Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Fréttaannáll ársins 2013 í máli og myndum Árið 2013 á Vesturlandi var enginn eftirbátur fyrri ára þegar kemur að fréttum úr landshlutanum. Framvinda samfélagsins heldur áfram, og er líkt og annars staðar á jarðarkringlunni, knúin af tiktúrum náttúru og mann- anna gjörðum. Eftir standa atburðir og uppákomur sem tíðindamenn samtímans reyna að skrá, skoða og miðla til samferðarmanna eftir bestu getu. Um áramót er hefð fyrir því að líta til baka yfir árið sem er að líða og vega og meta atburði þess með það að markmiði að finna hvað hafi staðið upp úr. „En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma?“ Líkt og sálmaskáldið Matthías Jochumsson spurði svo ágæt- lega forðum daga í víðkunnum sálmi þá hefur Skessu- horn haft uppi álíka vangaveltur undanfarið vegna árlegs fréttaannáls sem hér birtist. Þar er tæpt á nokkrum at- riðum úr fréttum líðandi árs. Á þessu ári voru skrifaðar af starfsmönnum Skessu- horns eitthvað á sjötta þúsund fréttir, viðtöl, fréttaskýr- ingar, tilkynningar matreiddar og annað smálegt lagt á borð fyrir lesendur. Einhvern veginn er það svo að sama hvort ríkir kreppa, þensla eða eðlilegt meðaltals ástand í þjóðfélaginu, alltaf finna starfsmenn eitthvað að skrifa um. Blaðamenn hafa rætt við nokkur þúsund íbúa á Vesturlandi, átt við þá ánægjuleg samskipti og miðlað því sem þeir fást við. Vonandi verður áframhald á þeim góðu samskiptum. Fyrir árið sem nú er að líða vill starfsfólk Skessuhorns þakka lesendum trygga og ánægjulega samfylgd, með ósk um gæfuríkt komandi ár. hlh/mm Vilhjálmur Vestlendingur ársins Skessuhorn útnefndi verkalýðsleiðtogann Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness Vestlending ársins 2012 í ársbyrjun. Vilhjálmur vakti athygli fyrir skörulega framgöngu í málefnum launafólks, ekki síst í umræðu um verðtryggingu og skuldamál heimilanna. Þar bar hæst að VLFA ásamt átta öðrum stéttarfélögum ákvað á haustdögum í fyrra að láta reyna á lögmæti verðtryggingarinnar með málarekstri fyrir dómstólum sem enn hafa ekki verið til lykta leidd. Ný ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skipaði Vilhjálm síðan í sérfræðingahóp um afnám verðtryggingar af neytenda- lánum í ágúst. Sá hópur er enn að störfum. Þetta er í fjórtánda skipti sem Skessuhorn útnefnir Vestlending ársins. Óveður olli tjóni á raflínum Margir Vestlendingar glímdu við afleiðingar djúprar lægðar í árslok 2012 og fyrstu daga þessa árs. Lægð gekk yfir norð- vestanvert landið rétt fyrir áramótin. Veðrið var verst norð- an Borgarbyggðar á Vesturlandi; á Snæfellsnesi og í Dölum. Verst var óveðrið í Staðarsveit þar sem vindur í hviðum fór um tíma í 60 m/sek. Töluverðar skemmdir urðu á eignum í óveðrinu, sennilega mest á Snæfellsnesi þar sem 67 rafmagns- staurar á raflínunni Vegamót-Ólafsvík brotnuðu vegna ísing- ar og vindofsa. Rafmagnslaust var því um hríð í Staðarsveit og annars staðar í Snæfellsbæ og var brugðið á það ráð að ræsa varavélar sem framleiddu rafmagn fyrir íbúa á svæðinu meðan starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum á línunni. Lauk þeirri vinnu 5. janúar. Rafmagnstruflanir urðu einnig á stöku stað annars staðar á Snæfellsnesi sem og í Dölum, þar sem íbúar í Saurbæ og á Skarðsströnd voru án rafmagns á þriðja sólar- hring. Þar brotnuðu 17 rafmagnsstaurar. Mýramaður fyrstur í heiminn Fyrsti Vestlendingur ársins kom í heiminn að kvöldi 3. janúar, nánar tiltekið klukkan 21:21. Kom hann í heiminn á fæðinga- deild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Dreng- urinn er fjórða barn þeirra Unnar Sigurðardóttur og Boga Helgasonar bænda á Stóra Kálfalæk á Mýrum. Fæðingin gekk vel og var drengurinn hinn sprækasti. Hann vó 3.995 grömm við fæðingu og var 53 cm. langur. Ljósmóðir var Erla Björk Ólafsdóttir. Regína