Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 82

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 82
82 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 ar í því að hrósa mönnum heldur en að skammast. Svo hef ég séð um alla tölfræði fyrir liðið. Skrái leikja- fjölda, hverjir skora og allt svo- leiðis. Síðan tek ég ljósmyndir. Ég reyni að varðveita söguna eins og hægt er. Þorgrímur Þráinsson rit- höfundur og æskuvinur minn úr Ólafsvík sagði mér eitt sinn að við nútímafólkið bærum ábyrgð á því að varðveita söguna. Það var senni- lega ekki síst fyrir þau orð að ég fór af stað með þessa vinnu.“ Hefur tekið saman mik- inn sögulegan fróðleik Með tímanum hafa skrifin á netið orðið að miklu safni sögulegra upp- lýsinga um knattspyrnuna undir Jökli. Blaðamanni leikur hugur á að vita hvort ekki sé komið að því að færa þetta á spjöld og gefa út sem bók? Helgi brosir af hógværð. Þeg- ar hann talar er augljóst að hann veit mjög mikið um þessa sögu. „Fyrir einu til tveimur árum síð- an skrifaði ég reyndar á bloggsíð- una mína eins konar sögulegt yfirlit í rólegheitunum á kvöldin. Þar tók ég fyrir sögu hvers árs. Það má vera að þetta gæti nýst sem grunnur fyr- ir slíka sagnaritun. Saga félagsins er orðin löng og merkileg. Það var stofnað sem ungmennafélagið Vík- ingur í október 1928. Fyrstu ára- tugina var starfsemin mjög fjöl- breytt. Það voru stundaðar frjáls- ar íþróttir í bland við leiklistar- starfsemi, kvæðakvöld og áfram má telja. Knattspyrnuiðkunin byrjaði svo um 1960 eftir að Gylfi Schev- ing flutti til Ólafsvíkur. Hann kom knattspyrnunni af stað ásamt Sig- urði Rúnari Elíassyni og fleirum og skipað var í lið undir merkjum félagsins. Liðið spilaði fyrstu árin í héraðsmótum á Snæfellsnesi. Upp úr því varð svo til lið HSH þar sem félögin á nesinu sameinuðust um að fara í Íslandsmótið undir þessu sam- eiginlega merki. Árið 1968 kom- ust þeir í næstefstu deild á Íslandi en duttu beint niður aftur. Sumarið 1970 hóf Víkingur Ólafsvík svo að keppa í knattspyrnu með eigið lið. Það lenti í riðli með Grundfirðing- um og UMSB sem voru Borgfirð- ingarnir. Liðið tapaði báðum leikj- um við þá á meðan Grundfirðing- ar gáfu báða sína leiki. Það var svo ekki meira spilað í þriðju deildinni þetta sumar og UMSB fór í úr- slitakeppnina í 3. deild. Víkingur Ólafsvík spilaði svo ekki 1971. Árið 1972 fór liðið aftur í þriðju deild og komst í úrslit. Það gerðist aftur árið 1973. Síðan vann Víkingur Ólafsvík þriðju deildina í fyrsta sinn þjóðhá- tíðarárið 1974. Þar með var lið- ið komið í aðra deild, sem var næst efsta deildin á Íslandi á þeim árum, þar sem það spilaði sumarið 1975. Þá var ég með. Liðið féll síðan um haustið aftur niður í 3. deild. Síðan var liðið í tveimur neðstu deildun- um næstu 30 ár eða þangað til það komst upp í 2. deild árið 2003 und- ir stjórn Ejub Purisevic. Strax árið eftir komst liðið aftur upp um deild og spilaði í næst efstu deildinni í fyrsta sinn í 30 ár. Liðið hefur síðan meira og minna verið í 1. deildinni síðan þá með tveimur undantekn- ingum. Það var árið 2010 þegar liðið spilaði 2. deild og svo í sum- ar þegar liðið spilaði í fyrsta sinn í sögu sinni í efstu deild á Íslandi og stóð sig vel.