Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 70
70 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 fjölgaði þingmönnum sínum úr 9 í 19. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum samtals 26,7% atkvæða og 19 þingmenn, en úrslitin eru þau næstverstu í sögu flokksins. Þá hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum, Björt framtíð sem hlaut 8,2% og 6 þingmenn og Píratar sem fengu 5,1% og 3 þingmenn. Aðrir flokkar fengu minna. Eftir stutt- ar stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar kosninga tók ný ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við völdum í maí undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kjörsókn í Norðvesturkjördæmi reyndist sú mesta á land- inu, um 83,6%. Flest atkvæði í kjördæminu hlaut Framsókn- arflokkurinn, um 35,2% og fjölgaði flokkurinn þingmönn- um sínum úr tveimur í fjóra. Sjálfstæðisflokkurinn kom næst- ur á eftir með 24,7% og hélt flokkurinn sínum tveimur þing- mönnum. Samfylkingin hlaut síðan 12,2% atkvæða og einn þingmann kjörinn og Vinstri grænir 8,5% og sömuleiðis einn þingmann. Vegna ákvæða kosningalaga færðist einn þingmað- ur úr NV-kjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í þessum kosn- ingum og eru þingmenn kjördæmisins því einungis átta. Hvalveiðar aftur af stað Í maíbyrjun staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. að hvalveiðar færu af stað í sumar. Að kvöldi sunnudagsins 17. júní héldu síðan Hvalur 8 og 9 úr höfn áleiðis á Faxaflóa þar sem Hvalur 8 veiddi fyrsta langreyði vertíðarinnar daginn eft- ir. Hvalvertíðin stóð yfir fram til septemberloka og veiddust 134 dýr að þessu sinni. Um 150 manns hafa haft atvinnu af veiðunum, bæði á sjó og í landi. Árið í ár er síðasta af fimm ára leyfi sem í gildi hefur verið frá 2009 og er undir núverandi ríkisstjórn komið hvort leyfið verður endurnýjað. Gróska í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan er einn helsti vaxtarbroddur í efnahagslífi landsmanna og styttist nú í að greinin skipi fyrsta sæti í út- flutningsverðmætum landsmanna á eftir sjávarútvegi og stór- iðju. Mátti sjá vísbendingar um aukningu í ferðaþjónustu víða um Vesturland á árinu. Í gamla bænum í Borgarnesi var veit- inga- og kaffihúsið Edduveröld opnað í mars, gististaðurinn Egils guesthouse var stækkaður um helming og þá var sveita- markaðurinn Ljómalind opnaður í efri hluta bæjarins svo eitt- hvað sé nefnt. Þess utan var lokið við að stækka Icelandair Hótel Hamar við golfvöll bæjarins og veitingastað Landnáms- seturs Íslands. Í Borgarfirði var hinn sögufrægi Hreðavatns- skáli opnaður á nýjan leik auk þess sem kaffi- og veitingasalan Sveitakaffi var opnuð í Nesi í Reykholtsdal. Á Vegamótum á Snæfellsnesi hófust framkvæmdir í sumar við byggingu nýrr- ar gistiaðstöðu og þá var gistiheimilið Harbour hostel opnað í Stykkishólmi. Í Dölum var sveitasetrið Vogur Country Lodge opnað í Vogi á Fellsströnd í ársbyrjun. Ýmis áform eru loks uppi um frekari framkvæmdir hjá ferðaþjónustuaðilum og má ætla að einhver af þeim verði sett af stað á nýju ári. Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands Gustmikill aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands fór fram í maílok á Bifröst þar sem dagur ferðaþjónustunnar í landshlutanum var haldinn. Nokkrar umræður spunnust á fundinum um fjárreiður samtakanna, atkvæðisrétt fundar- manna og þá var fyrirkomulag hans og tímasetning gagnrýnd. Í stjórnarkjöri voru Hansína B. Einarsdóttir formaður og tveir aðrir stjórnarmenn felldir. Þrír nýir stjórnarmenn komu inn í stjórnina. Umdeildar skipulagsbreytingar Akraneskaupstaður kynnti nokkrar tillögur að aðalskipulags- breytingum á árinu. Tvær tillögur féllu í grýttan jarðveg hjá bæjarbúum, annars