Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 103

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 103
103MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 gengum í hjónaband 1991 og ári seinna útskrifaðist ég úr Háskól- anum. Við tókum þá ákvörðun að flytja til Texas í Bandaríkjunum. Þar hóf ég doktorsnám við Univer- sity of North Texas. Leiðbeinandi minn í því hafði stundað áhuga- verðar rannsóknir og því varð þessi skóli fyrir valinu.“ Fátækt og basl í Texas Erling segir að upphaf dvalarinnar í Texas hafi verið mjög erfitt. Það reyndi mjög á að standa í flutn- ingum um svo langan veg, frá Ís- landi til Texas. Það bætti síðan ekki úr skák þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna breytti óvænt úthlut- unarreglum sínum 1992 rétt eftir litla fjölskyldan var byrjuð að koma sér fyrir. „Við fengum ekki þá peninga sem við höfðum reiknað með og lifðum í algerri fátækt. Ég var lasinn á sama tíma og átti erfitt með nám. Ekki bætti svo úr skák að við vorum vita- skuld í órafjarlægð frá fjölskyldu og vinum. Fyrsta önnin fór því nokk- uð illa. Sem betur fer þá kynntumst við þó góðu fólki í gegnum kirkju sem við heimsóttum af og til. Þetta gerði gæfumuninn. Þau gáfu okkur mat og húsgögn, auk þess sem þau hvöttu okkur og hughreystu. Nám- ið tók svo við sér á annarri önn- inni. Hins vegar varð ég fyrir von- brigðum með val mitt á skóla og leiðbeinandinn stóðst ekki vænt- ingar. Á endanum varð ég þung- lyndur af þessu öllu saman og hætti námi fyrr en til stóð. Þetta var erfið reynsla en hún kenndi mér margt. Ekki síst það að hafa meiri skilning og samkennd með fólki sem glím- ir við andlega vanlíðan. Í þunglyndi mínu fékk ég endurnýjaðan áhuga á búddisma og ég byrjaði að stunda hugleiðslu á nýjan leik. Hugleiðsl- an reyndist mér mjög vel. Ég hugsa reyndar til þess með ánægju í dag að á undanförnum árum hafa marg- ar hugmyndir og iðkanir úr búdd- isma verið innleiddar í sálrænar meðferðir með góðum árangri. Það passar mjög vel við mína persónu- legu reynslu.“ Dýrmæt reynsla við sálgæslu Þunglyndið var Erling fjötur um fót. Með því öðlaðist hann þó einn- ig dýrmæta reynslu. „Mitt eigið þunglyndi kenndi mér margt. Það varð til að mynda til þess að ég fór í nám í sálfræði- meðferð (Counseling Education). Ég útskrifaðist svo frá þessum sama háskóla með meistaragráðu í henni árið 2005. Þar með fékk ég rétt- indi og starfsleyfi til að taka á móti fólki í viðtalsmeðferðir, hvort held- ur er einstaklinga, pör eða hópa. Ég vann svo um skeið eftir útskrift- ina við andlega heilsugæslu á veg- um sýslustjórnarinnar í Fort Worth þar sem við bjuggum. Síðan vann ég hjá sýslufangelsinu þar. Hlut- verk mitt að meta andlegt ástand nýrra fanga, til dæmis sjálfsvígs- hættu og hvort þeir þyrftu á því að halda að hitta geðlækni. Ég var líka ráðgjafi fyrir lögregluna þeg- ar þeir þurftu að eiga samskipti við fólk með alvarleg geðræn vanda- mál. Þetta var fyrirbyggjandi vinna sem miðaði að því að grípa inn og koma í veg fyrir að hlutir færu úr böndunum. Síðan var ég með fjöl- skyldumeðferðir í tilfellum þar sem unglingar sýndu alvarlega atferlis- bresti sem gat komið fram í lyfja- misnotkun, skrópi úr skóla, ofbeld- ishneigð og þess háttar. Svo vann ég líka með stofnun sem hjálpaði börnum undir þriggja ára