Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 65

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 65
65MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Landbúnaðarháskóli Íslands óskar nemendum, starfsmönnum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum vináttu, góð kynni og farsælt samstarf á árinu sem er að líða. Einar Kristinn Guðfinnsson Haraldur Benediktsson S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Sjálfstæðisflokkurinn Efnilegt badmintonfólk Íslandsmót unglinga var haldið dagana 15.-17. mars á Akra- nesi. Voru yfir 200 keppendur skráðir til leiks. Mótið tókst mjög vel. Besti árangur Skagamanns á mótinu var að Andri Snær Axelsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í U-13. Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími sigraði einnig í U-15 í einliða- leik. Í lok mars fóru hópar ÍA og UMF Skallagríms í keppn- isferð til Danmerkur. Ferðinni var heitið til Vejen að taka þar þátt í ISCA móti. Krökkunum gekk mjög vel á mótinu og fengu tíu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og fjögur brons- verðlaun. Meistaramót Íslands var haldið í Hafnarfirði í apríl og fóru margir keppendur af Skaganum. Mótið er fullorðins- mót en ungir krakkar voru sendir til leiks frá BA ásamt elstu spilurum. Egill G. Guðlaugsson, badmintonmaður ársins hjá ÍA, náði bestum árangri í meistaraflokki. Hann lék í undan- úrslitum í einliðaleik og tvíliðaleik með Ragnari Harðarsyni. Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími sigraði í A-flokknum í einliðaleik. Í lok apríl var valinn landsliðshópur fyrir Nordic Camp í Noregi. Í þeim hópi voru fjórir spilarar af sex frá ÍA og UMF Skallagrími. Atlamót ÍA var haldið dagana 29.-30. september. Mættu tæplega 60 keppendur til leiks. Þar bar til tíðinda að Ragnar Harðarson meistaraflokksspilari í ÍA fékk silfur í einliðaleik. Badmintonfólk frá ÍA stóð sig vel á mótinu og komust nokkrir á pall. Þetta var fyrsta mót vetrarins. Ár- angurinn er góðs viti fyrir það sem koma skal í vetur. Efnilegt sundfólk á leiðinni Árið var allgjöfult hjá Sundfélagi Akraness, þar sem ungt og efnilegt fólk er að taka við merkinu. Félagið eignaðist einn Ís- landsmeistara í fullorðinsflokki, Ágúst Júlíusson, sem varð Ís- landsmeistari í 50 metra flugsundi. Þá unnu sundmenn félags- ins til fimm verðlauna á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Hafnarfirði í júní og 15 verðlauna á Aldursflokka- meistaramóti Íslands sem haldið var á Akureyri í júní. Þar var lið SA í 8. sæti stigakeppninnar en 16 sundfélög tóku þátt. Lið Skagamanna er í efstu deild í sundi. Í Bikarkeppnina var mætt með ungt lið. Varð félagið í fjórða sæti í stigakeppn- inni, bæði í karla og kvennaflokki. Afrekshópur Sundfélags Akraness fór í ferð til Noregs þar sem stundaðar voru æfing- ar með nokkrum sundfélögum á svæðinu í kringum Þránd- heim. Félagið veitir árlega viðurkenningar fyrir góðan árang- ur. Að þessu sinni var sundmaður ársins valinn Ágúst Júlíus- son. Efnilegasti sundmaðurinn þótti Una Lára Lárusdóttir. Laufey María Vilhelmsdóttir var valin besti félaginn. Árlega taka sundmenn eldri en 25 ára þátt í Íslandsmóti garpa sem að þessu sinni var haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Þar unnu tveir Skagamenn til Íslandsmeistaratitla, Hugi Harðarson og Vignir Barkarson. Hugi vann einnig til Norðurlandameistara- titils í garpasundi. Mótið fór að þessu sinni fram í Reykjavík. Hjá Sundfélagi Akraness eru um þessar mundir 230 iðkendur frá þriggja mánaða aldri upp í fólk á sextugsaldri. Félagið er með tvo fastráðna þjálfara og fimm aðra í hlutastörfum. Borgfirðingar dansa af list Dansarar úr Borgarfirði sem keppa undir merkjum Dans- íþróttafélags Borgarfjarðar og UMSB stóðu sig glæsilega á árinu. Á Reykjavíkurleikana sem haldnir voru í fimmta sinn í byrjun febrúar fóru ellefu pör úr Dansskóla Evu Karenar, sex pör í A, tvö pör í K og þrjú pör í F. Flest paranna komust á verðlaunapall. Náðu þau Jóhann Páll Oddsson og Rakel Eir Erlingsdóttir í gull í latíndönsum, sem og þær Margrét Stein- unn Ingadóttir og Jóhanna Lilja Gautadóttir. Á Lottómót í byrjun nóvember fóru þrjú pör frá Dansíþróttafélagi Borgar- fjarðar. Þeim til viðbótar fóru fjögur önnur borgfirsk pör. Öll pörin komust á verðlaunapall. ÍA Íslandsmeistari í keilu Keiluíþróttin er í mikill sókn á Akranesi. Í byrjun maí fagn- aði ÍA Íslandsmeistaratitli í liðakeppni. Fjórða og síðasta um- ferð Íslandsmóts félaga í keilu fór fram í Keiluhöllinni Öskju- hlíð fimmtudaginn 2. maí sl. Eftir hörkuspennandi keppni var það ÍA sem stóð uppi sem sigurvegari og tryggði sér titil- inn Íslandsmeistari félaga í opnum flokki árið 2013. Þá keppti ÍA liðið einnig í bikarúrslitum liða laugardaginn 4. maí og beið lægri hlut gegn ÍR-KLS sem hirti bikarinn fjórða árið í röð. Engu að síður frábær árangur. „Þá komust einnig tvö lið í undanúrslit bikarkeppninnar og annað þeirra fór alla leið í úrslit. Unglingarnir okkar lentu í öðru sæti í Íslandsmeist- aramóti liða fyrir skemmstu en höfðu áður tryggt sér deild- armeistaratitilinn. Að lokum eignuðumst við þrjá Íslands- meistara unglinga. Starfið hefur því gengið alveg bærilega,“ sagði Guðmundur Sigurðsson formaður Keilufélags Akra- ness í samtali við Skessuhorn. Karlalið ÍA bætti svo um betur og sigraði í keppninni meistarar meistaranna við upphaf yfir- standandi keppnistímabils. þá Bjarki Pétursson íþróttamaður UMSB og Borgarbyggðar stóð sig vel í golfinu á árinu. Borgfirsk danspör sýndu mikinn glæsileika á árinu og stóðu sig vel á mótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.