Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 102

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 102
102 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Erling Antonsson fæddist árið 1965 á Akranesi og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu. Fyrir 21 ári flutti hann frá Íslandi til að leggja stund á sálfræðinám við bandarískan há- skóla. Síðan hefur ýmislegt drifið á daga hans. Erling hefur glímt við þunglyndi en fundið lækningu við því með því að leggja stund á andleg málefni og búddisma. Í dag er hann staddur í Japan þaðan sem viðtal- ið við hann er tekið. Erling starfar sem sálfræðiráðgjafi við herstöðvar Bandaríkjanna víða um heim. Hann er mjög ánægður með lífið. Í sum- ar ætlar hann að heimsækja gamla landið, Ísland. Síðan munu leið- ir hans liggja á aðrar slóðir í heim- inum, til Ítalíu, Þýskalands, Tyrk- lands eða Bandaríkjanna. Sinnir nú störfum í Japan Þegar við heyrum í Erling er hann staddur á hótelherbergi sínu í Mi- sawa í Japan. Hann er kominn langa vegu frá fjöruborðinu við Lamb- húsasund á Akranesi þar sem hann sleit barnsskónum. Misawa er nyrst á Honshu-eyju sem er sú stærsta á Japanseyjaklas- anum. Í Misawa er stór sameigin- leg herstöð Japana og Bandaríkja- manna. Staðurinn hefur löngum verið frægur í hernaðarsögunni. Þarna æfðu japanskir flugmenn sig fyrir árásina á bandarísku flota- stöðina í Perluhöfn á Hawaii í desem ber 1941. Það varð til þess að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimsstyrjöld. Í dag sitja þessir gömlu fjendur í bróðerni á þessum stað. Nú í vetur starfar Er- ling sem sálfræðiráðgjafi við fram- haldsskóla í Misawa þar sem börn og unglingar starfsmanna Banda- ríkjahers sækja nám. „Margskon- ar vandamál hrjá ungmennin eins og gengur. Sum eru það sem kalla má almenn og gætu þess vegna ver- ið til staðar hjá jafnöldrum þeirra á Íslandi. Önnur eru síðan meira tengd lífi fjölskyldna hermannanna. Þar má nefna raskanir sem börnin verða fyrir vegna stöðugra flutn- inga á nokkurra ára fresti, foreldri er í burtu í lengri tíma vegna verk- efna tengdum hersþjónustunni, foreldrar eru kannski af ólíkum kynþátta- og menningaruppruna og áfram má telja. Það geta komið upp ýmiss konar aðstæður hjá fjöl- skyldum, börnum og ungmennum sem tengjast þessu hernaðarlífi. Þar af leiðandi skapast vandamál sem glíma þarf við og leysa,“ segir Er- ling. Ólst upp á sjávarbökk- um Akraness Við skulum byrja á upphafinu. Fáum Erling til að lýsa aðeins upp- runanum og æskuárunum á Akra- nesi. „Ég ólst upp á Bakkatúninu hjá afa mínum og ömmu, þeim Júlí- usi Einarssyni skipstjóra og Ragn- heiði Björnsdóttur á Bakka. Húsið þeirra var Bakkatún 24 og stóð þétt upp við slippinn og skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Júlíus var frá Akranesi, fæddur 1902 en Ragn- heiður var fædd í Reykjavík 1904. Júlíus afi minn var um áratuga skeið skipstjóri á vélbátunum sem réru frá Akranesi, einkum á Val MB1. Hann lést árið 1973. Ragnheiður amma mín dó síðan 1996 og varð 92 ára gömul. Fríða móðir mín var einstæð. Faðir minn var grísk- ur skipamiðlari sem hafði komið til Íslands í viðskiptaerindum. Hann kom meðal annars til landsins að kaupa notaða togara af Íslending- um. Hann hvarf af landi brott um svipað leyti og ég kom í heiminn. Skömmu eftir að ég fæddist fór ég í fóstur hjá ömmu og afa. Þar leið mér mjög vel og á margar góðar minningar frá Akranesi.