Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 37
37MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Aukið samstarf hófst í haust á
milli fjögurra leikskóla í Borgar-
byggð. Þeir eru Andabær á Hvann-
eyri, Hnoðraból í Reykholtsdal og
Klettaborg og Ugluklettur í Borg-
arnesi. Aðstoðarleikskólastjórar nir
frá þremur af þessum leikskólum
voru í námi á Bifröst haustið 2012
sem heitir Sterkari stjórnsýsla.
Unnið var lokaverkefnið: „Hvernig
bætum við starfsanda meðal starfs-
fólks sveitafélagsins?“ Eftir verk-
efnið fórum við að velta fyrir okkur
hvað við gætum gert til að efla sam-
starfið á milli leikskólanna.
Aðstoðarleikskólastjórarnir í An-
dabæ, Uglukletti og Klettaborg og
leikskólastjórinn á Hnoðrabóli hitt-
ust svo í sumar og ræddu þá hug-
mynd að bjóða upp á starfsmanna-
skipti á fimmtudögum í nokkr-
ar vikur nú í haust, hver heimsókn
varði í tvær klukkustundir frá kl. 9
til 11. Markmiðið með verkefninu
var að efla samstarfið milli leik-
skólanna og gefa fólki tækifæri að
kynnast því sem fram fer á hinum
leikskólunum og hvert öðru. Hver
leikskóli gerði stutta kynningu á
sínum skóla og starfsmenn völdu
sér leikskóla til að heimsækja eftir
áhuga og hvað þá langaði að skoða
betur. Hver starfsmaður valdi sér
einn leikskóla. Kosturinn við þess-
ar heimsóknir er að starfsmaðurinn
kynni sér starfið í leikskólunum á
sínum forsendum. Hugmyndin var
sú að þetta ylli sem minnstri röskun
á starfseminni innan húss og fólk
þurfti jafnframt að vera tilbúið að
ganga í þau störf sem til gætu fall-
ið.
Þetta gekk mjög vel og var
skemmtilegt, gaman að fá heim-
sóknir og fara í heimsóknir. Þar
sem ekki var skylda meðal starfs-
manna að taka þátt völdu sumir að
vera ekki með. Í kjölfar verkefnisins
fóru starfsmenn leikskólanna sam-
an á jólahlaðborð og náðist þá að
hrista hópinn enn betur saman.
Leikskólarnir í Borgarbyggð eru
mjög fjölbreyttir og á öllum stöð-
um er fólk að vinna frábært starf
eftir sinni bestu sannfæringu. Við
þurfum að bera virðingu fyrir fjöl-
breytileikanum og vinna saman að
því að móta það andrúmsloft sem
við viljum hafa í samfélaginu, and-
rúmsloft samvinnu, skilnings og
virðingar fyrir skoðunum sem jafn-
vel eru ólíkar okkar eigin. Með
þessum heimsóknum deildum við
þekkingu og reynslu og allir fengu
hugmyndir til að vinna með og út-
færa eftir hentugleika.
Þetta höfðu nokkrir starfsmenn
um heimsóknirnar að segja:
„Mér fannst mjög gaman að hitta
annað starfsfólk og skiptast á skoð-
unum um starfið.“
„Ég fræddist meira um flæði,
fékk ýmsar hugmyndir.“
„Mér fannst gaman að sjá hvaða
flotta starf hinir leikskólarnir voru
að gera og að kynnast starfsfólk-
inu.“
,,Ég fékk nýjar hugmyndir.
Heimsóknin var fræðandi, hvetj-
andi, uppörvandi og skemmtileg.“
„Það var mjög skemmtilegt og
áhugavert að sjá hvað verið er að
gera á öðrum stöðum.“
Bestu kveðjur,
Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðar-
leikskólastjóri í Andabæ á Hvann-
eyri.
Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleik-
skólastjóri í Uglukletti í Borgar-
nesi.
Guðbjörg Hjaltadóttir, aðstoðar-
leikskólastjóri í Klettaborg í Borg-
arnesi.
Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, leik-
skólastjóri á Hnoðrabóli í Reyk-
holtsdal.
Kristján Páll Rósinkrans nemandi í
2. bekk í Grunnskólanum í Borgar-
nesi hafnaði í 3. sæti í flokki ung-
menna fædd 1997 og fyrr í leitinni
að fegursta orði íslenskrar tungu.
Að leitinni stóð Háskóli Íslands í
samstarfi við Ríkisútvarpið en hún
hófst í haust. Verðlaunaafhend-
ing leitarinnar fór fram á Hátíð
orðanna sem haldin var í hátíðar-
sal Háskóla Íslands á laugardaginn.
Alls voru verðlaun veitt í þremur
aldursflokkum og voru orðin spé-
koppar, hugfanginn og ljósmóðir
valin þau fegurstu í hverjum flokki.
Orðið sem Kristján tilefndi er
hið góða orð „mamma.“. Að sögn
Halldóru Ágústu Pálsdóttir, móð-
ir Kristjáns, hafði hún spurt hann
af hverju hann vildi velja þetta orð
sem fegursta orðið á sínum tíma
þegar hún var að skrá tillögu hans
til þátttöku og hafi hann undireins
svarað: „Af því að þú ert mamma
mín.“ Halldóra kveðst hafa hálf-
bráðnað við útskýringu sonar síns
og lét þennan einlæga rökstuðn-
ing fylgja með tillögu sonar síns. Í
rökstuðningi dómnefndar var vísað
í tilsvör Kristjáns og er því nokkuð
ljóst að dómnefndin suður í háskóla
hafi farið yfir bræðslumark.
Kristján er fæddur árið 2007 og
býr í Borgarnesi ásamt foreldrum
sínum, þeim Halldóru og Hjalta
Rósinkrans Benediktssyni, og syst-
kinum. Fyrir 3. sætið fékk Kristján
í verðlaun bókina Náttúran frá JPV
útgáfu og kvaðst hann í samtali við
Skessuhorn vera afar ánægður með
bókina. „Þetta var bara fínt,“ sagði
hann síðan spurður um árang-
ur sinn og kvaðst gaman að fá að
heimsækja háskólann.
hlh
Pennagrein
Samstarfsleikskólar Borgarbyggðar
Leikskólabörn í Klettaborg eru hér í könnunarferð þar sem umferðarhraði var
skráður.
Kristján Páll með verðlaun sín í
hátíðarsal Háskóla Íslands.
Ljósm. Hjalti R. Benediktsson.
Ungur Borgnesingur
verðlaunaður í leitinni að
fegursta orðinu
Kristján Páll Rósinkrans ásamt Vigdísi
Finnbogadóttir, fyrrv. forseta Íslands,
eftir verðlaunaafhendinguna.
Ljósm. Valgerður Sólveig Pálsdóttir.