Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 72
72 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Dreifnám tekur til starfa
í Dölum
Dalamenn tóku frumkvæði að því á árinu um að bjóða upp á
nám á framhaldsskólastigi í heimabyggð, svokallað dreifnám.
Dalabyggð gekk til samninga við Menntaskóla Borgarfjarðar
um framkvæmd námsins og náðist samkomulag um stofnun
framhaldsdeildar skólans í Búðardal síðastliðið sumar. Jenny
Nilsson frá Lyngbrekku á Fellsströnd var ráðinn umsjónar-
maður deildarinnar sem tók til starfa í lok ágúst. Átta nem-
endur stunda nám við deildina en að auki sækja nokkrir elstu
nemendur Auðarskóla áfanga við hana.
Góður árangur vestlenskra
hestamanna
Segja má með sanni að hestamennskan á Vesturlandi hafi
blómstrað á árinu. Fjórðungsmót var á Kaldármelum í júlí,
Íslandsmót fullorðinni var haldið í Borgarnesi og Heims-
meistaramót í Berlín í ágúst. Þar áttu vestlenskir hestamenn
sína fulltrúa, bæði hesta og knapa. Hestaíþróttaknapi ársins
og efnilegasti knapinn koma báðir frá Vesturlandi. Það eru
þeir Jakob Svavar Sigurðsson sem keppti á Al frá Lundum II
og Konráð Valur Sveinsson. Einnig er mikil uppsveifla í kyn-
bótahrossum og má m.a. nefna Nótu frá Stóra Ási sem hlaut
Glettubikarinn og að sex hæst dæmdu fjögurra vetra stóðhest-
arnir í ár koma allir frá Vesturlandi. Hæst dæmda hryssa ársins
var Auður frá Skipaskaga með 8,68 í aðaleinkunn. Tveir stóð-
hestar eru jafnir í efsta sæti stóðhesta og er annar þeirra Narri
frá Vestri Leirárgörðum með 8,71 í aðaleinkunn. Sannarlega
frábær árangur hjá okkar fólki og hrossum og verður spenn-
andi að fylgjast með á næsta ári. Þá verður m.a. Landsmót í
byrjun júlí á Hellu.
Kom í heiminn á Mýrunum
Eva Lind Breiðfjörð og Emanúel Þórður Magnússon í Ólafs-
vík komust í fréttirnar í sumar þegar þau eignuðust dreng
að morgni mánudagsins 22. júlí í sjúkrabíl á Mýrunum. Um
fimm um morguninn hafði Emanúel haldið til sjós frá Ólafsvík
en snéri klukkustund síðar rakleiðis í land eftir að Eva hafði
hringt í hann og tjáð honum að hún væri kominn með verki.
Ákváðu þau í framhaldinu að hringja á sjúkrabíl sem lagði af
stað frá Ólafsvík um klukkan átta. Eftir tæplega klukkustunda
akstur var barnið að koma í heiminn og urðu því sjúkraflutn-
ingamennirnir Ásmundur Jónsson og Erlingur Pétursson að
stöðva aksturinn til að taka á móti nýjasta Ólsaranum þann
daginn. Bíllinn var þá staddur á Mýrum. Fæðingin gekk eins
og í sögu en þetta var fyrsta skipti sem þeir Ásmundur og Er-
lingur taka á móti barni. Eftir stutta dvöl á fæðingadeildinni á
sjúkrahúsinu á Akranesi hélt fjölskyldan síðan aftur til heim til
Ólafsvíkur daginn eftir.
Stórbruni í Magnúsi SH
Mikið tjón varð á netabátnum Magnúsi SH frá Hellissandi
þegar eldur kviknaði í honum inni í skipasmíðahúsi Þor-
geirs & Ellerts hf. á Akranesi þriðjudaginn 31. júlí. Slökkvi-
starf gekk treglega í fyrstu vegna mikils reyks í húsinu og sáu
slökkviliðsmenn varla handa sinna skil. Þess utan var nokkur
hætta um tíma þar sem gashylki voru nærri bátnum. Síðdeg-
is náðu viðbragðsaðilar að virkja dráttarbrautina í húsinu og
koma bátnum undir beran himinn. Í kjölfarið gekk slökkvi-
starf mun betur og náðist að slökkva eldinn nóttina eftir. Eng-
in slys urðu á fólki af völdum brunans, en tjón var allnokk-
uð í Magnúsi SH og reyndist að endingu kosta 180 milljónir
króna. Tjónið á skipasmíðahúsinu reyndist hins vegar minni-
háttar. Á haustdögum var ákveðið að endursmíða bátinn eftir
að samningar tókust á milli Þ&E og útgerðarinnar Skarðsvík
ehf. á Hellissandi sem er eigandi bátsins. Áætlað er að endur-
smíðinni verði lokið í mars á næsta ári.
