Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 63

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 63
63MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 um kjördæmum á Vesturlandi sem síðan voru sameinuð í Vesturlands- kjördæmi með kjördæmabreytingu sem varð síðar þetta sama ár.“ Dregur sig úr fremstu víglínu Sjálfstæðismenn urðu að mynda nýjan lista fyrir kosningarnar þetta sama haust þar sem í fyrsta sinn yrðu kjörnir þingmenn fyrir það sem átti að verða Vesturlandskjör- dæmi. „Þrátt fyrir góðan árangur í Mýrasýslu þá varð ég að sætta mig við sæti of neðarlega á lista flokksins til að eiga möguleika á þingsetu. Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi sagði að Snæ- fellingar hefðu alltaf átt þing- mann og Jón Árnason á Akranesi sagði þetta líka fyrir hönd Skaga- manna. Ég var ekki sáttur. Þessi niðurstaða dró úr mér áhugann á að taka frekari þátt í stjórnmál- um í fremstu víglínu. Ég var þó í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Vesturlandi næsta áratug en aldrei það ofarlega á listum að ég yrði annað en varaþingmaður. Það var þó í sjálfu sér þolanlegt því ég gleðst af mörgum þeirra mála sem ég beitti mér fyrir í gegnum þau þingstörf mín og annars á vett- vangi stjórnmálanna. Ég hélt sæti mínu í flokksráði Sjálfstæðisflokks- ins allt fram á þennan dag.“ Sýslumaður Borgfirðinga Ásgeir notaði tíma sinn vel á meðan hann starfaði í stjórnarráðinu. Meðal annars tók hann sér leyfi til að leggja stund á framhaldsnám í lögfræði við Berkley-háskóla í Kaliforníu 1952- 1953. Það víkkaði sjóndeildarhring- inn. Árið 1961 urðu síðan vatnaskil á ferlinum. Staða sýslumanns í Borgar- firði var laus. Ásgeir sótti um og fékk starfið. „Móðir mín var ein þeirra sem ég ráðgaðist við í aðdraganda þessa. Hún sagði við mig að ég hefði oft tal- að um það sem drengur að ég vildi verða sýslumaður Borgfirðinga ef ég lyki laganámi. Nú skyldi ég freista þess að efna það því hjarta mitt hefði alltaf stefnt til Borgarfjarðar. Að heyra þetta frá móður minni gerði mig staðfastari en ella í þeirri trú að það væri rétt ákvörðun að yfirgefa stjórnarráðið og Reykjavík og setjast að með fjölskyldunni í Borgarnesi.“ Það lifnar mjög yfir Ásgeiri þeg- ar hann rifjar upp árin sem sýslu- maður Borgfirðinga. Augljóst er að hann telur árin í Borgarfirði há- tindinn á sínum ferli og jafnvel ævi- skeiði. „Sýslumennskan var gæfu- spor í mínu lífi og okkar hjóna og minnar fjölskyldu. Þessi indælu ár sem ég var sýslumaður í Borgarfirði eru þau 20 ár í minni ævi sem ég held mest upp á og hafa gefið mér gildi í veröldinni gagnvart sjálfum mér, konu minni og börnum. Það er öðruvísi með Kópavog þar sem ég endaði ferilinn mörgum árum síðar sem bæjarfógeti. Hins vegar vildi ég verða sýslumaður í Borgar- firði á nýjan leik eins og það emb- ætti var á mínum tíma. Ég fór aldrei leynt með það hvar ég stóð í stjórn- málunum en dró mig smám saman úr framboðsvafstri. Sýslumennskan hjálpaði mér að draga mig til hlés í pólitík. Ég skynjaði að eftir því sem ég fjarlægðist stjórnmálin, þeim mun meiri velvild fann ég fyrir hjá héraðsbúum í Borgarfirði. Það var minn draumur að fá þannig stuðn- ing sem héraðsstjóri. Ég tel að mér hafi tekist að ávinna mér þetta. Ég ákvað að mín gæfa væri sú að standa mig vel sem sýslumaður og fá fólk- ið með mér. Það hafði ekkert með stjórnmál að gera enda átti ég vini í öllum flokkum. Mér þótti vænt um fólkið í Borgarfirði. Eftir því sem á leið varð þetta mitt hjartans mál.