Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 64

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Í þrótta ann áll 2013 Glæsilegt íþróttafólk á Vesturlandi Senn er að baki enn eitt íþróttaárið. Ljóst er að íþróttamenn af Vesturlandi settu sinn svip á það eins og oft áður, enda margt glæsilegt íþróttafólk í landshlutanum. Snemma á árinu var kunngjört um val íþróttamanna ársins hjá félögum og sambönd- um. Inga Elín Cryer var valin íþróttamaður Akraness annað árið í röð. Um svipað leyti skipti Inga Elín um félag og keppir ekki lengur fyrir ÍA. Hún hefur náð góðum árangri með nýju félagi og m.a. unnið sér rétt til keppni á stórmótum. Bjarki Pét- ursson var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í þriðja skipti. Einnig var Bjarki valinn íþróttamaður Borgarbyggðar. Önnur í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar var Tinna Kristín Finnboga- dóttir skákkona. Tinna Kristín náði frábærum árangri á árinu, meðal annars með sveit Íslands á EM í Varsjá í Póllandi síð- asta haust. Hildur Sigurðardóttir körfuknattleikskona var valin íþróttamaður Snæfells og HSH. Hildur var fyrirliði kvennaliðs Snæfells sem stóð sig mjög vel á síðasta ári. Snæfellsliðin stóðu sig vel í körfuboltanum Lið Snæfells stóðu sig vel í körfuboltanum á síðasta keppnis- tímabili. Kvennaliðið hefur aðallega verið í sviðsljósinu þetta árið. Það varð í öðru sæti í deildarkeppninni en tapaði síðan fyrir KR í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Konurnar halda áfram sigurgöngu sinni það sem af er þessu keppnistímabili. Þær eru nú efstar í Dominos-deildinni og eitt liða frá Vestur- landi enn inni í Bikarkeppninni. Karlalið Snæfells féll út bæði í undanúrslitum Bikarkeppninnar og Íslandsmótsins. Í því síðarnefnda féllu Snæfellingar út fyrir Stjörnumönnum eft- ir mjög harða keppni í einvígi liðanna. Snæfellingum hefur ekki gengið vel það sem af er yfirstandandi tímabili. Eru þeir í 8. sæti deildarinnar. Ólíkt og árin á undan, hafa þeir ekki sýnt jafnmikinn styrk- eða stöðugleika og liðin sem eru í efstu sætunum. Skallagrímsmenn í Borgarnesi eru í basli og botn- baráttu í Dominos-deildinni. Þeir komust í 8-liða úrslit Ís- landsmótsins síðasta vor, en féllu þar út fyrir Grindvíkingum. Skagamenn rétt sluppu við fall úr 1. deild á síðasta tímabili en eru nú ágætlega staddir um miðja deildina. Mostri úr Stykk- ishólmi vann sér sæti í 1. deild síðasta vor, en tók ekki sæti í deildinni í haust. Karlarnir niður en konurnar upp Síðasta ár var allviðburðaríkt í knattspyrnunni á Vesturlandi. Tvö vestlenskt lið voru í fyrsta skipti í efstu deild hjá körlun- um, ÍA og Víkingur Ólafsvík. Hvorugt liðið átti sigurgöngu að fagna. Gekk Skagamönnum sýnu verr. Þeir skiptu um þjálfara áður en júnímánuður var á enda runninn, þegar Þor- valdur Örlygsson tók við þjálfun Skagaliðsins af Þórði Þórð- arsyni. Það breytti engu með það að Skagamenn urðu lang- neðstir í úrvaldsdeild og féllu niður í þá fyrstu. Það gerði hitt Vesturlandsliðið einnig. Víkingar féllu úr deildinni í næst síð- ustu umferð og verða því tvö karlalið af Vesturlandi í 1. deild- inni næsta sumar líkt og sumarið 2011. Skagakonur fóru aftur á móti upp um deild á árinu. Þær byrjuðu