Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Hjördís Kristjánsdóttir er fædd
í desember 1960. Nokkru áður
það sama ár tók John F. Kenn-
edy við embætti forseta Banda-
ríkjanna. Það má því segja að
þau hafi verið samstíga hún
og Ameríku Jón; hún að taka
sín allra fyrstu skref í sveit-
inni vestur á Snæfellsnesi, með-
an hann var að taka sín fyrstu
skref sem þjóðhöfðingi. Hjör-
dís, eða Hjössa eins og hún er
jafnan kölluð, er uppalin í Hrís-
dal í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Hún er dóttir hjónanna Maríu
L. Eðvarðsdóttur og Kristjáns
E. Sigurðssonar. Móðir hennar
var fædd og uppalin í Þýskalandi
en kom til Íslands sem Au pair
og starfaði sem ráðskona í veiði-
húsinu í Dal þar sem hún kynnt-
ist sveitastráknum Kristjáni frá
Hrísdal. María og Kristján, sem
nú eru bæði látin, eignuðust átta
börn, en tvö þeirra létust ung.
Þau eru því sex systkinin frá
Hrísdal; Úrsúla fædd ´53, Unn-
ur ´55, Matthildur ´57, Sigurður
fæddur ´58, þá Hjördís fædd ´60
og Guðrún er yngst fædd ´62.
Hjördís næst yngst í fjölmenn-
um og föngulegum hópi syst-
kina.
Kennedy sagði í innsetningarræðu
sinni: „Spurðu ekki hvað land þitt
getur gert fyrir þig, heldur hvað þú
getur gert fyrir land þitt.“ Vera má
að hvítvoðungur uppi á lítilli eyju
í norðanverðu Atlantshafi hafi tek-
ið þessi orð forsetans alvarlega.
Kannski meðvitað en líklega þó
ekki. Slíkt gerist bara. Hjördís hef-
ur alla tíð verið nægjusöm og tilbú-
in að gefa af sér. Hún kemur til dyr-
anna eins og hún er klædd og henni
finnst betra ef aðrir gera slíkt hið
sama. Mottó hennar er að pening-
ar skipti ekki máli, það eru ekki þeir
sem færa hamingju inn í líf fólks.
Þvert á móti geti þeir valdið fólki
skaða. En fé er ekki sama og fé,
því þótt hún hafi litlar áhyggjur af
peningum er hún þess meira hrif-
in af sauðfé. Hún hefur því á síðari
árum komið á marga bæi í sveitun-
um nærri æskustöðvunum og lagt
fólki lið en um leið leitað sér fé-
lagsskapar hjá fólki sem hún getur
fundið sig hjá.
Hver vegur að heiman
er vegurinn heim
Í Hrísdal var sauðfjárrækt þegar
Hjördís var að alast upp. Þá voru
einnig kýr á bænum. Hjördís bjó
heima í Hrísdal til ársins 1986 en
flutti þá búferlum, fyrst suður á
Selfoss. Þá hafði staðið til að faðir
hennar myndi starfa við olíuversl-
un á Selfossi en vegna veikinda átti
hann ekki heimangengt þegar til
kom og hljóp því Hjördís í skarð-
ið og var þar við störf fram til vors-
ins 1987. Árið 1988 keypti Sigurð-
ur bróðir hennar Hrísdalinn. Árið
eftir var hún að vinna á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Neskaupsstað og
1989 lagði hún land undir fót og
nam hússtjórnarfræði á Hallorms-
stað. Þar lærði hún meðal annars
að baka heimsins bestu jólaköku.
Hjördís hefur alltaf verið ófeimin
við að taka að sér hin ýmsu og ólík-
ustu störf og meðal þess sem hún
hefur tekið að sér er matreiðsla,
ráðskonustörf í Flóanum, ýmis af-
greiðslustörf, póstútburður, störf í
fiski að ógleymdum hinum ýmsu
landbúnaðarstörfum. Jafnvel þótt
Hjördís hafi jafnan farið og unn-
ið víða kom hún alltaf heim að vori
til að vinna við sauðburðinn. Þeg-
ar hún horfir til baka og rifjar þetta
upp kemur í ljós að líklega hafi hún
verið öll vor við sauðburð í Hrísdal
utan eins. Heimahagarnir toguðu
því sterkt í Hjördísi og gera enn.
