Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 88

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 88
88 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 sagði að við drykkjum ekki bjór, þannig að við kæmum líka ekki til með að nýta þessa þjónustu. Bjór- maðurinn þóttist ekki skilja það en sagði við Elsu að hann hefði reynd- ar séð manninn hennar. Hann væri stór og mikill þannig að það veitti sjálfsagt ekki af einum kassa yfir vikuna. Vinnudagurinn var jafnan langur þessa átján mánuði sem við vorum þarna. Venjulega vann ég frá fimm á morgnana til átta á kvöld- in, þannig að ekki gafst mikill tími til bjórdrykkju. Bjórkassarnir hlóð- ust því upp hjá okkur,“ segir Gunn- ar og er skemmt . Nú fór að stytt- ast í að þau Elísabet færu heim til Íslands með litla Bárð Örn. Þau fóru þó til baka til Vínar til hálfs árs dvalar til viðbótar. Elsa hafði hlotið námsstyrk og fékk til af- nota keramik verkstæði í miðborg Vínar og á þeim tíma lauk Gunnar Örn við doktorsritgerðina og varði hana. Hún fjallaði um áhrif ákveð- innar vítamínsblöndu á gæði stóð- hestasæðis. Gott að ala upp börn á Hvanneyri Gunnar Örn og Elísabet komu heim að nýju til Íslands á haustdög- um 1978. Honum bauðst starf sem Héraðsdýralæknir Borgarfjarðar- sýslu á Hvanneyri til eins árs. Þeim grunaði ekki þá að það myndi leiða til framtíðarbúsetu í héraðinu. Oddur Rúnar Hjartarson, þáver- andi dýralæknir í Borgarfjarðar- sýslu með aðsetri á Hvanneyri, var þá að fara í ársleyfi. Á þessum tíma voru embætti héraðsdýralækna að- skilin um Hvítá, annar dýralæknir var með Mýrasýsluna. Þau Gunn- ar Örn og Elísabet eignuðust tvö börn á Hvanneyri, Halldór Örn 1979 og Sólveigu Ragnheiði 1986. Telur hann einstaka gæfu að fá að ala upp börn á Hvanneyri, en þar er umhverfið frjálslegt og hættulít- ið fyrir börn. Gunnar Örn var ráð- inn til að gegna starfinu áfram eft- ir að það var auglýst. Hann var hér- aðsdýralæknir í Borgafjarðarsýslu í samfellt 21 ár eða til ársins 1999. Þá var hann ráðinn héraðsdýra- læknir fyrir Gullbringu- og Kjósar- sýslu sem hann gegndi fram á árið 2013. Gunnar Örn var þá kominn á svokallaða 95 ára reglu og gat hætt störfum. Síðustu misserin hefur hann verið sjálfstætt starfandi dýra- læknir í Borgarfirði, býr enn í dýra- læknisbústaðnum á Hvanneyri sem þau Elísabet keyptu 1999. Elsa, þeir vilja mig ekki „Ég kom til starfa 1. október 1978 þegar sláturtíðin var komin vel af stað. Þegar sláturtíðinni lauk seint í október fór ég að hafa áhyggjur. Mér fannst grunsamlegt að síminn hjá mér þagði, það hringdi enginn. „Elsa, þeir vilja mig ekki,“ sagði ég. En svo einn daginn hringja tveir, báðir sauðfjárbændur. Fyrsti bónd- inn sem ég fór í vitjun til var Jakob Jónsson á Varmalæk í Bæjarsveit. Hann bað mig að kíkja á kind hjá sér í fjárhúsinu. Ég sá strax að það sem af henni amaði var smá ígerð í fæti og var hissa á því að hann væri að fá mig til að kíkja á þetta smáræði sem hann gæti áreiðanlega ráðið fram úr sjálfur. Enda kom það í ljós að hann gerði miklu frekar boð eft- ir mér vegna þess að honum þótti forvitnilegt að kynnast nýja dýra- lækninum sem nam í Vín. Það var stuttur tími sem við ræddum um það sem að kindinni amaði. Aftur á móti áttum við langt spjall um tón- listarlífið almennt í Vín meðan ég dvaldi þar, hvort þar hefði ég ekki oft hlýtt á sinfóníur Beethovens og óperur Mozarts og Verdis?“ Bændurnir vel upplýstir og skemmtilegir Hinn bærinn í Borgarfirðinum sem Gunnar Örn var boðaður til á þess- um fyrsta vitjunardegi var að Gils- bakka á Hvítársíðu hjá Magnúsi Sigurðssyni bónda. „Það var sama sagan þegar ég kom í fjárhúsin á Gilsbakka til Magnúsar bónda að ég var fljótur að sjá hvað að kind- inni amaði. „Þetta er fóðureitrun,“ sagði ég. Magnús svaraði að bragði og sagði að það hefði hann reynd- ar vitað en sig langaði að vita hvort að til væru mörg afbrigði af Lister- íu monocytogenes sem veldur þess- ari tilteknu eitrun. Í þessari heim- sókn og með dvöl minni hér varð mér ljóst hve vel margir borgfirskir bændur eru upplýstir og menntaðir á mörgum sviðum. Sömu sögu hafði ég reyndar ekki að segja af bændun- um í Bæjaralandi sem ég hafði starf- að fyrir í eitt og hálft ár þar á undan og hafði til samanburðar. Ég man eitt sinn þegar ég kem að Langholti í Bæjarsveit til Jóns Blöndal fyrr- verandi oddvita Andakílshrepps, að þar sem við stóðum í fjósinu spurði hann mig hvort ég hafi verið í MR. Jú hann var líka stúdent þaðan og spurði hvort ég hefði lesið þýsku- bók eftir Jón Ófeigsson? Ég játti því. Þá fór hann utanað með kafla úr einni sögu bókarinnar, sem ég rétt svo mundi hvað hét.“ Önnur skemmtileg til- vik úr starfinu Aðspurður um skemmtileg til- vik í starfinu, segir Gunnar Örn þau fjöldamörg. „Sem dæmi var ég eitt sinn kallaður að bæ til að vana þrjá fola. Karlinn var harðskeytt- ur og þannig voru folarnir einnig. Einn þeirra rauðblesóttur var ljón- styggur og rammslægur. Gekk okk- ur ekki vel að handsama hann, enda bóndinn orðinn gamall og synir- nir óharðnaðir. Fannst honum þeir vera í raun hinar mestu liðlesk jur og lét þá heyra það. Dýralækna- ræfillinn varð því að svífa á folann, sem beit og sló. Folinn var deyfður og felldur með gamla laginu, með böndum og svæfður með klóróf- ormi líkt og þá tíðkaðist. Þegar átti svo að gelda dýrið reyndist folinn vera hryssa,“ segir Gunnar Örn og hlær en heldur svo áfram. „Annað tilvik man ég eftir. Þegar ég kom á bæ í júgurbólgu tilfelli, þá mætti bóndinn til dyra gifsaður upp í klof. Hann hafði lærbrotnað. Ég spurði hvað hafi komið fyrir. Hann svaraði treglega, en eftir að ég hafði geng- ið á hann segist hann hafa kom- ið undir morgun heim af árshá- tíð og ákveðið að fara og mjólka strax, svo hann gæti sofið út. „En eins og þú veist Gunnar, þá er hún Huppa fastmjólka og þar sem ég Foli geltur með gamla laginu hjá þeim bræðrum Gunnari og Ólafi Eiríkssonum á Grjóti. Söngbræður héldu vortónleika undir berum himni á Álftanesi á Mýrum fyrir nokkru. Ljósm. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.