Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 108
108 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
| www.flytjandi.is | sími 525 7700 |
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.ALLT AÐKG45
Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu.
Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og
hámarksþyngd 45 kg.
ALLT
AÐ
0,5 x
0,5 x
0,5 m
KG45
Síðastliðinn föstudag fór fram í Bú-
staðarkirkju brautskráning nem-
enda Lögregluskóla ríkisins. At-
höfnin var hin hátíðlegasta og fluttu
ávörp Arnar Guðmundsson, skóla-
stjóri Lögregluskóla ríkisins, Hanna
Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð-
herra, Jón H. B. Snorrason, aðstoð-
arlögreglustjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu og Hafsteinn
Viktorsson, sem talaði fyrir hönd
útskriftarhópsins. Þá söng Lög-
reglukór Reykjavíkur tvö lög við at-
höfnina. Brautskráðir voru 19 nem-
endur, þar af voru fimm konur eða
26,3% brautskráðra. Meðaleinkunn
allra útskriftarnemenda var 8,24,
sem er mjög góður árangur. Hæstu
meðaleinkunn á lokaprófum náðu
Davíð Finnbogason og Gunnar Þór
Þorsteinsson 8,97. Með aðra hæstu
einkunn var Árni Gunnar Ragn-
arsson 8,93. Fengu þeir allir viður-
kenningu frá skólanum fyrir góðan
námsárangur. Hanna Birna Krist-
jánsdóttir innanríkisráðherra af-
henti Davíð og Gunnari Þór að
auki sérstaka viðurkenningu. Við-
urkenningin er annars vegar far-
andbikar, sem gefinn var af dóms-
málaráðherra á sínum tíma og hins
vegar bókaverðlaun sem gefin eru
af Landssambandi lögreglumanna.
Lögreglufulltrúar sem starfa við
Lögregluskóla ríkisins völdu úr
hópi nemenda „Lögreglumann
skólans“ og varð Þórir Guðmunds-
son fyrir valinu. grþ
Ég rakst á grein sem
Gunnar Sigurðsson,
fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokks-
inns á Akranesi skrifaði fyrir tveim-
ur vikum. Hún heitir „Enn eitt skipu-
lagsslysið?“ Þar segir Gunnar: „Ef
það er eitthvað sem núverandi meiri-
hlutaflokkar í bæjarstjórn ættu að
fara sér hægt við eru það breyting-
ar á skipulagi. Það hefur sagan kennt
þeim.“ Það er svosem ekkert beinlín-
is rangt við þessa setningu. Allir ættu
að geta lært af fyrri skipulagsmistök-
um. Það sem er rangt er, að greina-
höfundur lætur að því liggja að núver-
andi meirihlutaflokkar þurfi sérstak-
lega að passa sig. Líklega vegna þess
að þeir hafi gert meiri mistök en aðrir.
Ég veit ekki hvort Gunnar er búinn að
gleyma því að þegar hann var í forystu
fyrri meirihluta. Ég nefni bara bygg-
ingu tónlistarskólans og bókasafnsins,
brúna í gamla vitann og nýtt hverfi
sem nú stendur tilbúið, en aðeins fá-
ein hús á stangli. Þetta, og margskon-
ar önnur mistök, urðu til þess að þeir
tvöfölduðu langtímaskuldir bæjar-
ins á einu kjörtímabili! Þetta er tal-
an á föstu verðlagi. Krónutalan fjór-
faldaðist *)
Skipulagsvinnan
Gunnar lætur að því liggja að það sé
eitthvað leyndarmál hver það er sem
hefur hug á starfsemi á þessum reit.
