Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Okkar bestu jóla og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Vesturbraut 20 Búðardal Sími 434-1611 www.km.is Í lífinu setur fólk stefnuna á ýmis- legt og er tilbúið að leggja á sig ýms- ar krókaleiðir til að ná settu marki, svo sem í námi. En svo getur það líka sannast sem maðurinn sagði að „enginn veit fyrr en allt í einu.“ Það er að viðkomandi fái hreinlega vitr- un um að það sé kannski allt ann- að viðfangsefni eða starf sem henti frekar en það sem hann hefur látið sér dreyma um eða stefnt að. Ómar Líndal Marteinsson frá Vestri-Leir- árgörðum í Hvalfjarðarsveit er kannski ágætt dæmi um þetta. Hann stefndi að því lengi að verða bíla- hönnuður og prófaði meira að segja að dvelja í Bandaríkjunum um tíma til að sjá hvernig væri að búa þar, með starf og búsetu þar ytra í huga. Ómar fór lengi vel krókaleiðir í því að menntast sem bílahönnuður. En svo allt í einu rann það upp fyr- ir honum, eða hann varð fyrir vitr- un, um að tannlækningar væru það sem eiginleikar hans sameinuðust í. Reyndar kom það svo upp úr kafinu eftir á að nágranni og fjölskylduvin- ur þeirra á V-Leirárgörðum, Vil- borg Kristófersdóttir á Læk í Hval- fjarðarsveit, segist muna það vel að Ómar hafi ekki verið nema fimm ára gamall þegar hann fór að tala um að hann ætlaði að verða tann- læknir þegar hann yrði stór. Fékk námsleiða Ómar byrjaði sitt framhaldsnám í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi eftir að hafa lokið grunnskóla- námi frá Heiðarskóla í Leirársveit sem er við túngarðinn heima. Ómar var þó ekki nema einn vetur í FVA. Honum fannst námið þar ekki henta nógu vel til að verða bílahönnuður. „Ég vildi komast á námsbraut þar sem hönnun væri meiri og skapandi greinar, eins og til dæmis teikning sem ég vildi ná færni í og þjálfa. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti varð því fyrir valinu. Eftir einn og hálfan vetur í þeim skóla vildi ég kynnast verkfræðinni og valdi því í samráði við námsráðgjafa að færa mig yfir á eðlisfræðibraut. Þegar þarna var komið var hins vegar farið að bera á námsleiða hjá mér. Ég vatt því mínu kvæði í kross og gerðist „au-pair“ í Bandaríkjunum. Tilgangurinn með því að fara til Bandaríkjanna, auk þess að hvíla mig á náminu, var að kynnast því hvernig væri að búa í Ameríku. Ég bjóst við að fara þang- að í skóla og starfa þar þegar ég væri orðinn bílahönnuður.“ Alltaf verið fyrir handverkið Ómar kveðst hafa farið að vinna hjá foreldrum sínum eftir að hann kom heim frá Ameríku. „Mig langaði ekkert að búa erlendis og fór mik- ið að velta fyrir mér hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Um haustið hélt ég síðan áfram í FB, fyrst reyndar í kvöldskóla og vann á þeim tíma á lagernum hjá Námsgagnastofnun.“ Ómar lauk síðan námi til stúdents- prófs í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti vorið 1995. „Það var reyndar stuttu eftir að ég kom til baka frá Ameríku sem ég áttaði mig á því ég vildi verða tannlæknir, það var áður en ég kláraði FB. Það var bara eins og ég fengi vitrun. Þá rann það upp fyrir mér að þessir eiginleikar sem ég hafði gætu nýst í annað. Það er ánægjuna af því að nostra í hand- verki, raða hlutum sama og byggja upp, sem hafði drifið mig áfram í það að vilja menntast sem bíla- hönnuður. Ég sá að það gæti ekkert síður nýst mér í tannlækningum. Tannlæknirinn hefur það hlutverk að byggja upp aftur það sem hef- ur brotnað niður,“ segir Ómar Lín- dal. Hann innritaðist síðan í tann- læknadeild Háskóla Íslands haust- ið 1997 og lauk tannlæknanám- inu á sex árum eins og flestir gera. „Ég byrjaði að vinna hjá Bene- dikt Bjarka Ægissyni tannlækni í Síðumúlanum og vann hjá hon- um í tvö ár. Á þeim tíma var kon- an mín, Ingibjörg María Halldórs- dóttir að vinna sem skrifstofustjóri á lögfræðistofu í Reykjavík. Það var frekar rólegt hjá mér á tannlækna- stofunni í Síðumúlanum. Ég fór því að bóka mig í eina viku í mánuði austur á Eskifirði. Það kom vel út, var góð launauppbót við vinnuna í Reykjavík.“ Fluttist heim eftir sjö ár fyrir austan Ómar segir að þessar vikuferð- ir austur hafi orðið til þess að þau hjónin fóru að spá í það hvort ekki væri spennandi að flytja aust- ur, kúpla sig út úr borgarstressinu og prófa að búa úti á landi. „Dóttir okkar var þriggja ára og annað barn á leiðinni. Planið var að ég yrði í 100% vinnu og Inga gæti þá helg- að sig börnum og heimili. Sumarið 2005 keyrðum við um Austurlandið og spáðum í hvar við ættum að setja okkur niður. Okkur leist ákaflega vel á Fáskrúðsfjörð og reyndar líka vel á Eskifjörð en á þessum tveim- ur stöðum starfaði ég. Á Fáskrúðs- firði keyptum við gamalt hús sem ég tók „gjörsamlega í nefið“ reif allt innan úr og endurbætti. Við flutt- um svo inn í það í marsmánuði vet- urinn eftir, með yngsta erfingjann fjögurra mánaða gamlan. Nokkrum árum síðar bættist við annar dreng- ur í fjölskylduna.