tók við bæjarstjórn Fljótlega eftir áramót hóf Regína Ásvaldsdóttir störf sem bæj- arstjóri á Akranesi. Regína er þriðji bæjarstjórinn á Akra- nesi á kjörtímabilinu en áður höfðu gengt embættinu þeir Árni Múli Jónasson og Jón Pálmi Pálsson. Þeir hættu báð- ir störfum skömmu áður. Regína er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá viðskipta- og hagfræði- deild Háskólans í Aberdeen í Skotlandi. Skólar í Hvalfjarðarsveit spjaldtölvuvæddir Hvalfjarðarsveit setti stefnuna á að verða fyrsta sveitarfé- lagið á landinu sem ræki spjaldtölvuvæddan grunn- og leik- skóla. Samningar þess efnis voru undirritaðir 7. janúar og fengu kennarar Heiðarskóla og leikskólans Skýjaborgar fyrstu spjaldtölvurnar afhentar við undirritun. Í haust fengu síðan nemendur á unglingastigi tölvur. Stefnt er á að nemendur í 1.-7. bekk fái loks sínar tölvur næsta vor. Innleiðingarferlinu lýkur síðan vorið 2015 þegar almennir starfsmenn skólanna beggja fá afhentar tölvur. Tækniframförum fleytir svo áfram í Hvalfjarðarsveit því þessi misserin er verið að ljósleiðara- væða allt sveitarfélagið. Stefnt er að því verki ljúki um mitt næsta ár. Annar síldardauði Önnur hrina síldardauða í Kolgrafarfirði átt sér stað 31. janú- ar sem leiddi til þess að tugir tonna af dauðri síld rak á fjörur í firðinum með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Í janúarlok lýsti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra því yfir á fundi með sveitarstjórnarmönnum, embættismönnum og íbúum í Kol- grafarfirði, að síldardauðinn í desember væri einstakt tilvik og myndi ekki gerast aftur. Síðar sama dag sá Sumarliði Ásgeirs- son ljósmyndari Skessuhorns vísbendingar um að önnur hrina síldardauði væri hafin og gerði embættismönnum sem enn voru á svæðinu viðvart, þeirra á meðal sérfræðingi frá Haf- rannsóknarstofnun sem staddur var fyrir tilviljun á brúnni yfir Kolgrafafjörð þegar ljósmyndari Skessuhorns sýndi hon- um fyrstu dauðu fiskana í hinum síðari síldardauða. Alls dráp- ust 52 þúsund tonn af síld í báðum þessum hamförum. Ýms- ir urðu til að nýta tækifærið eftir síðari síldardauðann til að verða sér út um ferska síld og héldu ófáir bændur í landshlut- anum í Kolgrafafjörð til að ná sér í ódýrt fóður. Skömmu eft- ir atvikið ákvað ríkisstjórnin að ráðast í umfangsmikið hreins- unarstarf í firðinum sem stóð yfir næstu vikurnar. Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Framkvæmdaráð sóknaráætlunar Vesturlands kom saman til fundar í lok janúar í fyrsta skipti. Stofnun ráðsins var hluti af verkefninu sóknaráætlun landshluta sem síðasta ríkisstjórn setti af stað og var markmið þess að auka vægi heimamanna í úthlutun á fjármunum vegna ýmissa verkefna sem áður voru á forræði fjárlaganefndar Alþingis og ráðuneyta. Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífi, sveitarstjórnum, skólum og opin- berum stofnunum á Vesturlandi situr í ráðinu sem starfar undir formennsku Gísla Gíslasonar hafnarstjóra. Fyrsta út- hlutun ráðsins fór fram 7. júní og var alls úthlutað 24,1 millj- ón króna til átta verkefna á sviði nýsköpunar- og markaðsmála auk mennta- og menningarmála. Minna landað af loðnu Skip HB Granda luku loðnuveiðum föstudaginn 22. mars þegar Faxi RE landaði síðustu tonnunum á Akranesi. Fyrir- tækið gerði þrjú skip út til loðnuveiðanna á síðustu vertíð, Ingunni AK, Faxa RE og Lundey NS en eftir að aukið var við kvótann um miðjan febrúar bættist Víkingur AK í hópinn. Alls var tekið á móti 25 þúsund tonnum af loðnu til bræðslu á Akranesi á vertíðinni sem er talsvert minna en árið áður þegar tekið var á móti 42 þúsund tonnum. Ástæðan var að ákvörð- un um viðbótarkvóta var tekin rúmum mánuði seinna en árið áður. Þrátt fyrir að ætíð hafi verið gripið í hið fengsæla afla- Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.