Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Margrét Erla Hallsdóttir: Fengu alltaf pakka frá Reykjavík Margrét Erla Hallsdóttir ólst upp í Hallkelsstaðahlíð á Snæfellsnesi. Hún er fædd 27. febrúar 1935 og er því 78 ára gömul. Hún er sjötta í röðinni af tólf systkinum. Þau misstu föður sinn þegar Margrét Erla, eða Maddý eins og hún er allt- af kölluð, var aðeins 9 ára. Eftir það féll stór hluti uppeldisins á herðar elstu systkinanna í hópnum. Aðspurð segist Maddý eiga góð- ar minningar af aðventunni og frá jólahátíðinni. Mikil spenna var hjá systkinahópnum þegar desember gekk í garð því það stóð ekki á því að föðursystir Maddýjar, Sesselja Magnúsdóttir, sendi alltaf pakka frá Reykjavík fyrir hver jól. „Yngstu börnin fengu alltaf einhverja góða flík en þau eldri yfirleitt bók. Ég man vel eftir fyrstu bókinni sem ég fékk. Hún bar nafnið Árni og Be- rit og var eftir norska höfundinn Anton Mohr. Einnig slæddist oftar en ekki smá jólaskraut með í pakk- ann en það voru aðallega jólaleg- ar myndir sem voru hengdar upp á vegg,“ rifjar Maddý upp. Allt var þrifið hátt og lágt í bænum og hjálpuðust allir að. Oftast var far- in bæjarferð einhvern tímann á að- ventunni. Þá þurfti að gera sér ferð í Borgarnes sem var næsti kaupstað- ur. „Pabbi tók sér þá far með mjólk- urbílnum um morguninn og kom svo aftur um kvöldið með helstu nauðsynjar. Alltaf kom hann með ný kerti og oftast nýjan spilastokk fyrir fjölskylduna,“ segir hún. Dansað í kringum jólatréð Sterkar hefðir voru í matarvenjum á heimili Maddýjar í kringum jól- in. „Á Þorláksmessu var alltaf soð- ið hangikjöt og bakaðar smákök- ur. Börnin trúðu því að jólasveinn- inn Ketkrókur kæmi á Þorláks- messu og nældi sér í hluta af hangi- kjötinu. Smákökusortirnar voru nú ekki eins margar og í dag en aðal- lega voru þetta svokallaðar gyð- ingakökur og hálfmánar. Mamma bakaði líka ofboðslega góða kleinu- hringi á aðventunni sem við nut- um yfir jólin.“ Á aðfangadag var elduð kjötsúpa sem var snædd um miðjan daginn. Alltaf var hlustað á messuna í útvarpinu og þá varð að vera alger þögn á meðan. „Á að- fangadagskvöld var svo borið fram súkku laði, tertur og smákökur. Þá var einnig dansað í kringum jóla- tréð og sungið. Pabbi og amma voru mikið söngfólk og sáu þau að mestu um að syngja jólalögin,“ heldur hún áfram. Faðir Maddýjar smíðaði alltaf jólatréð sem var svo vafið með pappír og skreytt með kertum. „Pabbi var mjög handlag- inn en menn voru náttúrulega ekki eins mikið með hugann við eldvarn- ir eins og tíðkast í dag.“ Á jóladag gæddi fjölskyldan sér svo á hangi- kjöti, sem soðið var á Þorláksmessu og svo var borinn fram jólagrautur. Það var þó ekki þessi hefðbundni möndlugrautur heldur fengu allir dýrindis ávaxtagraut í eftirrétt. Enginn fór í jólaköttinn Amma Maddýjar sem bjó einnig á bænum prjónaði flíkur á börnin á heimilinu. Það var gert svo enginn færi í jólaköttinn og allir gætu ver- ið í sínu fínasta pússi yfir jólahátíð- ina. Fjölskyldan fór ekki til kirkju nema ef skyldi telja faðir Maddýjar. „Pabbi fór til kirkju á Kolbeinsstöð- um ef Hlíðarvatn var ísilagt. Þá var hægt að stytta sér leið með