Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 99
99MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Kveðjur úr héraði
Enn ein jólahátíðin nálgast og þá
er oft gott að líta til baka. Desem-
bermánuður sem var svo lengi að
líða hér áður fyrr hefur bara ein-
hvern veginn liðið svo hratt eftir að
maður hætti að bíða eftir jólunum
sem barn. Ég minnist þess hve hátt
var upp í handfangið á útihurðinni
í Grænumýrartungu svo ég þurfti
að standa á tá til að opna. Löngu
seinna þegar bærinn var kominn í
eyði og ég var að skoða þessa hurð,
sá ég auðvitað að hurðarhúnninn
var ekkert hátt uppi, heldur í eðli-
legri hæð. Svona hlutir geta setið
nokkuð fastir í minningunni. Allt
sem var svo stórt og umfangsmik-
ið í barnsminningunni, er svo und-
ur smátt þegar að er gáð. Í hönd
fer hátíðin sem okkur var kennt að
fagna sem börn, full af gleði og eft-
irvæntingu. Í leiðinni sköpum við
nýjar minningar fyrir börnin okkar
og barnabörnin sem vonandi verða
þeim síðar mikils virði.
Það er rólegt andrúmsloft í Dala-
byggð og allt gengur sinn vana gang
eins og vera ber. Talsvert hefur ver-
ið lagt í viðhald á eignum sveitar-
félagsins og sést strax mikill mun-
ur þar á. Með góðra manna hjálp
hefur gamla sundlaugin við skól-
ann verið endurnýjuð og er það
vel. Nú fer skólasundið aftur fram
í Búðardal eins og forðum. Leik-
skólinn okkar nýi er þéttsetinn og
blómlegt starf fer fram í tónlistar-
skólanum. Í haust var farið af stað
með dreifnámsdeild frá Mennta-
skóla Borgarfjarðar og mun það
vafalaust breyta miklu þegar fram
líða stundir ef vel tekst til með
fjármögnun á þessu frábæra fram-
taki. Þetta er jú hreint byggða-
mál. Í sláturhúsinu hafa feðgar sett
upp rekstur um frystingu á eldis-
laxi og fleiru og hefur það gengið
vel. Glæsilegt hótel tók til starfa að
Vogi á Fellsströnd og nýir eigend-
ur komu að gistiheimilinu í Búðar-
dal, sem nú heitir Dalakot og hafa
talsverðar endurbætur verið gerð-
ar þar. Aukin umsvif eru í ferða-
þjónustu og framleiðslu Erpsstaða.
Eiríksstaðir og Leifsbúð voru rek-
in með hefðbundnum hætti og
fleira og fleira. Haldið var upp á 50
ára afmæli Lionsklúbbsins í byrj-
um desember með myndarbrag.
Öflugt starf ungmenna er að fara
í gang og tekin er stefna á stofn-
un félagsmiðstöðvar. Kveikt var á
jólatrénu, bærinn skreyttur og allt
að verða tilbúið. Þó manni finn-
ist þetta hafa verið rólegt ár, þá er
ekki nokkur leið að muna eftir öllu
og vafalaust gleymist eitthvað mik-
ilvægt í þessari upptalningu. Beðist
skal velvirðingar á því.
Margir hafa vafalaust átt erfitt ár
með fullt af áhyggjum, aðrir með
öðruvísi áhyggjum, en flest eig-
um við þó sameiginlegt að trúa því
að betri tímar séu framundan. Ég
er ein af þeim sem trúi því af því
ég kýs svo. Viljinn er allt sem þarf,
höfum við heyrt svo oft á ferðinni í
gegnum lífið og líklega er það satt.
- Ég vil.
Breytileg virðist mér jólanna
baga
boðskap í hátíðarkveðjuna rita.
Framtíð er gjöf, en fortíðin saga
fleira er ekki gefið að vita.
(G.J.)
Kæru Dalamenn og aðrir Vest-
lendingar!
Ég óska ykkur öllum gleðilegra
jóla, árs og friðar og vona að þið
upplifið öll fögnuð jólanna, hver
með sínu barnshjarta.
Guðrún Jóhannsdóttir, bóndi,
viðskiptafræðingur, fulltrúi í
sveitarstjórn Dalabyggðar og
ritari byggðaráðs.