“ Auk Erlings og móðurforeldra hans þá bjó Einar Björn Júlíusson einnig á Bakkatúni 24. Hann var móðurbróðir Erlings og alltaf kall- aður Eibi. „Eibi frændi var vélvirki og starfaði í skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts. Hann var mjög flinkur og mikill uppfinningamað- ur. Alltaf eitthvað að bardúsa. Þeg- ar ég var ungabarn í vagni bjó hann meðal annars til lítið hlustunar- tæki sem var haft í vagninum. Ef ég vaknaði og byrjaði að gráta þá heyrðist það í útvarpstækinu inni í húsinu. Þetta þótti mjög nýstár- legt og snjallt á þeim tíma en svona græjur er nánast staðalbúnaður í barnavögnum nútímans. Eibi kom alltaf heim í kaffitímunum í slipp- num. Þá beið amma hans með ný- uppáhelt kaffi og með því. Eibi frændi lést svo í bílslysi 1981 þar sem hann var á leið vestur í Dali að heimsækja dóttur sína.“ Ævintýraheimur æskunnar Neðsti hluti Akraness var ævintýra- heimur fyrir unga stráka sem voru að alast upp á áttunda áratug síð- ustu aldar. Endalaust mátti gleyma sér á bryggjunum, í fjörunum, úti á Breið og í slippnum. Hann var ómótstæðilegur leikvöllur þar sem skipin komu og fóru. Stæðileg- ir karlar stóðu og smíðuðu skip og sinntu viðgerðum. „Við strákar- nir í hverfinu lékum okkur mikið í slippnum og nágrenni hans. Svo vorum við í fjörunum á Skaganum. Ég var líka alltaf lesandi eitthvað. Svo byrjaði ég að læra á fiðlu. Ég gafst þó upp eftir að strákarnir sem ég lék mér með lýstu frati á slíkt og stríddu mér á því að ég væri að spila á „fornaldarsaltfisk,“ segir Er- ling og hlær við endurminninguna. Hann sneri þó ekki baki við tón- listargyðjunni. „Þá fór ég að læra á blokkflautu og síðar klarínettu. Það var ánægjulegt. Um tíma hugleiddi ég hreinlega að gera tónlistina að lífsstarfi. Vísinda- og sálfræðiáhugi minn varð þó alltaf stöðugt sterkari eftir því sem ég varð eldri. Ég hef þó ekki gleymt klarínettunni og er nýbyrjaður að spila á hana aftur hér úti í Japan.“ Áhugi vaknar á andlegum málum Bókhneigðin opnaði nýja heima fyrir Erling. Að hluta til las hann öðruvísi bækur en jafnaldrar hans. Það var hreinlega vegna þess að honum þótti þær áhugaverðar og þær vöktu hann til umhugsun- ar. „Ragnheiður amma mín hafði mikinn áhuga á andlegum efnum. Hún var til að mynda í Guðspeki- félagi Íslands. Af þeim sökum hafði ég aðgang að úrvali bóka og ann- arra rita um slík málefni. Ég varð mjög áhugasamur um þau, sérstak- lega austræn trúarbrögð svo sem búddisma og hindúisma. Til dæm- is lærði ég innhverfa íhugun þegar ég var 12 ára. Þegar ég var á svip- uðum aldri fékk ég svo áhuga á sál- arfræði. Hann hefur síðan haldist allt mitt líf. Ég lærði líka annað á þessum tíma sem mér finnst mik- ilvægt. Það var að vera umburðar- lyndur gagnvart fólki sem er öðru- vísi ég, til dæmis hvað varðar trú- arbrögð.