Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 92

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 92
92 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Stofnuðu Keilufélag Akraness Gummi og Nína hafa nóg að gera. Nína vinnur hjá HB Granda og hefur unnið þar síðan í september 2010. Hún hefur, líkt og eigin- maðurinn, komið víða við í sínum störfum. Hún hefur meðal ann- ars starfað sem umsjónarkennari, matreiðslukennari og leiklistar- kennari. Hún hefur einnig unnið mikið með fötluðum. Hún vann hjá Fjöliðjunni á Akranesi í fimm ár og á Sólheimum í Grímsnesi sem unglingur. Hún hefur einn- ig starfað í Ölveri og á sambýl- um erlendis. „Það gefur manni ótrúlega mikið að vinna með fötl- uðum. Það er svo gefandi starf,“ segir hún. Þá var Þjótur á Akra- nesi með keilulið um árabil og þjálfaði Nína liðið. Nína tekur fram prjónana í frítímanum. „Ég prjóna á haustin og fram yfir ára- mót. Það koma bara ekki jól ef ég er ekki búin að prjóna eitthvað. Þó ekki væri nema einn vettling. Svo fer ég í pásu,“ segir hún. En það sem á hug og hjörtu hjónanna er keilan. Þau hafa rekið Keilu- félag Akraness um árabil og eru einnig stofnendur þess. „Það var úti í Svíþjóð sem Gummi byrjaði í keilunni. Bróð- ir hans bjó hinum megin í Stokk- hólmi og þeir vildu ná að hittast einu sinni í viku og gera eitthvað saman,“ segir Nína. „Við flettum upp hvað við gætum gert og fund- um þarna keilu í háskóla sem var miðsvæðis. Þar gátum við mæst á miðri leið. Við héldum að þetta væri keila fyrir stúdenta en þegar við komum þangað kom í ljós að þetta voru allt gamlir karlar,“ bæt- ir Gummi við og hlær. Það kom þó ekki að sök og bræðurnir héldu áfram að mæta á keiluæfingar einu sinni í viku. Það var svo eiginlega fyrir tilviljun að Gummi keppti í fyrsta sinn í keilu. „Ég mætti þarna einu sinni til að horfa á leik. Það var einn í keiluliðinu, sem var alveg eins og Elvis Presley. Hann keyrði leigubíl og var seinn þann- ig að ég var bara dubbaður upp og látinn spila.“ Keyrðu á milli til að komast á æfingar Nokkrum árum síðar byrjaði Nína einnig í keilunni og hefur áhuginn fylgt hjónunum allar götur síðan. Þau stofnuðu keilufélag Akraness 1997 í félagi við Pétur Svanbergs- son. „Ég keypti langan Landro- ver og svo leigðum við brautir í keilusalnum í Mjódd. Æfingar voru alla laugardaga og við keyrð- um á milli,“ segir Gummi en þetta var áður en Hvalfjarðargöng voru opnuð þannig að ýmislegt var á sig lagt til að koma félaginu á fót. „Það var ekki hægt að fá styrk til að opna keilusal hérna á Akranesi nema það væri til keilufélag. Þess vegna stofnuðum við þetta félag og keyrðum á milli. Við byrjuðum með lið í fjórðu deild sem spilaði sig beint upp. Nú er félagið með tvö lið í efstu deild karla,“ heldur hann áfram. „Það er varla hægt að tala um keiluna án þess að nefna Bjarna Borgar Jóhannsson. Hann vann allar nætur þegar verið var að setja salinn upp og gerði ótrúlega mikið. Hann var fyrstu árin stoð og stytta varðandi uppsetning- ar og allar viðgerðir. Móðir hans, Guðlaug Aðalsteinsdóttir sá lengi um að þrífa af liðinu bolina,“ bæta þau við. Áður en keilufélagið var stofnað æfði Gummi keilu með KR í Reykjavík og keyrði þá líka á milli. Hann hefur einnig verið þátttakandi í hinum ýmsu nefnd- um hjá Keilusambandi Íslands og er nú í aganefnd. Það hefur því verið mikið af ferðum í bæinn hjá honum tengdum keilunni. Yfir 50 manns í keilu á Skaganum Í dag æfa á bilinu fimmtíu til sextíu manns keilu á Akranesi, sé félag eldri borgara talið með. Æfingaaðstaðan er í kjallara íþróttahússins við Vest- urgötu. Gaman er að geta þess að