Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 www.skessuhorn.is Næsta blað SkeSSuhorN fer nú í jólafrí og kemur næsta tölublað út föstudaginn 3. janúar 2012. Starfsfólk verður við vinnu fimmtudaginn 27. desember, föstudaginn 27. desember, mánudaginn 30. desember og síðan frá og með 2. janúar. Síðasti skilafrestur auglýsinga er á hádegi fimmtudaginn 2. janúar. Bestu kveðjur Starfsfólk Skessuhorns Jólahátíð Kalmans í Bíóhöllini laugardaginn 28. desember kl. 17 Þór Breiðfjörð söngvari, Kór Kalmans og aðrir góðir gestir koma og spjalla um fortíðina, nútíðina og jafnvel framtíðina. Kynnir og spjallstjórnandi: Ingþór Bergmann Þórhallsson. Hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari. Stjórnandi: Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir kr. 2.500 Kalmansvinir kr. 2.000 Forsala í versluninni Bjargi Stillholti og í Vinaminni. Ekki er tekið við greiðslukortum. Einnig er hægt að panta miða með því að senda póst á kalmanlistafelag@gmail.com Tilvalin jólagjöf. Gefðu gjöf sem gleður! Eyþór Kristjánsson meistaralistakokkur verður með frosinn gjörning í vinnustofu minni á Þorláksmessu. Jólakveðja Jólatónleikar Uppsveitarinnar 28. desember 2013 Kæru sveitungar, sem fyrr býður Uppsveitin til jólatónleika í Reykholtskirkju. Í ár verða þeir 28. desember og hefjast kl 21. Líkt og fyrri ár verður enginn aðgangseyrir og tónleikarnir öllum opnir. Við hlökkum til að sjá ykkur! Síðasta föstudag var hin árlega kennarastofukeppni í Grunda- skóla á Akranesi. Var þetta í sjötta sinn sem keppnin er haldin. Keppt er um hverjir eigi skemmtilegast skreyttu kennarastofuna í skóla- num. Reyna starfseiningar innan skólans að skapa sem bestan jóla- anda á sínu heimasvæði. Skreyting- arnar voru hver annarri skemmti- legri og mikið fjör í skólanum. Fimm kennarastofur öttu kappi í ár og fóru nemendur skólans á milli deilda og skoðuðu sýningarnar. Að sögn starfsmanna skólans nýt- ur keppnin vaxandi vinsælda með hverju ári og alltaf fleiri sem koma og skoða en nú kíktu einnig fjöl- margir foreldrar og leikskólabörn í skólann og höfðu gaman af. Óháð dómnefnd var fengin til að velja sigurvegarana og að þessu sinni voru það þau Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri, Helga Gunnarsdótt- ir og Steinar Adolfsson sem skip- uðu dómnefndina. Úrslit í keppn- inni verða tilkynnt í árlegri jóla- hangikjötsveislu starfsmanna 20. desember næstkomandi. grþ Slökkvilið Grundarfjarðar með sitt árlega dagatal Liðsmenn Slökkviliðs Grundar- fjarðar hafa eins og á liðnum árum útbúið dagatal sem þeir selja til fjáröflunar. Dagatalið fyrir 2014 er nú komið úr prentun. Í vikunni ætla þeir að ganga í hús í Grund- arfirði og bjóða dagatalið til sölu. Verðið er 2.500 krónur eins og á síðasta ári. Þeir félagar hafa sjálfir að öllu leyti komið að gerð daga- talsins. Það er prýtt listrænum ljós- myndum af þeim sjálfum þar sem þeir hafa lítillega fækkað fötum fyrir gott málefni. Tekjum af sölu dagatalsins undanfarin ár hafa far- ið til að kaupa klippur sem notaðar eru til að losa fólk úr braki, fjárfesta í fjarskiptabúnaði, vatnsdælu fyrir björgunarsveitina Klakk og fleira. mþh Tómas Freyr Kristjánsson er fréttaritari og ljósmyndari Skessuhorns í Grundar- firði. Hann er einnig sjúkraflutningsmaður og faðir. Hér er hann með dóttur sína Ellen Alexöndru sem fæddist í júlí á þessu ári. Keppt um best skreyttu kennarastofuna í Grundaskóla Á yngstu deildinni var útbúin Regla heilagrar Regínu. Nunnurnar þar voru meðal annars með skriftastól þar sem myndaðist löng röð nemenda sem vildu skrifta. Í reglu heilagrar Regínu var búið að útbúa þessa flottu biblíuköku. Kennarastofan á efsta stigi var skreytt í „Machintosh Quality Street“ þema. Eins og sjá má klæddist starfsfólkið sem Machintosh konfektmolar. „Quality Street“ parið mátti finna á efsta stiginu. Miðstigið var skreytt sem heimili græna tröllkarlsins Shrek. Hér er Shrek sjálfur að gæða sér á rottukjöti og nemendur fylgjast með. Fiona, eiginkona Shrek, var að sjálfsögðu á svæðinu. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.