vegar tillaga um 70 þúsund fermetra land- fyllingu í Steinsvör og út að Breið og hins vegar tillaga að breyttri landnotkun á bakkanum við Langasand, frá Faxabraut að útisturtum við sandinn. Þar hugðist fjárfestir byggja veit- ingastað. Íbúar mótmæltu tillögunum og að endingu hvarf Akraneskaupstaður frá áformum sínum um að leyfa breytta landnotkun á þessum stað. Aðrar tillögur Akraneskaupstað- ar hlutu hins vegar góðan hljómgrunn hjá bæjarbúum, m.a. skipulagsbreyting á Akratorgi í hjarta bæjarins þar sem fram- kvæmdir hófust í lok október. Þá var nýverið samþykkt breyt- ing um uppbyggingu ferðaþjónustu á Akurstúni. Ein stærsta verslun landsins Um áramót var Hyrnunni í Borgarnesi lokað eftir að leigu- samningur Samkaupa við N1 rann út. Hyrnan hafði þá ver- ið í rekstri í 22 ár og orðin kunn sem ein stærsta bensínstöð landsins. N1 réðist strax í framkvæmdir í húsinu sem var end- urhannað hér um bil frá grunni. Föstudaginn 31. maí var loks ný og glæsileg þjónustustöð N1 opnuð með pompi og prakt og lögðu um 2.000 gestir leið sína í stöðina á opnunardaginn. Við opnunina sagði Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1 að Borgarnesstöðin væri sú stærsta og glæsilegasta hjá fyrirtæk- inu og væri til vitnis um vilja þess til að bjóða viðskiptavinum upp á góða þjónustu í Borgarnesi. Þórsnes II strandar Fjölveiðiskipið Þórsnes II frá Stykkishólmi strandaði á skeri við Skoreyjar skammt frá Stykkishólmi fimmtudaginn 27. júní. Níu skipverjar voru um borð og björguðust þeir allir. Afleiðingarnar fyrir skip og umhverfi urðu þó minniháttar. Skipið settist á skerið og var þar allan fimmtudaginn, en náð- ist á flot aftur á kvöldflóðinu með öllu óskemmt. Var því síðan siglt til heimahafnar í kjölfarið. Þetta var í annað sinn á árinu sem Þórsness II komst í hann krapann en í maí þurfti varð- skipið Þór að koma skipinu til aðstoðar eftir að það hafði orð- ið vélarvana norðvestur af Flatey á Breiðafirði. Útgerð Þórs- ness fór í framhaldi strandsins í þrot. Tvíburafolöld fæddust Sá sjaldgæfi atburður varð á bænum Nýjabæ í Bæjarsveit að- fararnótt þriðjudagsins 25. júní að þar kastaði ellefu vetra hryssan Glódís frá Nýjabæ tveimur folöldum. Folöldin eru undan stóðhestinum Skálmari frá Nýjabæ. Opna verksmiðju í Ólafsvík Fyrirtækið Ægir sjávarfang í Grindavík festi kaup á atvinnu- húsnæði við höfnina í Ólafsvík í sumar sem áður hýsti hluta af rekstri Valafells ehf. Ægir sjávarfang sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr þorsklifur og er ætlun starfsstöðvarinnar í Ólafs- vík að niðursjóða þorsklifur. Verið er að leggja lokahönd á frágang hússins fyrir framleiðsluna og er stefnt að því að taka það í notkun eftir áramót. Gert er ráð fyrir að 12 manns muni starfa við framleiðsluna í Ólafsvík. Aukin umsvif hjá HB Granda Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi jók umsvif sín umtalsvert á Akranesi á árinu. Nýjar vinnslulínur fyrir ferskan þorsk voru t.d. settar upp í verksmiðju fyrirtækisins í bænum og má gera ráð fyrir að vel yfir 6.000 tonn komi til vinnslu í stað um 3.500 í fyrra. Þá var ráðist í tæknibreytingar í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins auk þess sem togarinn Helga María AK var breytt úr frystitogara í ísfisksskip. Vegna breytinganna mun starfsfólki HB Granda á Akranesi fjölga töluvert. HB Grandi tengdist loks tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum í bænum sterk- um böndum á árinu. Í vor tilkynnti Laugarfiskur ehf. á Akra- nesi að það myndi sameinast HB Granda og í haust keypti fyr- irtækið hrognavinnsluna Vigni G. Jónsson hf. HB Grandi er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með 11,2% af út- gefnum heildarkvóta. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.