Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 41
41MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Akraneskaupstaður yfir jól og áramót Bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar 24. desember. Aðfangadagur Lokað. 25. desember. Jóladagur Lokað. 26. desember. Annar í jólum Lokað. 31. desember. Gamlársdagur Lokað. 1. janúar. Nýársdagur Lokað. Bókasafn Akraness 24. desember. Aðfangadagur Lokað. 25. desember. Jóladagur Lokað. 26. desember. Annar í jólum Lokað. 31. desember. Gamlársdagur Lokað. 1. janúar. Nýársdagur Lokað. Héraðsskjalasafn Akraness er lokað frá 20. desember til og með 3. janúar 2014. Safnasvæðið í Görðum 24. desember. Aðfangadagur Lokað. 25. desember. Jóladagur Lokað. 26. desember. Annar í jólum Lokað. 31. desember. Gamlársdagur Lokað. 1. janúar. Nýársdagur Lokað. Garðakaffi er lokað frá 21.desember til og með 6. janúar 2014. Íþróttamiðstöðvar Íþróttahúsið Jaðarsbökkum 23. desember. Opið kl. 6.15-18.00. 24. desember. Aðfangadagur Opið kl. 9.00 -11.00. 25. desember. Jóladagur Lokað. 26. desember. Annar í jólum Lokað. 31. desember. Gamlársdagur. Opið kl. 9.00 -11.00. 1. janúar. Nýársdagur Lokað. Akraneshöllin er opin á sömu tímum og íþróttamiðstöðin. Íþróttahúsið Vesturgötu 23. desember. Opið kl. 7.00 -15.00. 24. desember. Aðfangadagur Lokað. 25. desember. Jóladagur Lokað. 26. desember. Annar í jólum Lokað. 27. desember. Opið kl. 7.00 -19.00. 30. desember. Opið kl. 7.00 -19.00. 31. desember. Gamlársdagur Lokað. 1. janúar. Nýársdagur Lokað. 2. janúar. Opið kl. 7.00 -19.00. Bjarnalaug er lokuð frá 22. desember til og með 3. janúar 2014. S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga: sótt kindina sína að vild. Það þyk- ir Hjördísi dýrmætt. Aðspurð um af hverju hún sé svona hrifin af sauð- kindinni svarar hún: „Nú þær gefa besta kjötið,“ segir hún að bragði og hlær. En bætir svo við: „Ætli það hljóti ekki að vera vegna þess að ég er jú uppalin á sauðfjárbúi. Ég var mikið heima og þar leið mér vel.“ Óhapp og veikindi Tvisvar sinnum kveðst Hjördís hafa komist í hann krappann. „Í september 2008 lenti ég í alvar- legu bílslysi og þótti kraftaverk að ég skyldi komast lífs úr því. Klippa þurfti allan toppinn af bílnum og ég var dregin meðvitundarlaus út úr flakinu. Það var mér til happs að slökkviliðsmenn voru við æf- ingar þarna skammt frá þegar slys- ið varð og var því stutt í aðstoðina.“ Hún segist ekkert muna eftir slys- inu en hafi fengið að sjá skýrslur og myndir af vettvangi síðar. Þær hafi vægast sagt verið óhugnanlegar. „Ég höfuðkúpubrotnaði og tappa þurfti blóðvökva af höfði, auk þess sem ég brákaðist á nokkrum stöð- um. Ég fékk þó mestu sjáanlegu áverkana eftir bílbeltin, enda skil- uðu þau sínu verki fullkomlega og er ég þeim afar þakklát. Án bílbelt- is hefði ég líklega ekki staðið upp aftur.“ Hjördís lá einungis í fimm daga á spítala eftir slysið, en dvaldi svo hjá Úrsúlu systur sinni í hálft ár eftir það í góðu yfirlæti meðan hún var að jafna sig. Það var svo um sumarið 2011 að hún fékk blóðtappa. „Ég var búin að vera slæm í öðrum fætinum í ein- hvern tíma auk þess að verða mjög móð af minnsta tilefni. Ég hafði þó ekkert gert í að leita skýringa á þessu. Ég var svo stödd að Jöfra hjá Guðbjörgu bónda þar og við förum að skoða fótinn á mér og henni leist ekkert á litinn á honum. Guðbjörg gaf sig ekki fyrr en ég hafði feng- ist til að hringja í lækni.“ Læknir- inn bað Hjördís um að koma til að hann gæti kíkt á fótinn. „Þegar ég svo kom loksins til læknisins var ég strax send í allskonar myndatök- ur og ómskoðanir. Í ljós kom að ég var með lífshættulegan blóðtappa sem síðar sprakk í marga parta inn- an æðakerfis og var að valda ýmsum óþægindum. Þá var ég undir eftir- liti lækna í sex daga. Ég er þakk- lát Guðbjörgu og er handviss um að hún hafi þarna bjargað lífi mínu með því að þrýsta á að ég leitaði læknis. Það er gott að eiga góða að fyrst að maður er svona þrjóskur.“ Hjördís á lögheimili í Borgar- nesi. Ef gripið er til líkindamáls mætti segja að ef hún væri út- gerð, þá væri Borgarnes skráð sem heimahöfn, bíllinn væri skipið en bæirnir í næstu sveitum við Hrís- dal eru miðin. Þangað er sótt og þar liggja taugarnar. Hjördís seg- ist ekki vita hvar hún vilji verja ævi- kvöldinu, heldur leyfi sér að njóta hvers dags eins og hann kemur fyr- ir. Það er lífssýn sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. hs Í réttum. Við ritarastörf í fjárhúsunum. Starf ritarans skal síst vanmetið þegar ráðunautar vega og meta gripina og færa skal til bókar hverjir eru bestu kynbótagripirnir. Friðarganga á Þorláksmessu Árleg friðarganga Rauða krossins á Akranesi verður farin á Þorláksmessu, 23. desember og hefst við Stjórnsýsluhúsið (Stillholti 16 - 18) kl. 18. Við upphaf göngu dreifir Rauði krossinn kyndlum og síðan er gengið sem leið liggur niður Kirkjubraut og Skólabraut og endað í Rauða kross húsinu þar sem Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri flytur stutt erindi og boðið er upp á jólahressingu. Bæjarbúar og nágrannar eru hvattir til að slást í hóp göngufólks, njóta kyrrlátar stundar og sýna friðarvilja í verki. S K E S S U H O R N 2 0 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.