því að fara yfir vatnið. Kolbeinsstaðir eru í töluverðri fjarlægð frá Hallkels- staðahlíð, sérstaklega ef menn fara fótgangandi,“ útskýrir hún. Mar- grét Erla á margar góðar minning- ar frá jólum fyrri ára og vonar að landsmenn eigi allir gleðileg jól. tfk Sveinn Þorláksson: Mamma var dugleg Sveinn Þorláksson er fæddur 1930 og búsettur á Akranesi. Hann ólst upp á Siglufirði. „Þetta var ekkert sem fólk hafði þegar ég var barn. Við vorum tíu systkinin og oft þröngt í búi, það er óhætt að segja það,“ rifj- ar Sveinn upp. Fjölskyldan hélt jól- in hátíðleg, eins og aðrir, þrátt fyrir að hún hefði lítið á milli handanna. Móðir Sveins sá um undirbúning jólanna. „Pabbi var alltaf vinnandi. Hann var heppinn og hafði alltaf vinnu ólíkt mörgum öðrum. Sem betur fer, enda hefðum við annars ekkert átt til að borða. En þrátt fyr- ir það var oft þröngt í búi og lítið til. Mamma var ægilega dugleg og gerði allt sjálf. Hún bakaði allavega tíu sortir og mér fannst þetta mjög góðar kökur. Þær kláruðust nú alltaf fljótt enda margir munnar um þær. Maður var alltaf ánægður þó maður fengi ekki neitt, vissi alveg hvernig þetta var. Mamma bakaði líka allt- af laufabrauð og var mjög dugleg að baka. Hún gerði eins og hægt var,“ segir Sveinn um undirbúning jólanna þegar hann var barn. Jólatréð hálfgert kústskaft Á bernskuheimili Sveins var sett upp jólaskraut og jólatré. „Það var allt skreytt en þetta var allt heima- tilbúið. Við vorum með eitt tré sem var smíðað úr spýtum og heflaðar stangir stóðu út úr. Þetta voru hálf- gerð kústsköft. Svo var sett utan á það skraut. Það var eiginlega eng- inn sem átti alvöru jólatré þá, ekki þessi tré sem við þekkjum í dag,“ rifjar hann upp. Það voru engar sér- stakar hefðir á heimilinu í kringum jólin, aðrar en þær sem móðir hans sá um. „Það kom fyrir að við fær- um í kirkju en það gerðist ekki oft. Mamma þurfti að fara með okkur og hún var svo upptekin að ekki var tími til þess,“ bætir hann við. Systk- inin tíu fengu jólagjafir á hverju ári en ekkert í líkingu við það sem börn fá í dag. „Jólagjafirnar voru ekki neitt til að tala um. Maður fékk kerti eða spil í jólagjöf. Við fengum oftast kerti. Ég henti því nú yfir- leitt út í horn og var fúll að fá ekki meira. En maður hafði vit á því síð- ar hvernig ástandið var,“ segir hann og brosir við endurminninguna. Fjölskyldan gerði sér þó daga- mun og borðaði góðan mat um jól- in. „Það var fínn matur á aðfanga- dag, steikt læri og svo fengum við auðvitað hangikjöt um jólin. Við fengum alltaf skötu á Þorláksmessu og margir bölvuðu lyktinni.“ Hann minnist þess að eitt sinn fékk fjöl- skyldan á Siglufirði send epli. „Það var fyrir ein jólin að minnsta kosti og ég man vel eftir því. Þau voru meira og minna skemmd en við borðuðum þau samt! Þetta var svo mikil nýbreytni,“ segir hann. Ekki var skórinn settur út í glugga eða talað um jólasveinana, Grýlu eða Leppalúða á heimili Sveins. Þó var hægt að finna jóla- sveininn niðri í þorpi. „Það besta sem ég man var að í kjötbúðinni á Siglufirði var jólasveinninn. Þang- að fóru allir fyrir jólin. Hann var með poka á bakinu, söng listavel og var með leiki. Ekki