Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 varð frásögnin um hana ein mest lesna frétt á vef Skessuhorns frá upphafi. Þess utan barst hróður Mollýjar til landsmiðl- anna. Þetta kom ekki á óvart þar sem geitin var orðin fræg í Hvalfirði fyrir að fara sínar eigin leiðir í lífinu. Frægð Moll- ýjar stóð því miður ekki lengi yfir því nokkrum dögum eft- ir að frægðarsól hennar reis í hádegisstað gaf hún upp önd- ina eftir snögg veikindi - heimilisfólki og aðdáendum til mik- illar óhamingju. Verksmiðja Norðursalts á Reykhólum Mikið var um dýrðir á Reykhólum í haust þegar ný verksmiðja Norðursalts var tekin í notkun við hátíðlega athöfn að við- stöddum Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Hjá Norð- ursalti er unnið náttúrulegt flögusalt úr sjónum við hafnar- garðinn sem verksmiðjuhúsið stendur á. Við vinnslu saltsins er beitt svipaðri aðferð og reynd var á Reykhólum fyrir nokkr- um öldum, með því að handvinna það af sölturum á stórum pönnum. Þá sem og nú var um íslensk/danska samvinnu að ræða, en eigendur Norðursalts eru þeir Garðar Stefánsson og Daninn Sören Rosenkilde. Þeir setja markið hátt og stefna á að framleiða hvorki meira né minna en besta flögusalt í heim- inum. „Þetta er handverk og við ætlum að framleiða virkilega góða og fallega afurð sem verður eftirsótt til matargerðar,“ sagði Garðar í samtali við Skessuhorn. Makrílveiðar þýðingarmiklar Línu- og handfæraveiðum á makríl lauk í septemberlok eft- ir að þær höfðu verið framlengdar í tvígang. Veiðar hófust 1. júlí. Til línu- og handfæraveiða var 3.200 tonnum úthlut- að í fyrstu sem skipt var niður á tvö tímabil. Þegar sá kvóti var uppurinn voru veiðarnar gerðar frjálsar fram til 20. september og loks aftur til mánaðamóta. Bátum fækkaði hins vegar áður en veiðitímabilinu lauk. Í heildina voru veiðarnar stundaðar á 98 bátum og komu þeir með 4.655 tonn af makríl að landi yfir sumarið. Stór hluti bátanna var gerður út frá Snæfells- nesi í sumar og eru 37 þeirra skráðir á Vesturlandi. Vinnslur á Snæfellsnesi og víðar voru margar hverjar opnar í allt sumar og er það m.a. makrílveiðunum að þakka. Þar hefur skólafólki og fleirum boðist vinna, en greinilegt er að veiðar og vinnsla á makríl er mikil búbót fyrir útveginn. Makríltorfurnar laða einnig til sín togara og voru aflaklær G.Run í Grundarfirði og HB Granda sem dæmi á makrílmið- um á árinu. Líkt og í smábátaveiðunum er umtalsverður bú- hnykkur fólginn í veiðunum fyrir útgerðirnar yfir sumarmán- uðina og hafa þær átt stóran þátt í því að hægt sé að halda tog- urunum í útgerð allt árið. Án þeirra þyrfti að gera hlé á útgerð margra togara síðustu mánuði kvótaársins. Ný Oddsstaðarétt Við upphaf réttarhalds í Oddsstaðarétt í Lundarreykjardal í haust var ný rétt tekin í notkun. Páll S. Brynjarsson sveitar- stjóri og Ragnar Olgeirsson fyrrverandi bóndi á Oddsstöð- um klipptu á borðann að viðstöddu fjölmenni sem söng sam- an nokkur lög eftir vígsluna áður en byrjað var að rétta. Nýja réttin leysir af hólmi eldri rétt sem þjónað hafði í um hálfa öld eða síðan 1955. Sú var orðinn ansi lúin og orðin það lek að á síðustu árum hafa bændur þurft að binda forystusauði sem ell- egar hefðu geta leitt fylgissauði sína milli dilka. Altjón á Akranesi Mikill eldur kom upp í húsnæði Trésmiðju Akraness að Smiðjuvöllum 3a miðvikudagskvöldið 18. september. Tölu- verður eldsmatur var í smiðjunni; lakk og timbur, sem magn- aði eldinn mjög. Smiðjan varð brátt alelda en eldveggur kom þó í veg fyrir að eldur bærist í aðliggjandi rými í húsinu þar sem m.a. Vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar er til húsa. Að endingu var þak hússins tekið að falla og því voru vinnuvél- ar fengnar til að fella húsið og auðvelda þannig slökkvistörf. Slökkvilið lauk síðan störfum sínum um klukkan tvö eftir miðnætti og var þá