Fannst hagarnir líflausir
Sigurður bróðir hennar seldi Hrís-
dalsjörðina árið 2003 og lagðist
þá sauðfjárbúskapur þar af. Hjör-
dís tók sér smá frí frá sveitinni eft-
ir söluna. En þá nutu aðrir bænd-
ur og aðrar kindur aðstoðar hennar
í sauðburði á vorin. Bændur fengu
hana til að aðstoða við erfiða burði
og til að taka vaktir í fjárhúsunum.
Engu að síður finnst henni hún allt-
af þurfa að koma við í Hrísdal, fara
heim. „Það er erfitt að losna undan
þeirri heimþrá ef taugin er sterk,“
segir hún. Það var ekki fyrr en Egg-
ert bóndi á Hofsstöðum bað Hjör-
dísi eitt sinn að fara með tvo smala
og sýna þeim hvað og hvernig ætti
að smala svæðið fyrir ofan Hrísdal.
Þegar hún gengur til baka sest hún
á stað sem kallaður er af þeim sem
til þekkja Kastalinn. Þar hafði stað-
ið lítill kofi þegar börnin í Hrísdal
voru að alast upp. Staður sem þau
systkinin fóru á og léku sér við þá
alþekktu og stórskemmtilegu iðju;
að drullumalla. Þar sat hún, horfði
yfir svæðið og áttaði sig á því að
hagarnir við Hrísdal væru orðnir
hálf líflausir, það er að segja lausir
við allt sauðfé. „Ég held að það hafi
orðið þarna ákveðin vatnaskil. Eftir
þetta minnkaði þörfin hjá mér fyrir
að koma alveg heim að Hrísdal þótt
að taugin vestur héldi.“
Lambaljósmóðir
Síðustu árin hefur Hjördís verið
viðloðandi fjárrag á hinum ýmsu
bæjum í sveitunum á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Flakkar svona á milli
bæja. Hún sjálf er hógvær en blaða-
manni er kunnugt um að bænd-
ur hafa leitað til hennar og notið
starfskrafta hennar. Meðal starfanna
má nefna ritarastörf í fjárhúsun-
um á haustin. Hjördís er eiginlega
„Ágústus“ margra bænda, skrásetur
fyrir þá hjörðina. Við slík störf nýt-
ur hún lífsins, að fara á milli bæja,
aðstoða við skrif þegar ráðunautar
koma til að mæla lömbin. „Ég hef
unun af öllu fjárragi, en alveg sér-
staklega á vorin og haustin,“ segir
hún. Síðustu tvö árin hefur Hjördís
tekið hita og þunga af sauðburði hjá
bændunum Kötu og Ástþóri í Dal.
Þar nýtist hennar dýrmæta reynsla
við burðaraðstoð sem hún hefur
aflað sér allt frá barnæsku.
Á haustin má gjarnan sjá Hjör-
dísi á bíl sínum með kíki í höndun-
um. Þannig fylgist hún grannt með
gangi mála uppi á fjöllum og í hlíð-
um. Stundum nýta smalar í fjalls-
hlíðunum sér það, því Hjördís hef-
ur betri yfirsýn þaðan sem hún er
og þannig er hægt að vinna sam-
an með aðstoð nútíma tækni. Hún
segist ekki vera mikið inni í kenni-
leitum en þekki ágætlega hegðun
kinda og geti stundum lesið þær;
hvar þær eru líklegar til að leyn-
ast í náttúrunni og hvert þær eru
vísar til að hlaupa. Margt fólk sem
alið er upp í sveit í kringum búfén-
að lærir að lesa í hegðun dýranna.
Hjördís hefur einnig aðstoðað við
að koma kindum til síns heima, t.d.
sem skilamaður í hinum ýmsu rétt-
um á Snæfellsnesi í gegnum árin.
Hjördís fékk kind að gjöf þeg-
ar hún varð fimmtug. Sú heitir
Drottning og býr á einum sveita-
bænum fyrir vestan. Þessari eign
fylgir engin kvöð, en hún getur val-
ið hrút um fengitímann og heim-
Sterkir eru þeir hnútar sem æskustöðvarnar hnýta
Rætt við Hjördísi Kristjánsdóttur sem í jákvæðri merkingu þess orðs mætti kalla síðustu flökkukonuna
Hjördís í sveitinni.
Hér er Hjördís standandi ofan á skúrnum sem eitt sinn var við Langholtsrétt, en brann síðar.
Bústörf að hausti. Hér er Hjördís að svíða svið ásamt Sigurgeiri Ómari Sigmunds-
syni sem var mörg sumur í sveit hjá þeim í Hrísdal.
Hjördís Kristjánsdóttir.