Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Side 37

Skessuhorn - 18.12.2013, Side 37
37MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Aukið samstarf hófst í haust á milli fjögurra leikskóla í Borgar- byggð. Þeir eru Andabær á Hvann- eyri, Hnoðraból í Reykholtsdal og Klettaborg og Ugluklettur í Borg- arnesi. Aðstoðarleikskólastjórar nir frá þremur af þessum leikskólum voru í námi á Bifröst haustið 2012 sem heitir Sterkari stjórnsýsla. Unnið var lokaverkefnið: „Hvernig bætum við starfsanda meðal starfs- fólks sveitafélagsins?“ Eftir verk- efnið fórum við að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til að efla sam- starfið á milli leikskólanna. Aðstoðarleikskólastjórarnir í An- dabæ, Uglukletti og Klettaborg og leikskólastjórinn á Hnoðrabóli hitt- ust svo í sumar og ræddu þá hug- mynd að bjóða upp á starfsmanna- skipti á fimmtudögum í nokkr- ar vikur nú í haust, hver heimsókn varði í tvær klukkustundir frá kl. 9 til 11. Markmiðið með verkefninu var að efla samstarfið milli leik- skólanna og gefa fólki tækifæri að kynnast því sem fram fer á hinum leikskólunum og hvert öðru. Hver leikskóli gerði stutta kynningu á sínum skóla og starfsmenn völdu sér leikskóla til að heimsækja eftir áhuga og hvað þá langaði að skoða betur. Hver starfsmaður valdi sér einn leikskóla. Kosturinn við þess- ar heimsóknir er að starfsmaðurinn kynni sér starfið í leikskólunum á sínum forsendum. Hugmyndin var sú að þetta ylli sem minnstri röskun á starfseminni innan húss og fólk þurfti jafnframt að vera tilbúið að ganga í þau störf sem til gætu fall- ið. Þetta gekk mjög vel og var skemmtilegt, gaman að fá heim- sóknir og fara í heimsóknir. Þar sem ekki var skylda meðal starfs- manna að taka þátt völdu sumir að vera ekki með. Í kjölfar verkefnisins fóru starfsmenn leikskólanna sam- an á jólahlaðborð og náðist þá að hrista hópinn enn betur saman. Leikskólarnir í Borgarbyggð eru mjög fjölbreyttir og á öllum stöð- um er fólk að vinna frábært starf eftir sinni bestu sannfæringu. Við þurfum að bera virðingu fyrir fjöl- breytileikanum og vinna saman að því að móta það andrúmsloft sem við viljum hafa í samfélaginu, and- rúmsloft samvinnu, skilnings og virðingar fyrir skoðunum sem jafn- vel eru ólíkar okkar eigin. Með þessum heimsóknum deildum við þekkingu og reynslu og allir fengu hugmyndir til að vinna með og út- færa eftir hentugleika. Þetta höfðu nokkrir starfsmenn um heimsóknirnar að segja: „Mér fannst mjög gaman að hitta annað starfsfólk og skiptast á skoð- unum um starfið.“ „Ég fræddist meira um flæði, fékk ýmsar hugmyndir.“ „Mér fannst gaman að sjá hvaða flotta starf hinir leikskólarnir voru að gera og að kynnast starfsfólk- inu.“ ,,Ég fékk nýjar hugmyndir. Heimsóknin var fræðandi, hvetj- andi, uppörvandi og skemmtileg.“ „Það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hvað verið er að gera á öðrum stöðum.“ Bestu kveðjur, Áslaug Ella Gísladóttir, aðstoðar- leikskólastjóri í Andabæ á Hvann- eyri. Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleik- skólastjóri í Uglukletti í Borgar- nesi. Guðbjörg Hjaltadóttir, aðstoðar- leikskólastjóri í Klettaborg í Borg- arnesi. Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, leik- skólastjóri á Hnoðrabóli í Reyk- holtsdal. Kristján Páll Rósinkrans nemandi í 2. bekk í Grunnskólanum í Borgar- nesi hafnaði í 3. sæti í flokki ung- menna fædd 1997 og fyrr í leitinni að fegursta orði íslenskrar tungu. Að leitinni stóð Háskóli Íslands í samstarfi við Ríkisútvarpið en hún hófst í haust. Verðlaunaafhend- ing leitarinnar fór fram á Hátíð orðanna sem haldin var í hátíðar- sal Háskóla Íslands á laugardaginn. Alls voru verðlaun veitt í þremur aldursflokkum og voru orðin spé- koppar, hugfanginn og ljósmóðir valin þau fegurstu í hverjum flokki. Orðið sem Kristján tilefndi er hið góða orð „mamma.“. Að sögn Halldóru Ágústu Pálsdóttir, móð- ir Kristjáns, hafði hún spurt hann af hverju hann vildi velja þetta orð sem fegursta orðið á sínum tíma þegar hún var að skrá tillögu hans til þátttöku og hafi hann undireins svarað: „Af því að þú ert mamma mín.“ Halldóra kveðst hafa hálf- bráðnað við útskýringu sonar síns og lét þennan einlæga rökstuðn- ing fylgja með tillögu sonar síns. Í rökstuðningi dómnefndar var vísað í tilsvör Kristjáns og er því nokkuð ljóst að dómnefndin suður í háskóla hafi farið yfir bræðslumark. Kristján er fæddur árið 2007 og býr í Borgarnesi ásamt foreldrum sínum, þeim Halldóru og Hjalta Rósinkrans Benediktssyni, og syst- kinum. Fyrir 3. sætið fékk Kristján í verðlaun bókina Náttúran frá JPV útgáfu og kvaðst hann í samtali við Skessuhorn vera afar ánægður með bókina. „Þetta var bara fínt,“ sagði hann síðan spurður um árang- ur sinn og kvaðst gaman að fá að heimsækja háskólann. hlh Pennagrein Samstarfsleikskólar Borgarbyggðar Leikskólabörn í Klettaborg eru hér í könnunarferð þar sem umferðarhraði var skráður. Kristján Páll með verðlaun sín í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ljósm. Hjalti R. Benediktsson. Ungur Borgnesingur verðlaunaður í leitinni að fegursta orðinu Kristján Páll Rósinkrans ásamt Vigdísi Finnbogadóttir, fyrrv. forseta Íslands, eftir verðlaunaafhendinguna. Ljósm. Valgerður Sólveig Pálsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.