Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Kæru nemendur, foreldrar og
starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar
Sendum ykkur okkar bestu jóla og nýjárskveðjur
með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu
sem er að líða.
Skólastjórnendur
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
0
1
3
Á meðan flestir landsmenn gæða
sér á jólasteikinni í faðmi fjölskyld-
unnar á aðfangadagskvöld eru þó-
nokkrir sem þurfa að vinna. Standa
þarf vaktina þrátt fyrir helgustu há-
tíð fólks. Það þarf meðal annars að
halda uppi lögum og reglu, sinna
sjúkum og öldruðum og taka á móti
börnum sem koma í heiminn. Einn-
ig er unnið öllum stundum ársins í
álverum og annarri stóriðju og eru
jólin engin undantekning.
Haldið í gamlar hefðir
Petrína Bjartmars er ein af þeim
sem hefur unnið á aðfangadags-
kvöld. Hún starfar sem hjúkrun-
arfræðingur á legudeild HVE í
Stykkishólmi, eða á Fransiskuspít-
alanum eins og hún kallar hann
sjálf. Blaðamaður Skessuhorns sló
á þráðinn til Petrínu og spurði
hana hvernig væri að vinna á jólun-
um. „Það er í raun og veru ágætt.
Flestum sem þurfa að vinna á jól-
unum finnst auðvitað leitt að vera
frá fjölskyldunni. Hér megum við
hafa fjölskylduna með okkur. Í fyrra
tók ég strákana mína tvo, 17 ára og
21 árs, með mér. Við vorum nokk-
ur hérna og þeim fannst það gam-
an. Fjölskyldur sjúklinga komu líka
og saman héldum við jólin,“ segir
Jónína.
„Við erum með langborð og við
skreytum það á jólum, komum jafn-
vel með eitthvað að heiman. Eft-
ir matinn fara sjúklingar með að-
standendum sínum inn á herbergi
og opna gjafirnar þar. En við hin,
starfsfólkið og þeir sjúklingar sem
ekki hafa fjölskylduna hjá sér á að-
fangadagskvöld, komum okkur fyr-
ir og höfum það notalegt. Við les-
um jólakort og tökum upp gjaf-
ir. Kveikt er á messunni og ég hef
annað hvort lesið upp úr Biblíunni
eða farið með bænir eins og nunn-
urnar gerðu á meðan þær störfuðu
hér. Bara svona til að halda þeirra
sið. En ég veit ekki hvort aðrir hafa
gert það. Allir hafa verið sammála
um að þetta sé mjög hátíðleg stund
og í fínasta lagi.“ Reynt er að passa
upp á að þær sem eiga lítil börn
þurfi ekki að vinna á aðfangadags-
kvöld. Það hefur lengi verið svo.
„Hér áður, þegar nunnurnar voru
enn að störfum tóku þær að sér að
vinna á aðfangadagskvöld, svo það
myndi ekki lenda á fólki sem átti
ung börn. Ég slapp því alltaf við að
vinna á jólunum þegar strákarnir
voru litlir,“ segir Jónína.
Spurð að því hvort hún sakni þess
ekkert að halda ekki jólin heima
segir Jónína að þegar á hólminn
væri komið þá sé þetta allt í lagi og
ágætt að vinna á aðfangadag. „Syn-
ir mínir fara heim eftir að við fáum
okkur tertur og súkkulaði í kvöld-
kaffi. Þeir bíða svo eftir mér heima
og við opnum gjafirnar og lesum
jólakortin. Á jóladag erum við svo
með okkar hátíðarmat, hamborg-
arhrygg eins og ég elda alltaf á að-
fangadag. Strákarnir hafa sagt að
þeim finnist allt í lagi að ég sé að
vinna aftur á jólunum, þannig að
þetta er alveg ágætt,“ segir Jónína
að lokum.
Fór í kjól undir
sloppinn
Ásthildur Gestsdóttir er ljósmóðir
á fæðingadeild Heilbrigðisstofnun-
ar Vesturlands á Akranesi. Hún hef-
ur einu sinni unnið á aðfangadags-
kvöld en oft verið á bakvakt eða
næturvakt og verður á næturvakt á
jólanótt. „Mér fannst bara hátíðlegt
og gaman að vinna á aðfangadags-
kvöld. Það var lítið að gera, bara
ein móðir með eitt barn, sem kom
í heiminn á Þorláksmessu. Ég tók
á móti því barni þannig að það var
gaman að fylgja þeim inn í jólin,“
segir Ásthildur um vaktina sem hún
tók á aðfangadagskvöld fyrir stuttu.
„Í rauninni er þetta venjuleg vakt.
Maður mætir klukkan hálf fjögur,
eins og á aðrar kvöldvaktir. En það
er samt hátíðlegur andi í loftinu.
Ég var í kjól og fór svo bara í hvíta
sloppinn utan yfir,“ bætir hún við.