aldri. Þar vann ég í teymi með talmeinafræð- ingum, sjúkraþjálfurum, og öð rum sérhæfðum aðilum. Vinna með svo litlum börnum kallaði að sjálfsögðu alltaf á þátttöku foreldra eða for- ráðamanna. Sum börnin glímdu við meðfædd vandamál, skynjun- arörðugleika, sýndu byrjunarein- kenni einhverfu eða sváfu óreglu- lega. Börn með seinkun í talþroska eiga stundum mjög erfitt og geta orðið mjög óeirðasöm þegar aðrir skilja ekki hvað þau vilja. Stundum þróast þetta yfir í að þau nota frekju og læti til að fá sínu framgengt. Í þeim fjölskyldum vann ég svo að því að breyta samskiptum foreldra og barns svo þau yrðu jákvæðari, t.d. með því að hvetja börnin til að nota táknmál eða með því að kenna þeim að benda á myndir af því sem þau vilja. Ég vann líka með börn- um sem höfðu orðið fyrir einhvers- konar misnotkun eða vanrækslu, og voru í sumum tilfellum hjá fóst- urforeldrum. Þessi börn eiga oft í erfiðleikum með að treysta öðrum og því reynir mikið á þolinmæði aðstandenda. Stór hluti þessarar vinnu var því að hjálpa foreldrum að vinna í gegnum foreldrastreitu og að dýpka skilning þeirra á hegð- un barnsins svo þau gætu náð betri árangri sem foreldrar. Þáttaskil í lífinu Það var í nógu að snúast. Þórhild- ur eiginkona Erlings var menntuð ljósmóðir á Íslandi þegar þau fluttu út. Hún hóf svo störf sem hjúkrun- arfræðingur í Texas tveimur árum eftir að þau komu þangað. Síðar starfaði hún sem ljósmóðir þar og vinnur enn við það. Erling og Þór- hildur höfðu eignast eina dóttur og einn son. Sjálfur átti Erling svo son heima á Íslandi sem fæddist 1986. Árið 2010 var komið að tímamót- um í lífi Erlings og fjölskyldu hans. „Þetta ár skildum við Þórhildur. Tveimur árum síðar seldi ég húsið mitt og fór á það heimshorna flakk sem ég er á í dag. Það átti sinn að- draganda. Skilnaðurinn var að sjálf- sögðu ekki skemmtilegur. Ég varð einhvern veginn að fóta mig á ný. Fyrst eftir hann setti ég á stofn einkarekstur en komst svo að því að ég gæti ekki hugsað mér að eiga lengur heima í Fort Worth-borg þar sem við höfðum búið saman í 14 ár. Ég hafði oft hugsað með mér þegar börnin okkar voru yngri að það gæti verið gaman að flytja eitt- hvert annað. Þessi hugsun að skipta um umhverfi varð stöðugt áleitn- ari.“ Erling segir að hann hafi ver- ið undir miklu álagi vorið 2012. Líf hans varð að breytast en til að svo mætti verða stóð hann frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. „Eini raunverulegi stuðningurinn sem ég fann var í hugleiðslunni. Einn daginn fann ég svo skýrt að þetta myndi allt bjargast og verða gott jafnvel þó ég tæki nýja stefnu í líf- inu. Það gekk svo eftir alveg eins og í sögu. Ég lýsti eftir vinnu á fés- bókinni. Þar óskaði ég eftir því að geta ferðast um heiminn og unnið sem ráðgjafi í sálfræðimeðferðum. Ég fékk strax svar þar sem ég var hvattur til að sækja um starf sem var laust. Ég gerði það. Eftir tvo mán- uði var ég kominn til Ítalíu. Ég setti húsið mitt í Texas á sölu og fékk til- boð í það eftir aðeins eina viku. Það var ótrúlegt því fasteignamarkað- urinn í Texas var í mikilli deyfð á þessum tíma.