voru marg- ir svona flottir jólasveinar á ferli þá, en þessi var í alvöru búningi. Hann var mjög skemmtilegur, mikill brandarakarl, svona eins og Laddi,“ segir Sveinn Þorláksson að lokum um sín bernskujól. grþ Unnur Andrésdóttir: Hélt fyrstu jólin í torfbæ Unnur Andrésdóttir í Borgarnesi minnist með hlýhug jólanna þeg- ar hún var barn. Hún er fædd árið 1929 á Ferjubakka í Borgarhreppi. Nokkurra vikna flutti hún að bæn- um Saurum í Hraunhreppi á Mýr- um ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún ólst upp. Fyrstu árin á Saur- um bjó fjölskylda hennar í torfbæ og segir Unnur að alltaf hafi ríkt gleði yfir jólahaldinu á bænum. „Umstangið var reyndar ekkert í líkingu við það sem þekkist í dag, en það breytti engu um að það var alltaf gaman á jólunum. Mamma og pabbi reyndu að tryggja að all- ir fengju nýja sokka og einhver prjónaklæði á jólunum til að vera í þannig að engin færi í jólaköttinn. Heimatilbúið jólatré var haft til skrauts í baðstofunni og man ég að það var skreytt með mislitum papp- ír og vafið með sortulyngi,“ segir Unnur sem er með bros á vör við þessa upprifjun. Jólaundirbúningurinn stóð að jafnaði yfir frá hausti bætir hún við og hafi mesti tíminn farið í að sauma og prjóna klæðnað á heimil- isfólkið. „Við tókum öll þátt í jóla- undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Jólahaldið sjálft var síðan látlaust. Alltaf var hangikjöt borðað á aðfangadag og drukkin mjólk með en ekki jólaöl eins og tíðkast í dag. Ekki var til ís en þess í stað fengum við okkur smákökur sem bakaðar höfðu verið í jólaund- irbúningnum á borð við hálfmána, prinsessukökur og gyðingakökur. Stundum voru til epli og appelsín- ur fyrir okkur líka en það gerðist þó ekki oft meðan ég var barn.“ Um jólagjafirnar segir Unnur að þær hafi ekki verið margar, en þó hafi hún og annað heimilisfólk iðulega fengið fallegar gjafir sem glöddu. „Ég man að ég fékk spila- stokk einu sinni og í annað skipti lítið og sætt dúkkurúm sem ég var ákaflega glöð með. Jólagjafirn- ar skiptu kannski ekki höfuðmáli. Hátíðleikinn jólanna og maturinn gaf manni mikið og samveran með fjölskyldunni. Það var til dæmis venja að lesin væri saga á aðfanga- dagskvöld og fannst mér það eftir- minnilegt.“ hlh Mín bernskunnar jól Minningar um jólin á árum áður Hinar ýmsu hefðir og siðir eru órjúfanlegur hluti af jólahaldi landsmanna. Af nógu er að taka; skötuát á Þorláksmessu, hangikjöt og laufabrauð, aftansöngur, smákökubakstur, jólagjafir, jólatré og svona mætti lengi telja. Öll höfum við hugmyndir um hvernig jólin eiga að vera og flestir eiga sér sínar hefðir sem erfitt er að víkja frá. Sumar af jólahefðum Íslendinga eru tiltölulegar nýjar en flestar þeirra hafa fylgt þjóðinni um margra ára bil. Skessuhorn fékk fullorðið fólk til að lýsa sínum bernskujólum, til að gefa lesendum innsýn í það hvernig jólahald var á árum áður. Margrét Erla Hallsdóttir á góðar minningar af aðventunni og jólahátíðinni. Ljósm. tfk. Sveinn Þorláksson rifjaði upp sín bernskujól. Ljósm. grþ. Unnur Andrésdóttir hélt sín fyrstu jól í torfbæ. Ljósm. hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.