Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 83
83MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Akranesi
Gleðilega hátíð
Í vetur hafa börnin á Miðteigi á
leikskólanum Teigaseli á Akra-
nesi unnið skemmtilegt verkefni.
Leikskólakennari þeirra, Vigdís
Elfa Jónsdóttir, fór á svokallað „E
– Twinning“ námskeið í haust og
setti sig í samband við nokkra leik-
skóla í Evrópu. E – Twinning legg-
ur áherslu á rafrænt skólasamfélag
í Evrópu. Meginmarkmið verk-
efnisins eru að styrkja tengsl milli
skóla, kennara og nemenda. Einn-
ig eykur verkefnið vægi upplýs-
ingatækni í kennslu, virkjar nem-
endur og gefur þeim tækifæri til
að vinna með jafnöldrum sín-
um í Evrópu ásamt því að efla vit-
und um Evrópu og skilning milli
menningarheima.
Börnin á Miðteigi föndruðu
rúmlega fimmtíu jólakort og sendu
af stað til Evrópu. Löndin sem eru
með þeim í verkefninu eru víðsveg-
ar um álfuna en þau eru Rúmenía,
Spánn, Lettland, Pólland, Noreg-
ur, Litháen og Bretland. Í ljósi þess
hve mörg jólakort þau hafa feng-
ið til baka frá vinum sínum ákváðu
þau að setja upp jólakortasýningu
í salnum á Teigaseli. Þar er einn-
ig hægt að skoða myndir frá leik-
skólunum.
grþ
Fá fjölda jólakorta frá Evrópu
Krakkarnir eru ánægðir með sýninguna sína. Á myndinni eru: Helena Ósk, Dagný Bára, Yrsa, Jasmín Rán, Viktor, Jökull,
Tómas Pálmi og Stefán Noel.
Spenna fylgir því að opna umslögin sem berast að utan. Hér eru Eva Júlíana,
Ingimundur Freyr og Guðbjörg Sóley að opna jólakort.
Eins og sjá má hefur börnunum borist fjöldinn allur af jólakortum víðsvegar frá
Evrópu.