Skólastjóri hættir í Borgarnesi
Starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi kom illa út úr nokkrum
þáttum í niðurstöðum fyrstu Skólavogarinnar á árinu. Könn-
unin er samanburðarkönnun á starfi 19 sveitarfélaga á Íslandi
þar sem 80% landsmanna búa. Greint var frá niðurstöðunum
í september og kom umfjöllunin af stað mikill umræðu um
skólamál í bæjarfélaginu. Áður en langt um leið ákvað Krist-
ján Gíslason skólastjóri að stíga til hliðar til að skapa frið um
skólastarfið og treysta stoðir þess. Borgarbyggð auglýsti eftir
eftirmanni hans í kjölfarið og sóttust sjö eftir starfinu. Signý
Óskarsdóttir var ráðinn nýr skólastjóri í nóvember og mun
hún taka við stöðunni fljótlega.
Stórar framkvæmdir
á Grundartanga
Faxaflóahafnir ákváðu í haust að verja 345 milljónum króna
í hafnarframkvæmdir á Grundartanga á næsta ári. Í fram-
kvæmdunum verður Tangabakki lengdur um 120 metra en
einnig verður haldið áfram við gatna- og lóðagerð á svæðinu
ásamt frekari landþróun. Athafnasvæðið á Grundartanga er
eitt helsta vaxtarsvæði landsins og hafa Faxaflóahafnir á und-
anförnum árum haldið utan um þróun svæðisins fyrir hönd
eigenda sinna sem eru Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg,
Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur. Auk
þess munu Faxaflóahafnir ráðstafa 37 milljónum til fram-
kvæmda við Akranes- og Borgarneshöfn á næsta ári.
Grindhvalir á land við
Rif og Ólafsvík
Stór grindhvalavaða komst í hann krappann við ströndina á
milli Rifs og Ólafsvíkur laugardaginn 7. september, sennilega
í kjölfar slæms veðurs sem gekk yfir á þessum slóðum sama
dag. Menn urðu fyrst varir við vöðuna um kl. 18 í Rifshöfn og
er talið að í henni hafi verið á bilinu 70-80 hvalir. Fjöldi þeirra
synti síðan upp með ströndinni áleiðis til Ólafsvíkur. Styggð
hvalanna var slík að þegar upp var staðið daginn eftir höfðu
um þrjátíu hvalir synt á land og drepist. Tilraunir til að koma
lifandi hvölum aftur út á sjó bar takmarkaðan árangur. Íbúar
á svæðinu biðu ekki boðanna þegar fréttist af hvalrekanum og
lögðu margir leið sína að hræjunum til að nýta þau, enda vit-
að að færeysk áhrif eru sterk á svæðinu.
Nýtt skipulag SSV rætt
Ýmis mál voru í brennidepli á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi sem fram fór í Reykholti í september. Hæst báru
hugmyndir starfshóps að breyttu skipulagi SSV sem lagðar
voru fram á fundinum. Meðal þeirra breytinga sem hópur-
inn lagði til var að víkka út samtökin og gera þau líkari syst-
ursamtökum þeirra á Austurlandi og draga úr yfirbyggingu
verkefna tengd SSV svo sem með því að leggja niður Menn-
ingarráð Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands og færa
verkefni þeirra undir skrifstofu SSV. Aðalfundurinn frestaði
að taka ákvörðun í málinu og fól starfshópi undir forystu Páls
S. Brynjarssonar sveitarstjóra í Borgarbyggð að undirbúa mál-
ið frekar fyrir framhaldsaðalfund samtakanna sem fór fram á
Hótel Hamri í nóvember. Þar var einnig beðið með ákvörð-
un í málinu en í staðinn var það sent öllum sveitarstjórnum til
umsagnar. Málið er því enn í ferli.
Mollý sló í gegn
Geitin Mollý á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði varð landsfræg á
einum degi í október þegar Skessuhorn greindi frá viðburða-
ríku lífi hennar. Mollý vann strax hug og hjörtu lesenda og
Framhald á næstu opnu