Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Á fundi um heitavatnsmál í Tón-
bergi á Akranesi sl. fimmtudags-
kvöld kom fram að stjórn Orku-
veitu Reykjavíkur hafi ákveðið að
byggður verði nýr 6000 rúmmetra
miðlunartankur við bæinn á næsta
ári. Tilkoma hans eigi að tryggja
afhendingaröryggi á heitu vatni til
bæjarbúa, þótt upp komi tvær eða
jafnvel þrjár bilanir á aðveituæðinni
á sama sólarhringnum. Nýi tankur-
inn verður þrefalt stærri en sá sem
fyrir er og stefnt að útboði á vor-
mánuðum og byggingu hans verði
lokið í nóvembermánuði. Álitleg
staðsetning hans, að sögn Bjarna
Bjarnasonar forstjóra OR, er sunn-
an núverandi tanks í landi Akranes-
kaupstaðar. Vegna ástands vatns-
mála á Akranesi var ákveðið að
færa byggingu hans framar í fram-
kvæmdaáætlun OR, en bygging
hans var áður á áætlun 2017. Jafn-
framt var á fundinum kynnt áætlun
um endurnýjun stofnæðarinnar frá
Deildartunguhver, en rúma fimm
milljarða mun kosta að endurnýja
lögnina alla. Þeirri framkvæmd
á samkvæmt áætluninni að ljúka
2026. Gert er ráð fyrir að endurnýj-
að verði lögn við Skorholt, þar sem
bilanir hafa verið tíðar að undan-
förnu, árið 2015. Til þeirrar fram-
kvæmdar verði varið um 300 millj-
ónum króna. Á átta ára tímabili frá
2019 til 2026 verði árlega varið 500
milljónum til endurnýjunar lagnar-
innar.
Nýir virkjunarstaðir
dýrir og flóknir
Bjarni Bjarnason forstjóri OR sagði
á fundinum að kappkostað yrði að
tryggja afhendingaröryggi heits
vatns á Akranesi. Bygging nýja
miðlunartanksins ætti að gera það.
Ástandið í dag væri óviðunandi,
bæði fyrir íbúana og starfsmenn
OR sem ynnu að viðgerðum oft
við hættuleg skilyrði í mikilli tíma-
pressu. Bjarni sagði að fjármagn
væri takmarkað til framkvæmda hjá
Orkuveitunni, en þótt gnægð fjár
væri fyrir hendi yrði ekki á nokkr-
um árum hægt að ljúka endurnýjun
aðalæðarinnar frá Deildartungu-
hver. Þar á eftir að endurnýja 43
km í asbesti, búið að koma 17 km
í stálrör. Bjarni var spurður hvern-
ig staðan væri í frekari vatnsöflun í
nágrenni Akraness. Hann sagði að
leitað hafi verið að heitu vatni víða,
en nærtækast væri þó svæðið við
Leirá í Leirársveit og að nýta varma
sem til félli frá Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga. Bjarni
sagði nýtingu þeirra kosta bæði
dýra og flókna og ekki á dagskrá
á næstunni. Vissulega yrði haldið
áfram að nýta möguleika til frekari
vatnsöflunar og vera tilbúinn þeg-
ar tryggja þyrfti vatn vegna fjölgun-
ar notenda. Viðbót væri ekki brýn
á þessu stigi vegna krítískts ástands
á Akranesi, þar sem nýr miðlunar-
tankur ætti að leysa það mál.
Fundurinn var alllíflegur, mæt-
ing þokkaleg og mikið um fyrir-
spurnir. Þar kom m.a. fram í yfirliti
að bilanir á aðallögninni hafi ver-
ið að jafnaði 25 á ári í 32ja ára sögu
veitunnar. Ekki er mikill munur á
bilanatíðni milli ára. Bilanir síð-
ustu ára hafi ekki aukist en verið í
sumum tilfellum alvarlegri en áður,
svo sem í frostakaflanum á dögun-
um þegar tvær bilanir urðu sama
daginn. Gissur Ágústsson svæð-
isstjóri OR á Vesturlandi sagði að
það hafi ekki gerst að þrjár bilanir
kæmu upp á sama sólarhringnum.
Aðspurður sagði hann að tekist hafi
að halda í horfinu með því að end-
urnýja lagnir þar sem bilanir hafi
verið tíðastar og lögnin lélegust.
Gissur sagði að lögnin stæði sig vel
á þurrum köflum svo sem á Hafn-
armelum. Eins og áður segir verður
næst ráðist í endurnýjun lagnar við
Skorholt árið 2015.
þá
Samið hefur verið um að fela Rauða
krossinum samhæfingu áfalla-
hjálpar í skipulagi almannavarna
á Íslandi. Auk ríkislögreglustjóra
standa að samkomulaginu Bisk-
upsstofa, Landlæknir, Landspítal-
inn og Samband íslenskra sveitar-
félaga. Samkomulagið felur í sér að
Rauði krossinn hefur umsjón með
áfallahjálp í skipulagi almannavarna
í umboði samstarfsaðila og sam-
kvæmt samkomulagi við ríkislög-
reglustjóra um hjálparlið almanna-
varna frá 2012, sem jafnramt er
staðfest af innanríkisráðherra.
