Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 108

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 108
108 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 | www.flytjandi.is | sími 525 7700 | OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750KR.ALLT AÐKG45 Viðtakandi fær tilkynningu þegar sækja má sendingu. Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. ALLT AÐ 0,5 x 0,5 x 0,5 m KG45 Síðastliðinn föstudag fór fram í Bú- staðarkirkju brautskráning nem- enda Lögregluskóla ríkisins. At- höfnin var hin hátíðlegasta og fluttu ávörp Arnar Guðmundsson, skóla- stjóri Lögregluskóla ríkisins, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra, Jón H. B. Snorrason, aðstoð- arlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Hafsteinn Viktorsson, sem talaði fyrir hönd útskriftarhópsins. Þá söng Lög- reglukór Reykjavíkur tvö lög við at- höfnina. Brautskráðir voru 19 nem- endur, þar af voru fimm konur eða 26,3% brautskráðra. Meðaleinkunn allra útskriftarnemenda var 8,24, sem er mjög góður árangur. Hæstu meðaleinkunn á lokaprófum náðu Davíð Finnbogason og Gunnar Þór Þorsteinsson 8,97. Með aðra hæstu einkunn var Árni Gunnar Ragn- arsson 8,93. Fengu þeir allir viður- kenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra af- henti Davíð og Gunnari Þór að auki sérstaka viðurkenningu. Við- urkenningin er annars vegar far- andbikar, sem gefinn var af dóms- málaráðherra á sínum tíma og hins vegar bókaverðlaun sem gefin eru af Landssambandi lögreglumanna. Lögreglufulltrúar sem starfa við Lögregluskóla ríkisins völdu úr hópi nemenda „Lögreglumann skólans“ og varð Þórir Guðmunds- son fyrir valinu. grþ Ég rakst á grein sem Gunnar Sigurðsson, fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- inns á Akranesi skrifaði fyrir tveim- ur vikum. Hún heitir „Enn eitt skipu- lagsslysið?“ Þar segir Gunnar: „Ef það er eitthvað sem núverandi meiri- hlutaflokkar í bæjarstjórn ættu að fara sér hægt við eru það breyting- ar á skipulagi. Það hefur sagan kennt þeim.“ Það er svosem ekkert beinlín- is rangt við þessa setningu. Allir ættu að geta lært af fyrri skipulagsmistök- um. Það sem er rangt er, að greina- höfundur lætur að því liggja að núver- andi meirihlutaflokkar þurfi sérstak- lega að passa sig. Líklega vegna þess að þeir hafi gert meiri mistök en aðrir. Ég veit ekki hvort Gunnar er búinn að gleyma því að þegar hann var í forystu fyrri meirihluta. Ég nefni bara bygg- ingu tónlistarskólans og bókasafnsins, brúna í gamla vitann og nýtt hverfi sem nú stendur tilbúið, en aðeins fá- ein hús á stangli. Þetta, og margskon- ar önnur mistök, urðu til þess að þeir tvöfölduðu langtímaskuldir bæjar- ins á einu kjörtímabili! Þetta er tal- an á föstu verðlagi. Krónutalan fjór- faldaðist *) Skipulagsvinnan Gunnar lætur að því liggja að það sé eitthvað leyndarmál hver það er sem hefur hug á starfsemi á þessum reit. Það hefur aldrei verið neitt leynd- armál. Það er Magnús Freyr Ólafs- son. Hugmyndin er að hafa aðstöðu til sjóstangveiði þarna. Þetta hefur margoft komið fram á fundum skipu- lagsnefndar þar sem sjálfstæðismenn hafa fulltrúa. Magnús Freyr er einnig fulltrúi í skipulagsnefnd. Hann hefur alltaf vikið sæti þegar þetta mál hef- ur verið til umræðu í nefndinni. Þess hefur sérstaklega verið gætt, að sá sem biður um þessa skipulagsbreytingu fái ekkert forskot á aðra sem áhuga kunna að hafa á að hefja starfsemi þarna. Starfsemin verður auglýst í op- inni auglýsingu. Það hefur ekki allt- af verið gætt að þessu í skipulagsmál- um. Sjálft skipulagsferlið hefur verið samkvæmt settum reglum um auglýs- ingar og kærufrest. Sjálfstæðismönn- um hefur reyndar ekki fundist það, en bæjarstjórn hefur fengið umsögn full- trúa Skipulagsstofnunar, þar sem ekki er gerð athugasemd við ferlið. Kosningar í nánd Kannski er ástæða greinar Gunnars að nú eru sveitarstjórnarkosningar í nánd. Davíð Oddson sagði eitt sinn að þegar hann væri í stjórnarandstöðu, gerði hann öll mál tortryggileg, jafn- vel þó hann væri sammála þeim **). Ef Gunnar er að reyna þetta núna er hann óheppinn, því að: 1: Vel var hugsað um að hagsmuna- aðilar væru jafnvígir gagnvart stjórn- valdinu. 2: Öllum skipulagsferlum var fylgt af nákvæmni. 3: Í verkefninu felast atvinnumögu- leikar í ferðaþjónustu og tengdum greinum, sem er einmitt það sem Akurnesingar vilja. Það kom glögg- lega fram á fundi um atvinnumál sem haldinn var í tónlistarskólanum hér fyrir skömmu. 4: Húsin eru lágreist og falla vel inn í umhverfið. 5: Það mun verða gerð krafa um að það sé hægt að fjarlægja húsin með lítilli fyrirhöfn, ef skipulagsyfirvöld- um snýst hugur seinna. Alvarlegasta skipulagsslysið Alvarlegasta skipulagsslysið sem við þurfum að glíma við hér á Íslandi er að eftir aldarfjórðungs vinnu fyrir hagsmunaaðila og gegn almenningi, er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá hluti af íslenska flokkakerfinu. Kveðja, Reynir Eyvindsson *) http://skessuhorn.is/skessuhorn/adsendar- greinar/nr/97167/ **) „Í hlutverki leiðtogans“ Vaka-Helgafell árið 2000. Föstudaginn 13. desember sl. var árlegt aðventukvöld Kolbeinsstaða – og Fáskrúðarbakkasóknar haldið. Kvöldið heppnaðist vel í alla staði en þar var mikil söngveisla. Kirkju- kórinn og Barnakór Laugargerð- isskóla sungu nokkur lög, hjónin Kristján og Dísa Magga á Snorra- stöðum sungu dúett en Dísa Magga söng einnig lag með Magnúsi syni þeirra. Þá söng Sólveig Sigurðar- dóttir, sem ættuð er frá Jörfa, einn- ig tvö lög. Páll Ágúst Ólafsson, ný- vígður sóknarprestur, talaði um jólagjafir og ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga í aðdrag- anda jólanna. Á eftir var sannkall- að veislukaffi í umsjón kvenfélags- ins Liljunnar í Eyja- og Miklaholts- hreppi. iss Pennagrein Skipulagsslys Söngveisla á aðventukvöldi Barnakór Laugargerðisskóla söng fyrir viðstadda. Hjónin á Snorrastöðum tóku einnig lagið á aðventukvöldinu. Brautskráning frá Lögregluskóla ríkisins Nýútskrifaðir lögreglumenn og –konur. Ljósmyndina tók Ómar Óskarsson, ljós- myndari hjá Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.