“ Varaþingmennska fyrir Vestlendinga Framan af sýslumannsferlinum tók Ásgeir þó oft sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vesturlandskjördæmi. Hann vissi að hann gæti orðið þingmaður í öðru kjördæmi en ekki án fórna. Þá yrði hann og fjölskyldan að flytja úr Borgarfjarðarhéraði. „Við Bjarni Benediktsson for- maður Sjálfstæðisflokksins vorum alltaf ákaflega góðir vinir. Hann sagði við mig að ég skyldi gera mér grein fyrir því að ég hefði verið for- ystumaður í veigamiklum trúnað- arembættum fyrir flokkinn. Mér stæði opið að verða þingmaður í Reykjavík. Ég hafði þó ekki löng- un til þessa. Ég kaus að vera kyrr sem sýslumaður uppi í Borgarfirði. Börnin mín vildu vera þar. Sigrún kona mín tók ástfóstri við héraðið. Vinir okkar voru líka duglegir að heimsækja okkur. Sýslumannshúsið í Borgarnesi var ein besta bygging sinnar gerðar í landinu. Dásamleg bygging, endurbyggð á mínum tíma og kona mín stjórnaði því. Ég hef lítið vit á byggingum. En ég elskaði og þekkti hverja þúfu í Borgarfirði, kom þar heim á flestalla bæi sem sýslumaður. Fólkið var mér gott, meira að segja gömlu andstæðingar mínir til vinstri. Sumir reyndu jú að gefa það í skyn að ég væri „NATO- maður“ og „hvítliðaforingi“ og notuðu jafnvel verri orð. Þetta voru svona leppar sem menn reyndu að hengja á mann í byrjun. Svo hvarf það og gleymdist,“ segir Ásgeir og hlær við. Störf sem veittu lífsfyllingu Árin sem Ásgeir bjó Vesturlandi beitti hann sér á mörgum sviðum. Honum voru ýmsir vegir færir. Hann var bæði embættismaður og stjórnmálamaður með víðtæk sam- bönd í ranghölum stjórnsýslunnar, í atvinnulífinu og til hæstu tinda á stjórnmálasviðinu. „Ég tók þátt í að framkvæma ýmsa hluti í Borgarfirði sem ekki höfðu verið gerðir þar né ann- ars staðar í landinu. Ég var upp- tekinn af því að hlúa að menn- ingarauka í héraðinu auk þess sem samgöngumál og atvinnu- mál voru mér hjartfólgin. Ég vil ekki þreyta lesendur Skessuhorns um of með því að telja það allt upp. Það má lesa um þetta í bók minni Haustlitir sem kom út 2006. Mig langar þó að nefna að ég tók þátt í því að koma upp nýju kirkjunni í Reykholti og því sem þróaðist í að verða Snorrastofa. Ég var t. a. m. stjórnarformaður í Sementsverk- smiðju ríkisins. Þar fékk ég stjórn- ina til að samþykkja að gefa sem- entið til að steypa upp kirkjubygg- inguna og Snorrastofu. Verðmæti þessa voru fimm milljónir króna sem var mikið fé þá. Öll mín störf sem snertu þann merka stað Reyk- holt voru ákaflega gefandi. Ann- að sem ég gerði á menningarsvið- inu var að beita mér til eflingar á skólahaldinu. Þar á meðal tónlist- arskólana og héraðsskólana. Ég tók þátt í að stofna þá og styrkja eins og ég framast gat. Eina teg- und reyndi ég af landbúnaði þeg- ar ég keypti jörð og kom upp hrossabúi. Það stundaði ég í nokk- ur ár en hætti því vegna þess að það tók of mikinn tíma. Með mér var einn af kennurunum á Hvanneyri en hann flutti norður í land en þá lét ég jörðina og gaf flest hrossin. Ég var enginn bóndi þó ég hefði áhuga á landbúnaði.“ Líður best í Borgarfirði Æviferill Ásgeirs Pétursson- ar spannar ótrúlegt svið. Hann er hafsjór af fróðleik og frásögnum af langri ævi. Árunum í Borgar- firði lauk 1979. Ásgeir var skipað- ur bæjarfógeti í Kópavogi og þau Sigrún fluttu suður. Þá voru börn þeirra uppkomin og farin til náms syðra. Í dag styttir Ásgeir sér með- al annars stundir við að mála og teikna. „Ég tók upp á þessu á gamals aldri. Hafði aldrei gert þetta fyrr.