“ Í júlímánuði í fyrra flutti svo fjöl- skyldan á æskuslóðir Ómars í Hval- fjarðarsveit. Ómar fór þá að vinna á tannlæknastofunni hjá Ingjaldi Bogasyni á Akranesi og keypti svo stofuna núna um mitt ár. Ómar varð fertugur núna í byrjun aðvent- unnar og er náttúrlega fullviss um að allt sé fertugum fært. En hvers vegna ákvað fjölskyldan að flytja að austan? „Það var nú með framtíðina í huga, eins og til dæmis menntun- armöguleika barnanna. Það togaði líka í okkur að fólkið okkar er hérna á suðvestur svæðinu. Það var svolít- ið langt að keyra hingað að austan og þá reyndum við að stoppa í svo- lítinn tíma til að geta hitt sem flesta. Núna verður það vonandi þann- ig að heimsóknirnar verða fleiri en áður. Annars var þetta yndislegur tími fyrir austan og við eignuðumst þar mjög góða vini.“ Venjur um jólin Aðspurður segir Ómar að fjöl- skyldan sé að skapa sér nokkr- ar venjur í kringum jólin. „Það er voða gott að komast í skötuveislu til foreldra minna á Vestri-Leirár- görðum á Þorláksmessu. Svo stefni ég á að gera að venju, að grafa og reykja sjálfur gæsabringur í for- réttinn á aðfangadag. Prófaði þetta í fyrra, hafði með þrjár útgáfur af bláberjasósu, eina heita og tvær kaldar. Krakkarnir elskuðu þetta og fannst þau aldrei fá nóg, minntust á það löngu síðar hvað þetta var gott. Þegar ég byrjaði að verka gæsa- bringurnar fyrir þessi jól var fimm ára sonur minn frekar svekktur að fá þetta ekki í kvöldmatinn, en sætt- ist svo á að fá þetta í forréttinn á aðfangadagskvöld. Svo er það einn- ig venja hjá okkur að hafa möndlu- graut og gjöf í hádeginu á aðfanga- dag, einnig virðist ananasfrómas vera að festa sig í sessi sem eftirrétt- ur hjá okkur á aðfangadagskvöld. Svo má líka segja að það hafi áhrif á venjurnar í kringum jólahaldið að konan mín á afmæli á jóladag.“ Jólaminning Ómar var spurður um minningu frá aðventunni og jólunum þeg- ar hann var að alast upp á Vestri- Leirárgörðum. „Eina aðventuna er nálgaðist aðfangadag voru mamma og pabbi ekki heima en létu okkur bræðrunum eftir það verk að finna jólatré í stofuna. Við fórum ásamt norskri vinnukonu í ferð á trak- tornum að leita að hentugu tré. Er við komum á staðinn fundum við eitt lítið, dautt og barrlaust tré. Okkur datt þá það snilldarráð í hug að taka það heim og koma því fyr- ir í tréstandinum og skreyta það og gera fínt áður en foreldrarnir kæmu heim. Við þrjú vorum voða ánægð með verkið og bjuggumst auðvitað við því að fá þvílíka hneykslan og skammir. En þá voru þau ekki bara ánægð með þetta, heldur fannst tréð voða krúttlegt og fínt. Ég veit ekki hvort þeim fannst það í alvöru eða hvort þau voru bara að grínast með þetta. Við fórum allavega og náðum í tréð sem okkur fannst álit- legra fyrir jólatré og skiptum því út fyrir hrísluna sem mátti muna sinn fífil fegri.“ Eftirminnilegasta jólagjöfin Ómar segir að eftirminnilegasta jólagjöfin sé tækni legobíll. „Hann var frekar stór og gat verið bæði sportbíll og spyrnubíll. Mér fannst hann alveg frábær og vöktum við bræðurnir langt fram á nótt að búa til báðar útgáfurnar af bílnum. Þá eru líka eftirminnileg jól þegar við bræðurnir fengum teiknimynda- bækurnar um Sval og Val, Viggó viðutan, Hin fjögur fræknu og Æv- intýri Tinna. Allt mjög skemmti- legar bækur og við skiptumst á að lesa bækurnar sem við fengum.“ Ómar segir aðventuna skemmti- lega og allt sem henni fylgir. „Ég hef ánægju af því að skreyta og gera jólalegt. Skreyta piparkökur með krökkunum eða sjá hvað þau eru dugleg. Það væri jafnvel gaman að fara út í það eina aðventuna að gera flott piparkökuhús. Kannski bara taka þátt í keppninni hjá Kötlu,“ segir Ómar og brosir. „Mér finnst jólin mikilvæg til að minnast fæð- ingu frelsarans. Ég er trúaður og það er hátíðlegt og gott að fara í kirkju um jólin. Eins er gott að njóta samverunnar og gleðja hvort annað. Alltaf gaman að fá eitthvað í pakkann sem hittir í mark. Besta gjöfin er ekki endilega sú dýrasta,“ segir Ómar Líndal Marteinsson tannlæknir að endingu. þá Bílahönnuðurinn varð tannlæknir Fjölskyldan í jólaskapi. Ómar Líndal Marteinsson á tannlæknastofunni við Laugarbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.