“ Las söguna sem hljóð- bók í rútunni í sumar Helgi er því alls ekki fráhverfur að eitthvað verið tekið saman um sögu Víkings Ólafsvík. „Þegar við spiluðum við Fram í fyrstu umferð Íslandsmeistaramóts- ins nú í sumar, ákvað ég að prenta söguna út og taka með mér í litla rútu sem við stuðningsmenn héðan af höfuðborgarsvæðinu fórum með vestur til að horfa á leikinn. Sagan reyndist vera 40 blaðsíður að lengd þegar ég var búinn að prenta allt út. Ég las hana svo upphátt í hljóð- nemann fyrir menn í rútunni með smá hléum alla leið frá Reykjavík og vestur í Ólafsvík og síðan aftur til baka. Það stóðst nokkurn veginn á endum að lestrinum lauk þegar við komum aftur í bæinn. En mik- ið var ég orðinn þreyttur í kjálkan- um! Þeim fannst svo gaman að rifja þetta upp og hlusta á sögu félags- ins að þeir vildu helst ekki að ég hætti. Þetta gæti orðið grunnur í bók ef við gætum bætt við sögum frá mönnum eins og Gylfa Schev- ing, Atla Alexanderssyni, Krist- jáni Guðmundssyni, Óla Rögn- valds, Birgi Gunnarssyni, Sigurði Rúnari Elíassyni og fleirum. Svo mætti skreyta þetta með ljósmynd- um úr sögunni,“ segir Helgi. Hann bætir því við að bæði vinnan í fisk- verkunarbransanum og knattspyrn- unni hafi veitt honum mikla gleði í gegnum tíðina. „Maður kynnist mörgu góðu fólki í gegnum hvoru- tveggja.“ Safnar og birtir gamlar ljósmyndir Helgi Kristjánsson á eitt áhuga- mál enn. Það tengist líka söguleg- um fróðleik og hófst eiginlega fyr- ir hálfgerða tilviljun. Þetta áhuga- mál hefur þó undið hratt upp á sig því margir hafa komið stormandi til að taka þátt. „Það hófst eiginlega þegar ég var fara yfir tölvuna hjá föður mín- um og hjálpa til við að lagfæra ein- hverja bilun. Þá sá ég að hann átti þar gamlar ljósmyndir frá Ólafs- vík. Forvitni mín kviknaði og ég fékk leyfi hjá honum að leggja þær út á fésbókarsíðunni minni. Ég fékk strax mikil viðbrögð frá vinum sem voru mjög ánægðir að sjá þess- ar gömlu myndir og lögðu til við- bótarupplýsingar um ýmislegt sem mátti sjá á þeim. Síðan fór fólk að senda mér gamlar ljósmyndir frá Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. Ég hef svo flokkað þær í albúm og sett á netið. Nú eru komnar tæplega þrjú þúsund ljósmyndir af mann- lífi, atvinnuháttum, skipum, bygg- ingum og áfram má telja. Þetta er óskaplega skemmtilegt og gef- ur mikið. Fólk er duglegt að koma með upplýsingar og þarna verður til mjög lifandi söguskráning þar sem allir taka þátt. Ég hef öll al- búmin opin þannig að hver sem er getur séð myndirnar og skrifað við þær athugasemdir. Þær eru þó enn sem komið er að minnsta kosti und- ir minni persónulegu fésbókarsíðu þar sem þetta byrjaði eiginlega fyr- ir rælni. Mér finnst mjög mikilvægt að bjarga svona gömlum ljósmynd- um og leyfa þeim að koma fyrir al- menningssjónir. Þær gagnast eng- um grafnar ofan í kassa úti í skúr eða uppi á háaloftum en þegar þær eru birtar svona á netinu þá get- ur fólk komið með athugasemdir og þá kemur ótrúlegasti fróðleik- ur fram nánast af sjálfu sér,“ útskýr- ir Helgi. Hann sýnir blaðamanni nokkr- ar af þessum gömlu myndum. Það er augljóst að þarna er kominn á einn stað fjársjóður af ómetanleg- um heimildum sem sýna hvernig mannlífið hefur þróast undir norð- anverðum Jökli á síðustu öld. Helgi Kristjánsson mun hafa í nógu að snúast við að halda utan um allan þann fróðleik sem hann er að draga saman í tómstundum sínum um sögu átthaganna. Þeir sem vilja og hafa áhuga á að senda Helga myndir til birting- ar geta sent þær á póstfangið helgi- bjargar@gmail.com. Ef fólk er í vandræðum með að skrifa (skanna) þær inná á tölvuna sína, þá er allt- af hægt að koma myndunum eða myndaalbúmunum til Helga og hann skannar þær inn og skilar síð- an myndunum til viðkomandi. Hér með greininni eru birtar nokkr- ar gamlar myndir frá Ólafsvík sem Helgi hefur safnað. mþh Gömul mynd frá um 1940 sem sýnir húsin í þorpinu á Hellissandi. Mynd: Svanur Aðalsteinsson. Helgi Kristjánsson fékk gullmerki Víkings haustið 2012 eftir að liðið fór í fyrsta skipti í úrvalsdeild. Ljósm. af. Bærinn Gamla Rif í Rifi. Í þessu húsi er í dag rekið kaffihúsið Gamla Rif. Mynd: Hafsteinn Þ. Björnsson. Það var lengi fagnað í Ólafsvík í september 2012. Hér er liðið og hluti stuðningsmanna. Ljósm. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.