“ Hann sýnir blaðamanni myndir sínar. Þær eru ótrúlega vel gerð- ar og fallegar. Ásgeir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndlist, og þekkti vel marga helstu listamenn þjóðarinnar á síðustu öld. Í þeim hópi voru Jóhannes Kjarval og Gunnlaugur Scheving sem báðir voru vinir hans. „Ég horfi líka dálítið á umræð- ur frá Alþingi og reyni að fylgjast með. Ég les líka mikið. Svo þegar mér hundleiðist þá mála ég, vitandi að ég get ekki málað nokkra mynd almennilega. Mínar bestu stund- ir er þegar ég kemst upp í Borgar- fjörð. Við konan mín áttum sum- arhús í Reykholtsdal en dóttir mín á það í dag. Þar er ég sjálfsagður gestur þegar ég vil og líður ákaf- lega vel. Við höfum ræktað stóran skóg í kring þar sem hæstu trén eru 10 metrar. Eftir að ég missti konu mína 2006 bý ég hér einn. Ég er nær því sá elsti hér í Sunnuhlíð,“ segir Ásgeir Pétursson, enn sami Borgfirðingurinn eftir öll þessi ár. mþh Fæddur í Reykjavík 21. mars 1922. Foreldrar Pétur Magnús- son, alþingismaður og ráðherra, (sonur séra Magnúsar Andrésson- ar alþingismanns), og kona hans Þórunn Ingibjörg Guðmunds- dóttir húsmóðir. Kvæntist Sigrúnu Hannes- dóttur 1946. Þau eignuðust fjög- ur börn, Sigríði, Guðrúnu, Ingi- björgu og Pétur. Sigrún lést 2006. Barnabörn og barnabarnabörn Ásgeirs og Sigrúnar eru nú orðin alls átta talsins. Kjörinn formaður Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík 1950-1952. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) 1955-1957. Lauk lagaprófi frá Háskóla Ís- lands 1950. Blaðamaður á Morgunblaðinu 1950-1951. Hóf störf í forsætis- og mennt- málaráðuneytinu 1951. Starfaði þar í 10 ár sem fulltrúi, deildar- stjóri og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar menntamálaráð- herra 1953-1956. Framhaldsnám í lögfræði við Kaliforníuháskóla þar sem hann lagði stund á fjárlagagerð á sviði stjórnarfarsréttar 1952-1953. Fulltrúi Íslands í menningar- málanefnd Evrópuráðsins 1954- 1961. Í sendinefnd Íslands á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 1982. Formaður Náttúrverndarráðs Íslands 1956-1960. Stjórnarformaður Sements- verksmiðju ríkisins lengst af 1959- 1989. Sýslumaður Borgfirðinga 1961- 1979. Oddviti sýslunefndanna og stjórnarmaður í fyrirtækjum og stofnunum í héraðinu. Beitti sér fyrir stofnun Tónlistarfélags Borgarfjarðar sem síðar stóð fyrir tónlistarkennslu á þremur stöðum í héraðinu undir merkjum Tón- listarskóla Borgarfjarðar. For- maður byggingarnefndar Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi og síðar formaður stjórnar þess á ár- unum 1962-1978. Tók oft sæti á Alþingi sem vara- þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á árunum 1964-1972. Sem embættismaður og stjórnmála- maður kom hann að mörgum málum svo sem stofnun Tækni- skóla Íslands, Ríkisendurskoðun- ar, endurbótum í vegamálum ekki síst að undirbúningi að gerð Borg- arfjarðarbrúar og vegabótum fyr- ir Hvalfjörð. Mælti með brú yfir fjörðinn. Síðar samþykkti stjórn Sementsverkssmiðjunnar und- ir formennsku hans árið 1988 að eiga aðkomu að gerð Hvalfjarðar- ganga. Fékk samþykkta tillögu á Alþingi um grundvallar jarðhita- rannsóknir í Borgarfirði árið 1964 og vann að undirbúningi þess að Kljáfoss í Hvítá yrði virkjaður. Bæjarfógeti í Kópavogi 1979- 1992 og fór þá eftirlaun. Formaður Orðunefndar 1996- 2001. Lífshlaup Ásgeirs Péturssonar: Sýslumannshjónin Sigrún Hannesdóttir og Ásgeir Pétursson. Sigrún lést árið 2006. Ásgeir býr nú einn í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann les mikið og málar myndir. Hér situr hann undir málverki af föður sínum Pétri Magnússyni, lögmanni, banka- stjóra, bæjarfulltrúa, alþingismanni og ráðherra frá Gilsbakka. Bókin Haustlitir, minningaþættir Ásgeirs Péturssonar kom út árið 2006. Hún er alls 450 síður. Ásgeir skrifaði allt handrit hennar eigin hendi með penna. Ein af þeim myndum sem Ásgeir gerði á þessu ári, kona teiknuð með kolkrít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.