trésmiðjan nánast horfin af yfirborði jarð- ar. Enginn slys urðu á fólki. Hreinsun fór síðan fram dag- inn eftir. Vistun í Holti og Gufuskálum lokað Þjónusta við fatlaða einstaklinga á Vesturlandi skertist veru- lega á árinu þegar skammtímavistun sem starfrækt hefur ver- ið til fjölda ára í Holti í Borgarfirði og á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi var lokað. Fimmtán einstaklingar hafa notið skamm- tímavistunar í Holti að vetrinum og tíu á Gufuskálum, en hver einstaklingur hefur dvalið þar eina helgi í mánuði. Foreldr- ar þeirra fötluðu barna og unglinga sem notið hafa þjónust- unnar sem og stjórn Þorskahjálpar á Vesturlandi telja að með þessu sé verið að kippa burtu mikilvægum stað sem rofið hef- ur félagslega einangrun notenda og er því eftirsjáin af vistun- inni umtalsverð. Ástæðan fyrir lokuninni eru skert fjárframlög til málefna fatlaðra á Vesturlandi. Færri skemmtiferðaskip Komum skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar fækkaði á árinu. Einungis lögðust sex skip við bryggju þrátt fyrir að tíu hafi boðað komu sína. Þetta er umtalsverð fækkun frá fyrra sumri þegar þrisvar sinnum fleiri skip komu til Grundarfjarð- ar eða átján. Grundarfjörður þykir liggja of nálægt Reykja- vík, aðstaða á Snæfellsnesi er ekki nógu góð með tilliti til sal- ernisaðstöðu á fjölförnum ferðamannastöðum og þá breytti veðrátta áætlunum nokkurra skipa. Níu skip hafa þó boðað komu sína til Grundarfjarðar næsta sumar. Sum munu koma oftar en einu sinni á borð við skipið Ms. Fram sem mun koma fimm sinnum. Hugmyndum um Akraborg hafnað Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í lok september að óska eftir sameiningaviðræðum við þrjú nágrannasveitarfélög sín; Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshrepp. Í greinargerð með samþykktinni sagði m.a. að aukið samstarf eða sameining fyrrnefndra sveitarfélaga væri forsenda bættrar þjónustu við íbúa þeirra og tryggði um leið samkeppnishæfni þeirra. „Í því ljósi er tillaga þessi nú flutt,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Skemmst er frá því að segja að ósk Skagamanna um sameiningarviðræður var hafnað hjá sveitarfélögunum þremur, þótt vilji hafi kom- ið fram um að eiga samstarf um ýmis verkefni áfram í fram- tíðinni. Hluti Vesturlands ljósleiðaravæddur Stór skref voru stigin á árinu inn í framtíðina í fjarskiptamál- um á Vesturlandi. Ljósleiðaravæðing Hvalfjarðarsveitar hófst í októberlok. Verklok eru áætluð 15. júní á næsta ári. Allir bæir, þar sem föst búseta er, verða tengdir með ljósleiðara og kostar verkið 272 milljónir króna sem sveitarfélagið greiðir. Einnig náðist góður árangur á árinu í undirbúningi ljósleið- aravæðingar sveitanna á sunnanverðu Snæfellsnesi, frá Hít- ará að Hellnum. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti fyrir sitt leyti að ráðast í útboð á verkefninu á grunni skýrslu SSV um málið og sýnt er að Borgarbyggð og Eyja- og Miklaholts- hreppur gefi framgangi þess grænt ljós. Mikið er í húfi því ljósleiðaravæðingin er mikilvægt málefni fyrir íbúa landshlut- ans, ekki síst til að efla búsetuskilyrði. Páll Ágúst nýr prestur á Staðarstað Sóknarbörn á sunnanverðu Snæfellsnesi kusu Pál Ágúst Ólafs- son sem nýjan sóknarprest í Staðarstaðarprestakalli í byrjun nóvember. Hann leysir af hólmi sr. Guðjón Skarphéðinsson sem þjónað hafði á Staðarstað síðan 1996, en hann fór á eftir- laun á árinu. Til stóð í upphafi að sérstök valnefnd myndi velja eftirmann Guðjóns en þar sem yfir þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna óskaði eftir að almenn prestskosning færi fram upp á gamla mátann var orðið við því. Átta prestsefni gáfu kost á sér og hlaut Páll Ágúst 30,54% atkvæða. Hann var loks vígður í embættið af biskupi sunnudaginn 8. desember sl. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.