virk borhola með nógu af heitu vatni en núna nýtist borholan einungis í hús mömmu og pabba á Kjalvarastöð- um 2, í félagsheimilið Logaland og veiðihús Reykjadalsár. Hægt er að nýta holuna betur og nota vatnið til að kynda upp í nokkrum gróður- húsum til viðbótar ef út í það væri farið. Eins og er fæ ég ekki vatn úr þessari borholu í húsið mitt og gróðurhúsið þar sem ekki hefur enn verið lögð leiðsla til mín. Þess í stað hef ég fengið heitt vatn frá Kópa- reykjum, sem er næsti bær. Það er tæplega kílómeter frá borholunni að bænum og því er þetta nokkur framkvæmd sem um ræðir.“ Ræktar helst það sem hægt er að borða Rætt við Írisi Þórlaugu Ármannsdóttur garðyrkjuáhugamann á Kjalvararstöðum Íris Þórlaug Ármannsdóttir við eldhúsborðið á Kjalvararstöðum ásamt góðgæti úr gróðurhúsinu. Söluborð Írisar á jólamarkaðinum í Nesi fyrr í mánuðinum. Hér má sjá Chilihlaup, sultaðan rauðlauk, kindakæfu, mango chutney, tómatsultu og fleira. Ferskar rauðrófur úr gróðurhúsinu ásamt myndarlegum þurrkuðum villisveppum úr trjálundum í Reykholtsdal. Myndarlegar sætar kartöflur úr gróðurhúsi Írisar. Fagurlega gulur og ferskur maís úr ræktun Írisar, tilbúinn til matargerðar. Nýtíndir og gómsætir sveppir ættaðir úr Reykholtsdalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.