Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 55
55MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -3 0 2 0 Er rafhlaðan í lagi í þínum reykskynjara? AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER ÓMETANLEGT ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Jólaljósin lýsa nú upp heimili landsmanna. Njótum aðventunnar en látum kertaljós aldrei loga eftirlitslaust. Sem viðskiptavinur Sjóvár getur þú sótt nýja rafhlöðu í reykskynjarann þinn í næsta útibú. Sjóvá BorgarnesiSjóvá Akranesi Guðmundsson, vinur þeirra hjóna. Hann gaf sér tíma til að fylgjast með okkur ljúka skákinni og þá var Þura komin með glóðvolgar pönnukökur og sultu og rjóma á borðið. Kvöld- kaffið var nefnilega alltaf klukkan tíu og ekkert múður með það.“ Lifandi tákn um langlífi Jón Trausti segir að Hebbi hafi verið í heilsuátaki á þessum tíma. „Þegar ég var búinn að setja væn- an sultutaum og haug af rjóma á pönnukökuna, ásamt mínum hefð- bundna sykurskammti í kaffiboll- ann, þrjár skeiðar, gat hann ekki setið á sér lengur að fordæma þess- ar neysluvenjur. „Fólk sem leyfir sér að borða svona óhollustu verður nú ekki gamalt,“ sagði hann og beindi orðum sínum til mín. Í þann mund var nafni minn búinn að setja sama skammt og ég á pönnukökuna og toppaði það með að strá vænu syk- urlagi yfir. Þá benti ég Hebba á að nafni minn væri lifandi sönnun þess að langlífi fylgdi slíkri neyslu, enda langt síðan ég kom mér upp þeirri hollustukenningu að allt sem þyk- ir gott er hollt. Það var hent gam- an að þessu og ég held að Hebbi hafi skemmt sér manna best, enda keyptum við áreiðanlega nokkr- ar bækur af honum í þessari sölu- ferð hans. Það var oft teflt í heima- húsum í þá daga. Langar mig í því sambandi að nefna að mikið var teflt þegar föðurbróðir konu minn- ar, Haukur Sveinsson og kona hans Hulda Guðjónsdóttir voru hjá okk- ur í sínum árlegum heimsóknum. Hann var og er forfallinn skákmað- ur. Þá var yfirleitt skroppið til nafna míns og Þuru og teknar nokkrar skákir eða að þau komu til okkar. Ekki má gleyma félagsmálatröllinu honum Gísla Gunnlaugssyni sem var allt í öllu sem viðkom skák hér í Dölum.“ Alltaf unnið hjá öðrum Jón Trausti segist aldrei hafa not- að meistararéttindin sín í rafvirkj- uninni í sjálfstæðan rekstur, hann hafi alltaf unnið hjá öðrum. „Ég hef alltaf litið á það sem kost að vera að mestu laus við kvabb utan vinnu- tímans, þótt vissulega hafi oft ver- ið haft samband við mig og ég beð- inn að taka að mér tiltekin verkefni. Ég held ég geti alveg sagt án þess að það flokkist undir grobb að þeir sem ég haf unnið fyrir hafi verið ánægðir með mín verk. Ég vann hjá Einari meistara mínum til ársins 1985. Þá var farið að draga úr verk- efnum hjá fyrirtækjum og einstak- lingum, en ástæðan fyrir því að ég flutti mig til Rarik á þeim tíma var að mér bauðst þar starf. Ég kunni líka mjög vel við mig hjá Rarik, en þar vann ég undir stjórn Jónasar Guðmundssonar sem líka nam sína iðn hjá Stefáni Einari Stefánssyni. Við rafvirkjarnir hér í Búðardal höfum reyndar langflestir numið hjá sama meistaranum. Líka Hilm- ar Óskarsson sem ég hef unnið hjá í einstökum verkum síðasta árið eftir að ég hætti hjá Rarik. Svo sem um daginn meðan hann var að sinna verkefnum í Kenía.“ Börnin dreifst um heiminn Þau Jón Trausti og kona hans Guð- rún Konný Pálmadóttir frá Fossi í Staðarsveit eiga saman þrjár dætur. Elst er Rannveig Margrét sem býr í Danmörku og á tvö börn. Hrönn í miðið, býr í Noregi og á þrjú börn og Kolbrún sú yngsta sem býr í Grindavík á tvö börn. Jón Trausti á tvo syni frá fyrra hjónabandi, sá eldri er Gísli sem er sjö barna faðir og býr í Danmörku og Trausti sem býr í Líma í Perú og á þrjú börn. Guðrún Konný átti fyrir dótt- urina Lindu Björk Sæmundsdóttur sem býr í Reykjavík og á fjóra syni. „Börnin okkar og barnabörnin eru 21 og dreifð um heiminn. Nú höfum við gömlu hjúin sannfrétt að það styttist í langafa- og lang- ömmuhlutverkin. Var einhver að tala um kanínubú,“ spyr Jón Trausti spaugsamur að endingu. þá Teflt af ástríðu, Jón Trausti og Haukur Sveinsson. Hafrafell í Reykhólasveit. Jól í Lækjarhvammi 9. Myndirnar eru allar úr ljósmyndasafni Jóns Trausta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.