Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 110

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 110
110 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Hvað finnst þér mikilvægast um jólin? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Rannveig Sturlaugsdóttir Fjölskyldan skiptir mann mestu máli. Hlín Sigurðardóttir Samveran með fjölskyldunni. Maður metur hana mikils. Reynir Reynisson Að allir hafi það gott. Einar Logi Einarsson Það er laufabrauðið. Hlynur Sigurdórsson Að fá krakkana heim frá Dan- mörku. Lokamót hausttvímennings Bridds- félags Akraness fór fram á fimmtu- daginn. Um var að ræða síðasta keppniskvöld af fimm en bestu skor þriggja kvölda giltu til úrslita. Sig- ur úr bítum báru bræðurnir Guð- jón og Þorvaldur Guðmundssynir með meðalskorið 56,64% en í öðru sæti urðu þeir Haukur Þórisson og Böðvar Björnsson með meðalskor- ið 54,44%. Í þriðja sæti urðu Ingi Steinar Gunnlaugsson og Ólaf- ur Grétar Ólafson með 54,39%, í því fjórða Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósepsson með 54,21%, fimmtu urðu Alfreð Viktorsson og Þórður Elíasson með 53,10% og loks í sjötta sæti nafnarnir Hörð- ur Jóhannesson og Hörður Pálsson með 52,62%. Alls tóku níu lið þátt í keppninni. Nóg er á döfinni í starfi bridds- félagsins á næstunni. Á morgun, fimmtudaginn 19. desem ber, fer fram síðasta spilakvöld fyrir jól. Létt og góð stemning verður sem fyrr og verður spilurum boðið upp á veitingar. Milli jóla og nýárs fer síðan fram hefðbundinn jólatví- menningur og verður spilað föstu- daginn 27. desember. Spilað er sem fyrr að Kirkjubraut 40 á Akranesi. Eftir áramót tekur loks við hefð- bundin spiladagskrá og þátttaka briddsfélaga í Bridgehátíð Vestur- lands á Hótel Hamri í Borgarnesi fyrstu helgina í janúar. hlh Stjórn körfuknattleiksdeildar Skalla gríms sagði um miðja síðustu viku upp þjálfara liðsins, Pálma Þór Sævarssyni. Sú uppsögn gilti þó ekki lengi því að kvöldi næsta dags var búið að draga uppsögnina til baka og verður Pálmi því áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá fé- laginu. Þetta tilkynnti stjórnin á heimasíðu Skallagríms að kvöldi sl. miðvikudags. Um leið var tilkynnt að Páll Axel Vilbergsson kæmi inn í þjálfarateymi liðsins sem aðstoðar- þjálfari og að Finnur Jónsson sem hingað til hefur verið aðstoðar- þjálfari verði liðsstjóri. „Málin hafa verið rædd hreint út og er það mat stjórnar að með þessari niðurstöðu sé búið að hreinsa loftið og Skalla- grímsliðið sé tilbúið í slaginn fram- undan og stefnan sett á að komast í úrslitakeppni átta bestu liða lands- ins í vor,“ segir í fréttatilkynningu stjórnar. Í samtali við Skessuhorn sagði Björn Bjarki Þorsteinsson formað- ur Kkd. Skallagríms að eftir að ákveðið hafi verið að Pálmi hætti sl. þriðjudagsmorgunn hafi mál- in verið rædd enn frekar því auðvi- tað vildu menn reyna að finna nið- urstöðu sem nýttist liðinu og gengi þess sem best. „Eftir hreinskiptar og góðar umræður í stjórninni og fund með þjálfarateyminu nýja varð lendingin sú að halda í Pálma og telur stjórnin að sú ákvörðun sé sú besta fyrir liðið,“ segir Bjarki sem segir stjórnina hafa mikinn metnað fyrir hönd liðsins. „Okkar mat var að staða liðsins væri ekki ásættan- leg fyrir okkar frábæru stuðnings- menn en vonandi verður þessi at- burðarás vendipunktur.“ „Lánið hefur vitaskuld ekki leik- ið við okkur framan af vetri og meiðsli verið að hrjá lykilmenn svo dæmi sé tekið. Við höfum hins vegar fulla trú á liðinu og er gengi þess í okkar huga númer, eitt, tvö og þrjú. Vonumst við til að núver- andi niðurstaða verði því til góða og að við endurtökum leikinn frá síðasta keppnistímabili og kom- umst í úrslitakeppni átta bestu liða landsins,“ bætir Bjarki við og hvet- ur stuðningsmenn og aðra Fjósa- menn að fylkja sér á bakvið liðið og láta heyra í sér í stúkunni. „Stefnan er sett á úrslitakeppnina. Þar eig- um við heima.