Það hefur aldrei verið neitt leynd-
armál. Það er Magnús Freyr Ólafs-
son. Hugmyndin er að hafa aðstöðu
til sjóstangveiði þarna. Þetta hefur
margoft komið fram á fundum skipu-
lagsnefndar þar sem sjálfstæðismenn
hafa fulltrúa. Magnús Freyr er einnig
fulltrúi í skipulagsnefnd. Hann hefur
alltaf vikið sæti þegar þetta mál hef-
ur verið til umræðu í nefndinni. Þess
hefur sérstaklega verið gætt, að sá sem
biður um þessa skipulagsbreytingu
fái ekkert forskot á aðra sem áhuga
kunna að hafa á að hefja starfsemi
þarna. Starfsemin verður auglýst í op-
inni auglýsingu. Það hefur ekki allt-
af verið gætt að þessu í skipulagsmál-
um. Sjálft skipulagsferlið hefur verið
samkvæmt settum reglum um auglýs-
ingar og kærufrest. Sjálfstæðismönn-
um hefur reyndar ekki fundist það, en
bæjarstjórn hefur fengið umsögn full-
trúa Skipulagsstofnunar, þar sem ekki
er gerð athugasemd við ferlið.
Kosningar í nánd
Kannski er ástæða greinar Gunnars
að nú eru sveitarstjórnarkosningar í
nánd.
Davíð Oddson sagði eitt sinn að
þegar hann væri í stjórnarandstöðu,
gerði hann öll mál tortryggileg, jafn-
vel þó hann væri sammála þeim **).
Ef Gunnar er að reyna þetta núna er
hann óheppinn, því að:
1: Vel var hugsað um að hagsmuna-
aðilar væru jafnvígir gagnvart stjórn-
valdinu.
2: Öllum skipulagsferlum var fylgt af
nákvæmni.
3: Í verkefninu felast atvinnumögu-
leikar í ferðaþjónustu og tengdum
greinum, sem er einmitt það sem
Akurnesingar vilja. Það kom glögg-
lega fram á fundi um atvinnumál sem
haldinn var í tónlistarskólanum hér
fyrir skömmu.
4: Húsin eru lágreist og falla vel inn í
umhverfið.
5: Það mun verða gerð krafa um að
það sé hægt að fjarlægja húsin með
lítilli fyrirhöfn, ef skipulagsyfirvöld-
um snýst hugur seinna.
Alvarlegasta
skipulagsslysið
Alvarlegasta skipulagsslysið sem við
þurfum að glíma við hér á Íslandi er
að eftir aldarfjórðungs vinnu fyrir
hagsmunaaðila og gegn almenningi,
er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá hluti
af íslenska flokkakerfinu.
Kveðja,
Reynir Eyvindsson
*) http://skessuhorn.is/skessuhorn/adsendar-
greinar/nr/97167/
**) „Í hlutverki leiðtogans“ Vaka-Helgafell
árið 2000.
Föstudaginn 13. desember sl. var
árlegt aðventukvöld Kolbeinsstaða
– og Fáskrúðarbakkasóknar haldið.
Kvöldið heppnaðist vel í alla staði
en þar var mikil söngveisla. Kirkju-
kórinn og Barnakór Laugargerð-
isskóla sungu nokkur lög, hjónin
Kristján og Dísa Magga á Snorra-
stöðum sungu dúett en Dísa Magga
söng einnig lag með Magnúsi syni
þeirra. Þá söng Sólveig Sigurðar-
dóttir, sem ættuð er frá Jörfa, einn-
ig tvö lög. Páll Ágúst Ólafsson, ný-
vígður sóknarprestur, talaði um
jólagjafir og ýmislegt annað sem
gott er að hafa í huga í aðdrag-
anda jólanna. Á eftir var sannkall-
að veislukaffi í umsjón kvenfélags-
ins Liljunnar í Eyja- og Miklaholts-
hreppi.
iss
Pennagrein
Skipulagsslys
Söngveisla á aðventukvöldi
Barnakór Laugargerðisskóla söng fyrir viðstadda.
Hjónin á Snorrastöðum tóku einnig
lagið á aðventukvöldinu.
Brautskráning frá Lögregluskóla ríkisins
Nýútskrifaðir lögreglumenn og –konur. Ljósmyndina tók Ómar Óskarsson, ljós-
myndari hjá Morgunblaðinu.