Þeir megin verkættir sem Rauði
krossinn mun sinna eru: a) Við-
búnaður, þjálfun, æfingar og upp-
bygging viðbragðsaðila (sérhæfðra
áfallateyma og sjálfboðaliða) í sam-
ræmi við gátlista og annað verklag
sem unnið er af samráðshópi áfalla-
hjálpar á landsvísu. b) Fyrstu við-
brögð í almannavarnaaðgerðum,
svo sem með einstaklingsviðtölum,
fræðsluefni, íbúafundum og frétta-
tilkynningum. c) Samhæfing að-
gerða og upplýsingamiðlun í gegn-
um samráðshópa áfallahjálpar og d)
útgáfa fræðsluefnis fyrir viðbragðs-
aðila um viðurkennt verklag og
upplýsingaefni fyrir almenning og
sérstaka markhópa. Samráðshóp-
ur áfallahjálpar á landsvísu starfar
í samvinnu við samráðshópa áfalla-
hjálpar í lögregluumdæmum lands-
ins.
mm
Félagsundur Sjálfstæðisfélaganna
í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu sem
haldinn var í Borgarnesi 12. des-
ember síðastliðinn samþykkti álykt-
un þar sem mótmælt er harðlega
þeim áformum flokksfélaga þeirra,
Illuga Gunnarssonar mennta- og
menningarmálaráðherra, að leggja
niður Landbúnaðarháskóla Íslands
að Hvanneyri. „Nýlegar skýrslur
sýna að hvorki eru fagleg eða fjár-
hagsleg rök fyrir sameiningu Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri við
Háskóla Íslands. Þvert á móti er
fagleg staða Landbúnaðarháskóla
Íslands góð,“ segir í ályktun sjálf-
stæðismanna í Borgarbyggð.
Þá segir í ályktun félaganna: „Í
haust var birt niðurstaða gæðaút-
tektar á starfi Landbúnaðarháskóla
Íslands. Úttektin er unnin á vegum
gæðaráðs íslenskra háskóla af er-
lendum sérfræðingum. Niðurstaða
úttektarinnar er sú að trausti er lýst
á skólastarfinu og gæðum þeirrar
kennslu og þjónustu sem hann veit-
ir. Þá liggur fyrir kostnaðargreining
á að sameining við HÍ mun leiða til
aukinna útgjalda fyrir menntakerf-
ið. Fundurinn mótmælir því þess-
ari fjandsamlegu yfirtöku ráðherra
og Háskóla Ísland á landbúnaðar-
námi á háskólastigi og telur hana
vera aðför að héraðinu. Við skor-
um á forystu Sjálfstæðisflokksins að
hlusta á aðvörunaorð þingmanna
okkar í kjördæminu, sveitarstjórn-
arfólks í Borgarbyggð og almennra
flokksfélaga í þessu alvarlega máli.
Þingmenn okkar sjálfstæðismanna í
kjördæminu hafa talað einum rómi
í þessu máli. Fundurinn bendir á að
Haraldur Benediktsson er fyrrver-
andi formaður Bændasamtaka Ís-
lands og gjörþekkir málefni Land-
búnaðarháskóla Íslands. Bænda-
samtökin, undir forystu Harald-
ar, studdu sameininguna sem varð
2005 og sat Haraldur í 8 ár í há-
skólaráði Landbúnaðaháskóla Ís-
lands. Það að taka ekkert tillit til
hans sjónarmiða og Einars Kristins
Guðfinnssonar, fyrrverandi Land-
búnaðarráðherra og oddvita okkar í
NV -kjördæmi, eru fráleit skilaboð
Sjálfstæðisflokksins til hinna dreifðu
byggða í kjördæminu. Landbúnað-
arháskólinn á Hvanneyri er ein af
mikilvægustu stoðum í samfélaginu
í Borgarbyggð og Vesturlandi öllu.
Sporin hræða og mikil óvissa er
um framtíðarstarfsemi á Hvann-
eyri ef þessi ráðagerð gengur eft-
ir. Við krefjumst þess að formaður
Sjálfstæðisflokksins og þingmenn
flokksins snúi bökum saman gegn
áformum menntamálaráðherra og
standi vörð um sjálfstæði Landbún-
aðarháskóla Íslands að Hvanneyri.
Það getur ekki samrýmst grunn-
gildum í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins að auka miðstýringu í mennta-
kerfinu að óþörfu með þessum
hætti. Það er hörð andstaða með-
al flokksmanna í Borgarbyggð við
þessa ráðagerð og mikil óánægja
með framgöngu mennta- og menn-
ingarmálaráðherra á fjölmennum
íbúafundi sem haldinn var í Borg-
arnesi fyrir skömmu,“ segir að lok-
um í ályktun sjálfstæðisfélaganna í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu.
mm
Afhendingaröryggi á heitu vatni
verði tryggt á næsta ári
Bjarni Bjarnason forstjóri OR flutti
yfirlit á fundinum og svaraði mörgum
spurningum. Allvel var mætt á fundinn.
Sjálfstæðisfélögin í Borgarfirði senda
menntamálaráðherra tóninn
Vilja að staðinn verði vörður um sjálfstæði háskóla á landsbyggðinni
Frá viðamikilli hópslysaæfingu í Borgarfirði sl. haust sem RKÍ skipulagði.
Rauði krossinn mun sjá
um áfallahjálp í skipulagi
almannavarna