Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 96
96 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en það er nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Þar er auk þess að senda kveðju, sagðar helstu fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði til nokkurra valinkunnra kvenna af Vesturlandi og bað þær að senda lesendum Skessuhorns jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Það stefnir í hvít jól þetta árið. Hvít jörð dögum saman og komið sleðafæri í desember. Yndislegt. Einn desembermorgunn þegar við Snotra röltum í fjósið og pauf- uðumst yfir snjóskaflana í stjörnu- skini og logni þá staðnæmdumst við í andagt yfir allri þessari feg- urð og horfðum út í loftið eins og álfar. Frostið beit í kinnarnar, það marraði í snjónum og einstaka snjókorn sveif löturhægt til jarð- ar. Það rifjuðust upp fyrir mér jól bernskunnar, þegar alltaf var snjór. Snjókarlar og snjóhús í hverj- um garði, stutt að labba að næstu skíðabrekku og varla var komið í hús fyrr en skyggja tók og tásurn- ar voru orðnar ískaldar. Á aðvent- unni voru settar á fóninn til skiptis þessar þrjár jólaplötur sem voru til og aldrei skreytt fyrr en á Þorláks- messukvöld. Það sem einkenndi jól bernskunnar var einfaldleikinn og samvera fjölskyldunnar. Þá var ein útvarpsrás og ein sjónvarpsrás. Engar tölvur og ekki til farsím- ar. Það var verslað í heimabyggð, glaðst yfir því sem vel gekk og mikið lagt upp úr heimsóknum til vina og ættingja. Maður er manns gaman og góður matur verður enn betri í góðum félagsskap. Hér í Borgarfirðinum höfum við margt til að gleðjast yfir, við finn- um allar nauðsynjar í heimabyggð og nægt framboð er af fjölbreyttri afþreyingu allt árið. Þetta næst- um liðna ár hefur verið okkur gott í heildina, þó sumir séu enn að bíða eftir sumrinu. Sprettan hefði getað verið betri, sólardagar hefðu get- að verið fleiri en við fengum í stað- inn margra ára skammt af rigningu svo hvergi var skortur á vatni. Það gerði líka fossana mikilfenglegri og árnar vatnsmeiri. Lömbin hefðu getað verið vænni, en flokkuð- ust vel. Kýrnar mjólkuðu ljómandi vel, geitastofninn stækkaði og góð veiði var í ám og vötnum. Hæn- ur og endur létu veðurfarið ekki halda aftur af varpinu, en bygg- ræktin nýttist helst til að fóðra álft- ir og brugga bjór. Borgfirskir hestar og hestamenn á heimsmælikvarða kepptu innan svæðis og erlendis við góðan orðstír. Ný íbúðarhús voru reist á mettíma hér og þar, byggð voru fjárhús, fjós voru stækkuð og reiðhöll var tekin í notkun. Enn eru hús í byggingu eða rétt ókom- in af teikniborðinu. Hér er næg at- vinna og margir ferðamenn lögðu leið sína um fallega fjörðinn okkar í sumar og gera enn. Bora á göng í jökulinn, jarðvangur er í bígerð og hellar eru kannaðir sem aldrei fyrr. Handverk og heimaunnar afurðir leynast víða, verslun beint frá býli eykst og bændamarkaðir eru vin- sælir. Borgfirskir bændur og matur eru á besta tíma á sjónvarpsskjánum og þjóðin heillast af einfaldleikan- um þegar borgarbarnið heimsæk- ir hina ýmsu staði og tileinkar sér aldagamlar hefðir auk þess að bæta inn nýrri þekkingu. Borgarfjörðurinn er vinsæll þessi misserin. Við erum svo heppin að búa á þessum stað. Hér er fallegt í logninu og snjónum, hér er fallegt í rigningunni og hér er fallegt þegar sólin skín. Ágætu lesendur Skessuhorns! Gefið fés- bókinni frí um jólin, slökkvið á símanum og leikið ykkur úti í snjónum. Heimsækið ættingja og vini og njótið þess að vera til. Bestu óskir um gæfu og gleði á komandi ári. Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Geirshlíð, Flókadal. Góður vinur minn sagði mér eitt sinn frá frænda sínum sem væri í vanda. Hann langaði að mennta sig en til þess að af því gæti orðið vantaði hann ábyrgðarmenn fyrir bankaláni til að borga fyrir önnina þangað til hann fengi námslánin sín um áramót. Staða sem margir námsmenn þekkja eflaust. Ég hafði hitt þennan unga mann einu sinni eða tvisvar í svip og hann virkaði ekkert sérstaklega vel á mig, ör og dálítið týndur. Ekkert benti held- ur sérstaklega til þess að hann væri góður námsmaður en vinur minn hafði áhyggjur af frænda sínum og hvað um hann yrði ef hann kæmist ekki í námið. Þegar hann sagði mér að hans nánustu vildu ekki skrifa upp á lán- ið því þeir hefðu ekki trú á honum eða náminu, þá bankaði réttlætis- kenndin í hjartað og ég bauðst til að skrifa upp á lánið með vini mín- um. Ég ákvað strax að ég myndi aldrei ætla að sjá eftir því, þó ég fengi alla upphæðina í hausinn - sem reyndar var ekkert mjög há - mánaðarlaun eða svo. Ég hafði sjálf alist upp við að hafa allan þann stuðning og öll þau tækifæri sem byðust í hendi mér og fannst að þetta væri það minnsta sem ég gæti gert til að gefa þessum unga manni tækifæri, hvað svo sem yrði úr náminu hjá honum. Skemmst er frá að segja að aldrei brást að greiða af láninu, hann dúx- aði í náminu, er núna með glæsi- legt framhaldspróf í sínu fagi og virtur ráðgjafi og kennari. Ekki er að spyrja að því að foreldrarnir eru afar stoltir af drengnum sínum. Marga góða á ég að en fáa held ég eins og þennan fallega unga mann sem sendir mér þau inni- legustu jólakort sem hægt er að hugsa sér. Hann á það til að hringja á jólum í sama dúr og ekki er að spyrja að innileikanum og þakk- lætinu þegar við hittumst. Marg- falt hefur hann launað greiðann og ég veit að við erum tengd órjúfan- legum kærleiksböndum um alla ei- lífð. Ég velti því fyrir mér hvort hann hefði ef til vill ekki lagt svona hart að sér við námið ef foreldrar hans hefðu skrifað upp á lánið og hvort ef til vill það veitti honum aukinn kraft að ókunnug mann- eskja treysti honum og vildi gefa honum tækifæri. Ekkert mælti með því að skrifa upp á lánið – nema það að vinna á móti óréttlæti og gefa ungum manni tækifæri á mikilvægum tíma í hans lífi. Og þegar upp er staðið veitir þetta litla góðverk mér ein- hverja mestu hamingjuna í mínu lífi. Ég mæli með góðverkum, ég mæli með því að trúa á fólk og veita því tækifæri. Það veitir ham- ingju. Með ósk um hamingjuríkar há- tíðir, Guðrún Lára Pálmadóttir, Snæfellsbæ. Góðverk og hamingja Frá Snæfellsbæ. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Jólakveðja úr Borgarfirði Hraunfossar í Borgarfirði. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.