Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 93

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 93
93MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Pennagrein Tvö systkini hafa nú leiðst um lendur Borgarfjarðarhéraðs í hart- nær hálfa öld, en það eru Tón- listarfélagið og Tónlistarskól- inn, sem bæði bera nafn héraðs- ins með sóma. Það er gaman að minnast þess, að það var Æsku- lýðsnefnd Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, sem á sjöunda áratug liðinn- ar aldar hafði forgöngu um að hlúa að unga fólkinu í héraði og veita því aukna menntun og menningu m.a. á tónlistarsviðinu. Til að sinna því verkefni hvatti hún til stofnun- ar félags og stuttu síðar skóla, sem leidd voru fyrstu skrefin af þrem- ur burðarásum, sem oft hefur ver- ið minnst á í þessu samhengi, Frið- jóni Sveinbjörnssyni, Hirti Þórar- inssyni og Jakobi Jónssyni. Um það leyti hafði orðið nokkur umræða um skort á verðugum viðfangs- efnum fyrir unga fólkið í frístund- um þess og ljóst var að útbóta var þörf. Með stofnun Tónlistarfélags- ins og rétt seinna Tónlistarskólans var stigið mikið framfaraspor í þágu tónlistar- og menningarlífs í hér- aðinu. Tónistarfélagið hefur óslitið boðið félögum sínum og almenn- ingi til tónleika af ýmsum toga og Tónlistarskólinn á sama hátt boð- ið tónlistarnám af miklum metn- aði í öllum grunnskólum héraðs- ins og í húsnæði skólans í Borgar- nesi hin seinni ár. Það fyrirkomu- lag, sem strax varð í starfi skólans, að nemendum grunnskólanna væri boðið að stunda tónlistarnám sitt meðfram hefðbundnu námi í skól- anum og þyrftu ekki að sækja tón- listarnámið utan skólatímans, hefur ævinlega verið til farsældar í starf- inu og er eftirsótt af öðrum skóla- samfélögum í dag. Þá er að geta þess mikilvæga þáttar í starfi allra tónlistarskóla, að það beri ávöxt og færi nemendum aukinn þroska og menntun og hér- aðinu um leið menningu, sem teyg- ir rætur sínar í heimahagana, en það eru kennarar hans og starfsmenn. Skólinn hefur löngum verið skip- aður öndvegisfólki, sem haft hefur að leiðarljósi að koma öllum, sem námið sækja til nokkurs þroska. Þá hefur skólinn auðgað menningar- og mannlíf með nemendatónleik- um sínum og margs konar verkefn- um þar sem metnaður hefur ver- ið lagður í að færa íbúum héraðs- ins innsýn í tónlist af besta tagi. Ánægjulegt er að minnast þess að skólinn setti upp óperuna Sígauna- baróninn eftir Johan Strauss árið 2008, með fólki úr heimabyggð, sem tókst afburðavel og vakti verð- skuldaða athygli. Í lok nóvember sl. hóf Tónlist- arskólinn enn upp merki heims- bókmenntanna þegar hann bauð til tónleika í 200 ára minningu stórtónskáldanna Giuseppe Verdi og Richard Wagner í Reykholts- kirkju. Þar má segja að ekki hafi verið ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, en skólinn leiddi fram hvern listamanninn á fætur öðr- um, einstaklinga og hópa, sem allir hafa á einhvern hátt notið tilvistar Tónlistarskóla Borgarfjarðar, svo úr varð ógleymanleg kvöldstund. Það má segja að kennarar skólans hafi gegnt lykilhlutverki við flutn- ing tónlistar þessara miklu meist- ara, en þeir nutu þess einnig að geta valið flytjendur með sér, sem margir hverjir hafa stundað nám við skólann eða starfað að tónlist undir leiðsögn kennara hans. Þarna skiptust á hljóðfæraleikur og söng- ur með alls kyns útfærslum, sem fullyrða má að ekki er á færi ann- arra en þeirra, sem lagt hafa á sig töluvert nám og mikla ástundun. Þarna mátti sem sagt njóta þess mikla ræktunarstarfs, sem unn- ið hefur verið í Tónlistarskólanum okkar í þessa hálfu öld, sem bráðum verður fyllt. Það væri til að æra óstöðugan að telja þá upp, sem þarna stigu á stokk, en þeir eiga hver um sig sér- stakt hrós skilið fyrir fágaðan og gefandi en jafnframt þróttmikinn flutning. Við lok dagskrárinnar var gestum boðið að syngja með í Fangakór Verdi og spillti það ekki ánægjunni né heldur kaffið, sem boðið var til í safnaðarsal kirkjunn- ar. Ég leyfi mér að þakka sérstak- lega skólastjóra Tónlistarskólans, Theodóru Þorsteinsdóttur, fyrir mikinn metnað sem hún og starfs- fólk hennar sýndu með þessu fram- taki. Sú þökk berist að sjálfsögðu einnig til allra sem þarna lögðu lið. Öll sú vinna og viðleitni gerir sam- félagið okkar ríkara, bætir lífsgæði þegnanna og styrkir meginstoðirn- ar. Jónína Eiríksdóttir Tónlistarskóli Borgarfjarðar: Verdi-Wagner tónleikar í Reykholtskirkju 29. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.