“ Þegar Erling hafði lokið við einn vetur í Fjölbrautaskólanum á Akra- nesi þótti honum tími til kominn að skoða heiminn og víkka hug- ann. Hann var 17 ára gamall þegar hann fór sem skiptinemi til Portú- gals. „Portúgalar voru frekar léleg- ir í ensku svo ég átti engra annarra kosta völ en að nema tungu þeirra. Það gekk fljótt og vel. Ég bjó úti í sveit í norðurhluta landsins og naut þess mjög. Til að byrja með gekk ég í portúgalskan menntaskóla. Eftir nokkra mánuði fór ég svo að vinna í brauðgerð sem bakaði brauð sem var búið til með lífrænum hætti. Það þótti frekar framúrstefnulegt á þessum tíma. Síðan fór ég í sölu- ferðir með yfirmanninum til Porto- borgar. Þar dreifðum við brauðun- um í ýmsar verslanir. Porto-borg er að sjálfsögðu frægust fyrir fram- leiðslu sína á púrtvínum enda draga þau nafn sitt af henni. Í Portúgal bjó ég í eitt ár en sneri þá heim til Íslands til að halda áfram í námi.“ Útimarkaður á Akranesi Heim kominn til Akraness frá Portúgal vorið 1984 tók Erling upp á nýjung sem ekki hafði sést fyrr á Akranesi. Hann opnaði útimark- að með ferskt grænmeti og ávexti. „Þannig var að ég kynntist Ítalan- um Cosimo Fucci. Hann var með ávaxta- og grænmetismarkað á Ak- ureyri. Mér leist vel þessa starf- semi. Cosimo samþykkti að hjálpa mér að koma svipuðum markaði í gang á Akranesi. Ég sá fyrir mér að þetta gæti ég prófað sem sum- arvinnu á meðan ég væri í námi. Ég var með markaðinn við hliðina á Landsbankahúsinu á Akratorgi. Ég fékk vörurnar sendar úr Reykja- vík daglega með bílunum frá Þórði Þ. Þórðarsyni eða með Akraborg- inni. Svo leigði ég bílskúr þarna í nágrenninu og þar geymdi ég sölu- vagninn um nætur. Svo var þessu stillt upp og fólk kom og versl- aði. Þetta gekk ágætlega. Við vor- um með ýmsar nýjungar og jafnvel ávexti sem þóttu framandi á þessum tíma. En ég man að kaupmennirnir á Skaganum voru ekki mjög hrifn- ir af þessu framtaki mínu. Ég rak þennan markað í tvö sumur og þá tók frændi minn við.“ Stefnan sett á Texas Eftir því sem leið á námsferilinn tóku böndin við Akranes að trosna enda stóð hugur Erlings til þess að fara í langskólanám. „Ég hóf sálfræðinám við Háskóla Íslands haustið 1988. Þarna var ég nokk- uð ákveðinn að láta æskudraum- inn rætast. Ég ætlaði að taka dokt- orsgráðu og verða vísindamaður sem stundaði rannsóknir í lífeðlis- sálarfræði. Þess vegna nam ég líf- fræði sem aukagrein við Háskól- ann. Á námsárunum í Reykjavík kynntist ég Þórhildi Ágústsdótt- ur sem seinna varð konan mín og móðir sonar okkar og dóttur. Við Erling Antonsson sálfræðiráðgjafi frá Bakka á Akranesi: „Búddisminn hjálpaði mér að vinna bug á þunglyndinu“ Erling Antonsson staddur í Bangkok í Tælandi fyrr á þessu ári. Júlíus Einarsson skipstjóri og Ragnheiður Björnsdóttir á Bakka á Akranesi með börnum sínum. Aftari röð f.v. Einar Björn Júlíusson, Grétar Halldór Júlíusson, Gunnar Sveinn Júlíusson, Guðmundur Einar Júlíusson. Fremri röð: Guðrún Fríða Júlíusdóttir, Júlíus Einarsson, Júlíus Ragnar Júlíusson, Ragnheiður Klemensína Björnsdóttir og Valur Jóhannes Júlíusson. Júlíus Einarsson og Ragnheiður Kl. Björnsdóttir með Erling á skírnardegi hans 1965.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.