sumarið með sigri í c-deild Lengjubikarsins, deildarbikarkeppninni. ÍA varð síð- an í öðru sæti síns riðils í 1. deildinni á eftir Fylki. Eftir kross- spil var ljóst að bæði liðin færu upp í úrsvalsdeildina, en Fylkir varð deildarmeistari eftir sigur í úrslitaleik á Fylkisvelli í sept- ember. Víkingar Ólafsvík sendi lið til keppni í 1. deild kvenna síðasta sumar. Liðið vann fáa leiki og lenti neðarlega í riðl- inum. Karlaliðunum frá Vesturlandi gekk í heildina erfiðlega síðasta sumar. Grundfirðingar rétt sluppu við fall úr 3. deild. Káramenn frá Akranesi léku einnig í þeirri deild en féllu nið- ur í þá fjórðu. Skallagrímsmenn og Snæfell/Geisli áttu erfitt uppdráttar í sínum riðli í 4. deildinni. Víkingar innanhússmeistarar í knattspyrnu Víkingar Ólafsvík eru manna bestir í innanhússfótbolta í land- inu. Þeir byrjuðu árið með því að fagna Íslandsmeistaratitli í íþróttinni. Einn af átta riðlum Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu innanhúss fór síðan fram í Ólafsvík í ágúst. Þar varð Víkingur að sætta sig við að komast ekki áfram eftir viður- eignir við lið frá Grikklandi og Eistlandi. Mikil stemmning var í Ólafsvík meðan á mótinu stóð og húsfyllir í íþróttahús- inu. Kylfingar nálægt sínu besta Golfíþróttin nýtur stöðugt aukinna vinsælda. Vestlendingar eiga tvo afrekskylfinga í golfinu. Valdís Þóra Jónsdóttir í Leyni á Akranesi kom ekki heim frá námi í USA fyrr en skömmu fyr- ir Íslandsmótið í höggleik. Þar var hún hársbreidd frá því að landa sínum þriðja meistaratitli. Valdís var með góða stöðu fyrir síðustu holuna, en gerði þar mistök sem urðu til þess að hún endaði að lokum í 4. sæti í geysispennandi og skemmti- legri keppni. Í Eimskipsmótaröðinni stóð Valdís Þóra sig einnig vel. Sigraði m.a. á móti sem fram fór í Leirunni á Suð- urnesjum og setti vallarmet á Leirdalsvelli, velli Garðabæjar og Kópavogs. Einnig sigraði hún í sveitakeppninni í Stykkis- hólmi. Valdís Þóra hefur nú að undanförnu keppt á úrtöku- mótum fyrir evrópsku mótaröðina í golfi í Marokkó. Hún komst áfram á fyrra mótinu en staðan hjá henni var ekki nógu góð á seinna mótinu sem stóð ennþá yfir þegar gengið var frá annálnum í blaðið. Bjarki Pétursson kylfingur í Borgarnesi stóð sig einnig vel á árinu. Hann varð í heildina fjórði í Eimskipsmótaröðinni hjá körlunum. Bjarka fannst þó sigur Golfklúbbs Borgarness í 2. deild í Sveitakeppni GSÍ í ágúst standa upp úr frá liðnu sumri. „Keppnin fór fram í Vestmannaeyjum og var mjög eft- irminnileg. Það var frábær stemning í keppnissveitinni sem Finnur Jónsson stýrði og mikill hugur í mönnum. Við komust í úrslitaleikinn og lékum þar gegn sveit Golfklúbbsins Leynis frá Akranesi sem við unnum. Þetta var sætur sigur því Skaga- menn sigruðu okkur í riðlakeppninni. Golfklúbbur Borgar- ness leikur því í 1. deild meðal þeirra bestu að ári. Þetta er besti árangur klúbbsins í keppninni frá upphafi,“ sagði Bjarki í viðtali í aðventublaði Skessuhorns. Inga Elín Cryer íþróttamaður Akraness. Hildur Sigurðardóttir íþróttamaður Snæfells og HSH hefur farið fyrir sterku liði Snæfellskvenna á árinu. Víkingar sigruðu ÍA í báðum innbyrðisleikjum félaganna í Pepsídeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.