“ Nýtt starf og ferðalög heimshorna á milli Hvaða starf var þetta sem Erling fékk? „Það er hjá fyrirtæki sem sendir sálfræðiráðgjafa til banda- rískra herstöðva. Við störfum sam- kvæmt áætlun verkefnis sem hófst 2004 þegar styrjaldirnar í Írak og Afganistan stóðu hvað hæst. Það sem við gerum er hugsað sem við- bót við þá þjónustu sem áður var í boði fyrir hermenn og fjölskyld- ur þeirra. Þjónustan er nú víðtæk- ari en áður og nær meðal annars inn í þá skóla sem eru reknir fyr- ir ungmenni á herstöðvunum. Mín reynsla af störfum með börn og unglinga hentar mjög vel í þessu.“ Erling segir að starfið sé mjög fjölbreytt, spennandi og áhugavert. Hann fær að sjá heiminn alveg eins og hann óskaði sér. „Fyrsta verkefnið var að fara í sex vikur til Ítalíu. Þá gafst mér kostur á að ferðast mikið svo sem til Slóveníu, Austurríkis, Króatíu og um norð- urhluta Ítalíu t.d. til Feneyja. Þeg- ar störfum mínum lauk í Ítalíu var ég sendur til Iwakuni í Japan. Þar heimsótti ég Hiroshima-borg. Það var mjög eftirminnilegt og áhrifa- ríkt að sjá þar afleiðingar atóm- sprengjunnar sem var varpað á borgina árið 1945. Núna er ég svo staddur í Misawa í Norður-Japan. Nýlega ók ég til Hokkaido-eyjar sem er næst stærsta eyjan í Japan- eyjaklasanum og sú nyrsta af stóru eyjunum. Þar skoðaði ég meðal annars Hakodate-borg. Hún var meðal fyrstu borga í Japan sem opnuðu fyrir viðskipti við útlönd. Síðan ók ég til Sapporo-borgar þar sem vetrarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1972. Á þessu ári hef ég líka ferðast til Tælands og Kína. Í Tælandi stundaði ég tveggja vikna hugleiðslu með góðum hópi og kennara.“ Ætlar heim til Íslands í sumar Erling segir að hann verði við störf í Japan fram í júní næsta sumar þegar skólinn fari í sumarleyfi. „Reyndar ætla ég nú um jólin til Dallas í Texas þar sem tvö yngri börnin mín búa. Þegar störfum mínum lýkur hér fyrir bandaríska flugherinn við Misawa-herstöð- ina fer ég svo aftur til Bandaríkj- anna til að hlaða batteríin. Ég hef haft það fyrir reglu síðustu fjögur ár að fara minnst einu sinni á ári á þriggja vikna hugleiðslunámskeið í fjöllum Virginíu. Þau eru leidd af kennara sem heitir Tenzin Wan- gyal Rinpoche. Hann hefur skrif- að nokkrar bækur og ferðast mik- ið um heiminn. Ég hef fylgt hon- um síðan 2005. Hann kennir hug- leiðslu og aðrar iðkanir samkvæmt svokallaðri Bön búddista-hefð. Það er sú hefð sem var í Tíbet áður en það sem í dag kallast hefðbundinn búddismi barst þangað frá Indlandi á áttundu öld. Það er mjög góð hvíld fólgin í því að fara þarna upp í fjöllin og stunda öndunaræfing- ar, jóga og hugleiðslu. Þegar þessu lýkur hjá mér í sumar þá ætla ég svo heim til Íslands í nokkrar vik- ur. Ég á fjölmörg skyldmenni, ekki síst á Vesturlandi og Norðurlandi. Það stendur til að halda ættarmót. Ég hlakka mjög til þess,“ segir Er- ling Antonsson. mþh Erling Antonsson í keilu með vinum sínum í Iwakuni í Japan á síðasta ári. Ragnheiður Kl. Björnsdóttir á Bakka. Hún lést árið 1996, 92 ára gömul. Erling við það sem sennilega var fyrsti útimarkaður á Vesturlandi, grænmetis- og ávaxtamarkaðurinn á Akratorgi sem hann rak sumrin 1984 og 1985. Erling ásamt fyrrum eiginkonu sinni og börnum þeirra. Næst er Sólrún Erlings- dóttir, þá Þórhildur Ágústsdóttir, Ágúst Þór Erlingsson og Erling Antonsson. Myndin er tekin í ferð til Washington DC 2009. Geshe Chapur er einn kennara Erlings í búddisma. Hér eru þeir í Houston-borg í Texas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.