faðir Nínu var einn af þeim sem vann við bygginguna á þessu húsi. „Ung- lingadeildin í keilunni gerir margt skemmtilegt fyrir utan æfingar nar. Það er haldin diskókeila, furðufata- keila og gistinótt svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru um 16 til 20 krakk- ar sem æfa keilu hér á hverju ári. Þau græða á því að vera í litlu félagi, því það næst að mynda svo góðan hóp,“ segir Nína. Haldnar eru þrjár keppnir fyrir unglinga á hverju ári. Þær eru meistarakeppni ungmenna, unglingaliðakeppni, þar sem reynir á samvinnunna. Að auki er Íslandsmót þar sem Keilufélag Akraness hefur átt Íslandsmeistara á hverju ári. Þá er Guðmundur þjálfari unglinga- landsliðsins í keilu og var áður þjálf- ari kvennalandsliðsins. Hjónin fara því saman á næsta ári til Danmerk- ur með landsliðið en Nína fer með til aðstoðar. Keilufélag Akraness á nær undantekningalaust unglinga í landsliðinu. Börnin og barnabörnin líka í keilu Keilan hefur reynst þeim sannköll- uð fjölskylduíþrótt en öll börn þeirra hjóna hafa einnig æft og keppt í keilu. „Tvíburarnir byrjuðu að æfa keilu í kringum níu ára aldur, þá úti í Svíþjóð. Þeir héldu því báðir áfram eftir að heim var komið og hafa báðir keppt á erlendri grundu með landsliðinu, ásamt Steinunni systur þeirra. Steinunn á einnig Íslandsmet í skotfimi,“ segja þau en þess má til gamans geta að Gummi hefur einnig lagt stund á skotfimi. Steinunn Inga á fleira sameiginlegt með foreldrun- um en hún er einnig góð söngkona. „Hún vann Hátúnsbarkakeppnina með vinkonu sinni, Hugrúnu Har- alds, og er líka mjög handlagin. Hún útskrifaðist nýlega úr Snyrtiaka- demíunni, þannig að það má segja að hún sé í handverki líka,“ segja þau með stolti. „Hún vill hafa eitthvað í höndunum, það skiptir ekki máli hvort hún sé að hekla eða snyrta ein- hvern,“ bæta þau við glöð í bragði. Gummi og Nína eiga fimm barna- börn. Tvö þeirra eru byrjuð að æfa keilu. Matthías Leó, sem er sex ára, hefur verið í keilunni frá tveggja ára aldri og Nína Rut æfir líka hjá afa og ömmu. „Matthías Leó keppti fyrst með afa á jólamóti þegar hann var þriggja ára. Þetta er þriðji veturinn sem hann æfir. Þegar hann var yngri bað mamma hans um gamla keilu handa honum í jólagjöf. Gummi pakkaði slíkri inn og gaf honum. Það var besta jólagjöfin,“ segir amman Nína. „Keilan er svo skemmtileg, hún er íþrótt sem hentar svo mörg- um,“ segir Nína. Taka því rólega um jólin Hjónin Guðmundur og Jónína ætla að taka því rólega um jólin. Þrátt fyr- ir það segja þau frá því að framundan séu jólamót í keilunni, tónleikar með kvennakórnum og ýmislegt fleira á dagskrá. Miðað við annirnar allt árið um kring eru jólin kannski rólegur tími. „Á meðan við bjuggum í Sví- þjóð komum við aðeins einu sinni heim til Íslands yfir hátíðirnar. Við vöndum okkur þá á að borða hangi- kjötið á aðfangadag. Það er svona hefð hjá okkur frá því að við bjugg- um úti. Annars er bara framundan að fara til Danmerkur á næsta ári með landsliðið og til Svíþjóðar á næsta ári út af eldsmíðinni,“ segja hjónin hress í bragði að lokum. grþ Guðmundur einbeittur í eldsmíðinni. Myndin er tekin við Fjörukrána í Hafnarfirði. Ljósm. úr einkasafni. Guðmundur er bogasmiður og leggur stund á bogfimi. Hér mundar hann bogann. Myndin er tekin að Eiríks- stöðum í Haukadal þar sem víkinga- félagið Hringhorni var við leiki og æfingar. Ljósm. úr einkasafni. Nína að syngja með söngsystrum sínum úr Stúkunum. Myndin er tekin í Reykjavík. Ljósm. úr einkasafni. Beðið eftir að tónleikar hefjist á Smiðjuhátíðinni á Seyðisfirði. Ljósm. úr einkasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.