“ Sverðin brýnd Pálmi Þór Sævarsson sagði við Skessuhorn á fimmtudagsmorg- un að engan bilbug væri að finna á liðinu þrátt fyrir atburðarás dag- ana þar á undan og væru menn staðráðnir í því að þjappa sér sam- an og gera betur. „Tímabilið hef- ur hingað til ekki gengið að óskum miðað við það sem menn stefndu að í upphafi. Enn er þó nóg eftir af því og eru liðið staðráðið í að nota atburði síðustu daga til að brýna sverðin og gera betur. Nú eru allir, stjórn, þjálfarateymi og leikmenn, á sömu blaðsíðu og tilbúnir til að leggja hart að sér til að ná betri ár- angri,“ sagði Pálmi Þór sl. fimmtu- dagsmorgun í samtali við Skessu- horn. hlh Reynsluboltinn Hafþór Ingi Gunn- arsson hefur tilkynnt að hann sé hættur körfuboltaiðkun vegna þrá- látra meiðsla í hné. Hafþór Ingi er 32 ára gamall og er borinn og barnfæddur Borgnesingur. Hann hefur leikið með Snæfelli síðustu þrjú keppnistímabil en þar áður lék hann með Skallagrími, utan eins tímabils með Snæfelli 2003-2004. Hafþór á að baki yfir 300 leiki í úr- valsdeild með Snæfelli og Skalla- grími þar sem hann hefur leikið stöðu bakvarðar með mjög góðum árangri. hlh Karlalið Snæfells mætti tveim- ur Suðurnesjaliðum í liðinni viku í Dominos deildinni í körfubolta. Fyrri leikurinn var heima í Stykk- ishólmi gegn Njarðvíkingum sl. fimmtudagskvöld þar sem heima- menn unnu góðan sigur 77:90. Síð- ari leikurinn fór fram í Keflavík á laugardaginn. Eftir jafnar upp- hafsmínútur skutust heimamenn tuttugu stigum fram úr lánlausum Snæfellingum í lok fyrsta leikhluta, 34:14. Munurinn hélst að mestu í öðrum leikhluta og var staðan 53:36 í hálfleik. Keflvíkingar gáfu ekk- ert eftir í seinni hálfleik og juku við forskot sitt enn frekar, mest þrjátíu stigum um miðjan fjórða leikhluta, 101:71. Snæfell minnkaði þó eilít- ið muninn í lokin. Lokastaðan að endingu 103:77 fyrir Keflvíkinga. Sigurður Þorvaldsson var stiga- hæstur Hólmara í leiknum með 24 stig en á eftir honum kom Stefán Karel Torfason með 12 stig. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var með 9 stig og Kristján Andrésson og Vance Cooksey með 8 hvor. Þá var Jón Ólafur Jónsson með 6 stig, Finnur A. Magnússon, Snjólfur Björnsson og Sveinn Davíðsson allir með 3 og Jóhann Sævarsson með 2. Hólmarar vilja sjálfsagt gleyma leiknum í Keflavík sem fyrst en lið- ið vermir 8. sæti deildarinnar með 10 stig nú þegar tímabilið er hálf- nað. Gengið hefur upp og ofan hjá liðinu það sem af er vetri og hef- ur meiðsladraugurinn hrellt það líkt og granna þeirra í Borgarnesi. Síðan munar verulega um að missa Hafþór Ingi Gunnarsson úr liðinu. Fyrsti leikur Hólmara á nýju ári er gegn Þór frá Þorlákshöfn. Leikið verður 10. janúar og fer leikurinn fram í Þorlákshöfn. hlh Snæfellskonur gerðu góða ferð til Keflavík- ur sl. sunnudag og skut- ust á toppinn í Dominos- deildinni í körfunni. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslandsmeist- ara Keflavíkur örugglega 84:58. Snæfellskonur fara því í jólafríið með 22 stig, tveimur fleiri en Kefla- vík. Haukar eru í þriðja sætinu með 18 stig en hin liðin þar talsvert á eft- ir í stigatöflunni. Leikurinn byrjaði fjörlega og Snæfell var komið tveimur stig- um yfir þegar fyrsta leikhluta lauk, 20:18. Snæfell tók af skarið í öðr- um leikhluta og var 13 stigum yfir í hálfleik, 44:31. Áfram héldu Snæ- fellskonur á sömu braut í byrjun seinni hálfleiks. Munurinn var orð- inn 16 stig fyrir lokafjórðunginn og sigurinn þá tryggður í rauninni. Chynna Brown skoraði 21 og tók 9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir var með 20 stig og 14 fráköst, Hild- ur Sigurðardóttir 15 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9 stig og 8 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8 stig og 7 fráköst, Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir 6 stig og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5 stig. Hlé verður á keppni í Dominosdeildinni fram yfir áramót. þá Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms. Dramatísk vika þjappaði hópnum saman Hafþór Ingi Gunnarsson. Ljósm. þe. Hafþór leggur skóna á hilluna vegna meiðsla Bræður sigruðu í hausttvímenningnum Snæfellskonur skutust á toppinn Stefán Karel Torfason leggur boltann ofan í körfuna. Ljósm. Sumarliði. Sigur og tap hjá Snæfelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.