Ásthildur borðaði góðan mat
með fjölskyldu sinni í hádeginu
á aðfangadag, áður en hún þurfti
að mæta til vinnu. „Fjölskyldum
þeirra sem eru að vinna er velkom-
ið að koma og borða með manni
jólamatinn, ef engin kona er í fæð-
ingu. Maðurinn minn og börnin
komu því og borðuðu með mér á
aðfangadagskvöld. Konurnar sem
liggja inni reyna að fara heim og
eiga stund með fjölskyldunni ef
hægt er. Þegar ég var að vinna, fór
konan heim í smá stund en ég pass-
aði barnið á meðan. Fjölskyldur
kvennanna mega líka koma hingað
og vera með þeim, ef þær vilja það
heldur,“ útskýrir hún. Á sjúkrahús-
inu var boðið upp á hefðbundinn
jólamat og búið var að skreyta mat-
salinn. „Við fengum reykt svínakjöt
og meðlæti. Það var búið að gera
þetta voðalega fínt, dúkar á borð-
um, borinn fram forréttur og eft-
irréttur. Handlækningadeildin og
lyflækningadeildin eru sameinað-
ar um jólin og hjúkrunarfræðing-
urinn af þeirri deild var einnig að
borða með fjölskyldu sinni, eins og
við gerðum.“ Eftir vaktina hélt fjöl-
skyldan sín hefðbundnu jól, þó það
væri í seinna lagi en vanalega. „Við
opnuðum okkar gjafir og héld-
um okkar jól eftir að ég kom heim
úr vinnunni klukkan hálf tólf. Við
erum með stálpuð börn, svo það var
ekkert stress. Það var bara notalegt
að koma heim og jólaskapið var al-
veg á sínum stað þrátt fyrir að við
þurfa að fresta jólunum aðeins,“
rifjar hún upp.
Reynt er að hafa hátíðlegt á fæð-
ingadeildinni, svona eins og hægt er.
Deildin er skreytt og konfekt sett í
allar skálar. Frammi á deildinni er
kveikt á útvarpinu eða sjónvarpinu,
ef konurnar vilja. „Vinnan breytist
ekkert þó það séu jól. Það eina sem
breytist er andinn, hann verður há-
tíðlegri. Það er auðvitað erfitt að
vinna á aðfangadagskvöld en samt
gaman að upplifa það. Þessi vinna
er bara svo yndisleg. Það er kannski
hátíðlegt að börnin fæðist á þess-
um tíma. Það er samt ekki endilega
óskastaða konunnar, að vera í fæð-
ingu á aðfangadagskvöld. En við
reynum að gera gott úr þessu og
hafa allt eins opið og hægt er. Mað-
ur gleymir aldrei barninu sem fæð-
ist á aðfangadagskvöld,“ segir Ást-
hildur að endingu.
Vinnur bæði um jól
og áramót
Agnar Kjartansson er starfsmað-
ur í stjórnstöð ofna hjá Elkem á
Grundartanga. Hann vinnur vakta-
vinnu þar og er því reglulega að
vinna um jól og áramót. Í ár vinn-
ur hann bæði á aðfangadagskvöld,
jóladagskvöld og svo bætist gaml-
árskvöld ofan á það. „Vinnan hjá
okkur í Elkem er í sjálfu sér ekk-
ert öðruvísi á jólum en öðrum tím-
um. Reyndar eru margir í fríi, eða
taka sér frí hálfa vakt og sumar-
starfsmenn koma inn. Rútínan er
eftir sem áður sú sama,“ segir Agn-
ar í samtali við blaðamann Skessu-
horns. Vaktin á aðfangadagskvöld
hefst að vanda klukkan hálf fjög-
ur síðdegis og stendur til hálf tólf.
„Það er reynt að gera vel við okkur
í mat á þessum rauðu dögum. Það
er því mun veglegra en aðra daga.
Við erum ekki með sameiginlegt
borðhald enda komast ekki allir í
mat á sama tíma. Við borðum inni
í verksmiðju, í lítilli aðstöðu sem
við höfum þar. Stóri matsalurinn
er skreyttur eitthvað fyrir jólin en
minna er lagt upp úr skreytingum
hjá okkur í verksmiðjunni. Það er
yfirleitt mjög góður andi hjá okkur
í vinnunni, hann getur ekkert orðið
mikið betri. En það kemst kannski
aðeins meiri ró yfir mannskapinn á
þessum tíma,“ segir Agnar um að-
stæður í vinnunni á aðfangadags-
kvöld.
Agnar býr á Akranesi með konu
sinni og ungum dætrum. Það gefur
jólunum vissulega annan blæ þeg-
ar fjölskyldufaðirinn þarf að vinna.
„Maður reynir að ganga frá öllu
áður en maður fer. En þetta set-
ur allt svolítið úr skorðum því ég
er með fjölskyldu. Við gerum því
kannski meira úr jóladeginum en
annars. Maður reynir að nýta tím-
ann með börnunum frekar en að
fara í fjölskylduboð en ég er líka á
kvöldvakt á jóladag. Það kemur fyr-
ir á nokkurra ára fresti að fólk lendir
í að þurfa að vinna bæði jól og ára-
mót,“ útskýrir Agnar. Hann opnar
sína jólapakka þegar heim er komið
á aðfangadagskvöld og stelpurnar fá
að vaka frameftir ef þær geta. Agn-
ar segist þó alveg komast í jólaskap,
þrátt fyrir að þurfa að vinna mik-
ið yfir hátíðirnar. „Já, já, ég kemst
alveg í jólaskap. Undirbúningurinn
fyrir jólin er auðvitað sá sami og
venjulega. Eini munurinn er að ég
er ekki heima. Maður er fljótur að
aðlagast þessu,“ segir Agnar Kjart-
ansson.
grþ
Þau hafa unnið á aðfangadagskvöld
Agnar Kjartansson þarf að vinna mikið yfir hátíðirnar í ár.
Petrína Bjartmars er hjúkrunar-
fræðingur sem hefur reynslu af því að
vinna á jólunum.
Ljósmæðurnar á fæðingadeildinni á Akranesi pöntuðu sér nýverið jólasloppa til
að nota yfir hátíðirnar. Hér er Ásthildur Gestsdóttir jólaleg í nýja sloppnum.