Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 107
107MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Gleðileg jól
Arion banki óskar öllum landsmönnum, nær og fjær,
gleðilegra jóla og góðra stunda yfir hátíðirnar.
Drekaskátar í skátafélaginu Ernin-
um stóðu fyrir helgileik í Grundar-
fjarðarkirkju þriðjudaginn 10. des-
ember síðastliðinn. Þétt var set-
ið í kirkjunni og höfðu áhorfend-
ur gaman af þessari nýstárlegu út-
gáfu af helgileiknum sem innihélt
meðal annars górillu, apa og asna
ásamt hinum hefðbundnu hlut-
verkum Jósefs, Maríu, vitringanna
og englanna. Gleðin skein úr and-
litum þessara upprennandi leikara
en þeir skiluðu hlutverkum sínum
með miklum sóma.
Gleðin var ekki minni á Sólvöll-
um en þar var daginn eftir slegið
upp jólaskemmtun þar sem með-
al annarra komu Stekkjastaur og
Giljagaur við sögu.
tfk
Sunnudaginn 27. desember, á þriðja
dag jóla, verður jólasagan í alþýðu-
stíl leikin í Hjálmakletti, hátíðarsal
Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævin-
týrið hefst með athöfn í kirkjunni
kl. 18 en þaðan gengin blysför að
menntaskólanum þar sem sýningin
hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verð-
ur staðnæmst við tónlistarskólann
þar sem Theodóra Þorsteinsdótt-
ir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sig-
ríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna
Ágústa Olgeirsdóttir syngja „Ó
helga nótt.“
Þetta er fjórða sinn sem Hinn
guðdómlegi gleðileikur er flutt-
ur. Textinn er allur í bundnu máli
í anda gamalla helgileikja frá Bret-
landi þar sem persónur jólaguð-
spjallsins taka á sig mannlegar
myndir og atburðirnir hafa skýr-
skotanir til samtímans. Höfund-
ar textans eru Kjartan Ragnarsson
og Unnur Halldórsdóttir en leik-
myndin er eftir myndlistarmann-
inn Ragnar Kjartanson.
Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur
þátt í undirbúningnum og sýning-
unni sjálfri. Leikarar koma úr röð-
um íbúa Borgarbyggðar, vitringana
þrjá leika til dæmis skólastjórar
Leikskólans Uglukletts, Grunn-
skólans í Borgarnesi og Mennta-
skóla Borgarfjarðar, sveitarstjóri
Borgarbyggðar leikur sendiboða og
Ágústínus keisara leikur lögreglu-
stjórinn í Borgarbyggð. Hollvin-
ir Borgarness og Björgunarsveitin
Brák sjá um undirbúning og skipu-
lag. Þrír kórar sjá um sönginn,
Barnakór Borgarness undir stjórn
Steinunnar Árnadóttur, Freyju-
kórinn undir stjórn Zsuzsönnu
Budai og Samkór Mýramanna und-
ir stjórn Jónínu Ernu Arnardóttur.
Leikstjóri er Eiríkur Jónsson. „Allir
eru velkomnir meðan húsrúm leyf-
ir en tekið skal fram að ekki verður
hleypt inn í Menntaskólann fyrr en
blysförin er komin á staðinn,“ segir
í tilkynningu. mm
Buðu upp á nýstárlega
útgáfa af helgileik
Hér eru leikarar í helgileiknum
Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði hélt sína árlegu jólaskemmtun fyrir börnin
miðvikudaginn 11. desember sl. Þá kíktu foreldrar í heimsókn ásamt því að
bræðurnir Stekkjastaur og Giljagaur kíktu við. Dansað var í kringum jólatréð og
sungin jólalög svo að það glumdi í húsinu. Þessi ungi piltur var ánægður með að
jólasveinarnir væru komnir til byggða.
Svipmynd frá uppfærslu Hins guðdómlega helgileiks um jólin 2009. Hér eru hirðingjarnir þrír ásamt Maríu, Jósef og
jesúbarninu.
Hinn guðdómlegi gleðileikur verður
í Borgarnesi þriðja dag jóla