,,This is the closest thing to Hea-
ven that I have come in a very long
time,“ eða ,,Þetta er það næsta
sem hefur minnt mig á himnaríki
í mjög langan tíma.“ Tilefni orða
þessa breska ferðamanns var æf-
ingarennsli Mótettukórsins í Hall-
grímskirkju einn laugardagsmorg-
uninn nú á aðventunni. Hóp-
ur ferðamanna var í kirkjunni og
sumir þeirra settust niður til að
njóta jólatónlistarinnar og það
gerði þessi breska kona svo sann-
arlega. Orð hennar yljuðu okkur
kórfélögunum mjög því ekkert er
betra en að geta gefið af því sem
maður kann og finna að það sem
við njótum að gera og gerum vel
snertir strengi í sálum þeirra sem
hlusta.
Orð ferðamannsins gerðu mig
einnig hugsi yfir mikilvægi þess
að bjóða upp á tónlist og menn-
ingu sem auðgað getur daglegt
líf fólks. Mikil umræða hefur ver-
ið síðustu vikur um niðurskurð til
Ríkisútvarpsins, uppsagnir á Rás 1
og hve mikilvægt er að miðla fjöl-
breyttu menningarefni til þjóðar-
innar og hve hættuleg þróun Rík-
isútvarpsins í átt að afþreyingar-
miðli sé. Þessu er ég alveg sam-
mála. Ég hef hvergi heyrt aðrar út-
varpsstöðvar flytja klassíska tón-
list, bókmenntaþætti, heimstón-
listarþætti, þætti um samfélagsmál
og annað sem Rás 1 hefur gert svo
vel. Ég hef heldur ekki heyrt aðrar
útvarpsstöðvar flytja nýja íslenska
tónlist af jafnmiklum áhuga og Rás
2 gerir með upptökum af tónleik-
um, tónleikahaldi, kynningu á nýj-
um böndum og slíku. Það er ein-
læg sannfæring mín að hljómsveit-
ir eins og Of Monsters and Men
og Ásgeir Trausti eiga vinsældir
sínar ekki síst að þakka þeim Óla
Palla og félögum á Rás 2.
En aftur að aðventunni og
jólahátíðinni. Framboð tónlistar á
aðventu er mjög mikið og ánægju-
legt að sjá að okkar litla þjóð skuli
geta boðið upp á svo fjölbreytt
úrval sem raun ber vitni. Í öll-
um sveitum, litlum eða stórum,
er tónlist iðkuð í stórum eða smá-
um stíl. Hér í Hvalfjarðarsveitinni
starfar kirkjukór sem samkvæmt
hefðinni heldur aðventusamkom-
ur í kirkjum sóknarinnar, barnakór
er starfandi í Heiðarskóla og ungt
fólk í sveitinni stundar tónlistar-
nám og iðkun af ástríðu og áhuga.
Kynslóðin sem við höfum alið af
okkur hefur fengið tækifæri til
að gera svo margt og kynnast svo
mörgu sem við hin eldri fengum
ekki. Það skilar sér í þessari fjöl-
breyttu flóru tónlistar og menn-
ingar sem boðið er upp á í samfé-
laginu í dag. Ungt fólk í Hvalfjarð-
arsveitinni hefur komið saman og
flutt tónlist við ýmis tækifæri að
undanförnu. Ég ætla ekki að aug-
lýsa það sérstaklega en merkilegt
er að hugsa til þess að í jafn litlu
sveitarfélagi skuli a.m.k tugur ung-
menna geta ýmist saman eða að
hluta komið fram og flutt allskon-
ar tónlist af öryggi og áhuga. Þess-
ir krakkar hafa gaman af því sem
þau gera og vilja leyfa fleirum að
njóta og skapa sér sín eigin tæki-
færi af dugnaði.
Að lokum vil ég óska öllum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju
ári og vona að sem flestir nýti sér
þau tækifæri til upplyftingar and-
ans sem bjóðast í daglegu amstri
allt árið um kring og ekki síst á að-
ventunni.
Guðfinna Indriðadóttir, Skipanesi.
Jólakveðja úr Dalabyggð
Frá Eiríksstöðum í Dölum. Styttan af Leifi Eiríkssyni eftir Nínu Sæmundsdóttur er í forgrunni. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Kveðja úr
Hvalfjarðarsveit
Horft yfir Miðsand og í átt að Þyrli í Hvalfirði. Ljósm. Friðþjófur Helgason.