Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Kæri lesandi! Við höfum nú um nokkurt skeið fengið að vita af því að hátíð- ar ljóssins væri von. Útvarpsstöð- var byrjuðu að leika jólalög í lok síðasta mánaðar og kaupmenn að auglýsa jólavarning sinn. Og bæk- urnar, sem nú streyma á markað hver af annarri, minna okkur einn- ig áþreifanlega á nálægð jólanna. Mikið er lagt undir og reynt að gera þessa helgu hátíð sem besta úr garði. Umbúðirnar eru glæsi- legar og fátt skortir í veraldlegum efnum. En í trúuðum sálum leitar áleitin spurning á hugann: Hyggj- um við nægilega vel að andlegum undirbúningi? Hlökkum við að- eins til kærkominna frídaga, gjafa og góðs matar? Er Kristur auka- atriði; gleymum við honum í öll- um önnunum, konunginum, sem leiddi okkur út úr myrkrinu og inn í ljósið? Segja má, okkur til varnar, að við eigum ekki alla sök á því að gleyma stundum tilgangi og gildi jóla, síð- ur en svo! Margir hafa gert þessa hátíð öðruvísi en Kristur hefði sjálfur kosið. Þeir sem eru áhuga- samastir um að selja okkur varn- ing til jólahaldsins láta okkur ekki í friði. Erfitt er að skerast úr leik, vera öðruvísi en hinir. Það vekur kvíða og áhyggjur hjá mörgum að geta ekki staðist kröfur nútíma- þjóðfélags um að halda glæsilega jólahátíð. Þess vegna leggja flestir mikið á sig. Foreldrar vilja skiljan- lega að börnin þeirra sitji við sama borð og önnur börn í þessum efn- um. - En aðalatriðið er þó það að við gleymum ekki Kristi! Á jólum gefur fólk gjarnan gjaf- ir enda er það í anda hátíðarinnar að gleðja aðra. En gætið að! Þær gjafir eru þó ekki alltaf bestar sem kosta mikla peninga. Litlar gjaf- ir, sem kosta lítið, geta glatt ekki síður en dýrar – og margt ann- að má líka gera án þess að budd- an sé opnuð til að auka hamingju annarra. Það gæti t.d. nægt að sýna öðrum hlýlegt viðmót, að fylgjast með líðan þeirra og rétta þeim hjálparhönd sem á þurfa að halda – og láta fólk sem þú kannt vel við finna að þér þyki vænt um það. Þetta gætir þú auðvitað gert, ekki bara á jólunum, heldur einn- ig aðra daga. Það kostar ekkert, í mesta lagi að brjóta odd af oflæti sínu og jákvætt hugarfar – og þú getur verið viss um að þú munt styrkjast í trúnni og vaxa af öllum góðverkum þínum. Þannig eign- ast þú líka hina einu, sönnu jóla- gleði. „Yður er í dag frelsari fædd- ur..“ segir í jólaguðspjalli Lúkas- ar. Þessi merku orð, sem hljóm- uðu á Betlehemsvöllum jóla- nóttina forðum, eiga líka erindi við okkur. Guð hefur sent okk- ur frelsarann til að lýsa okkur á dimmum og hálum brautum þessa heims. Ef allir lytu Kristi í raun væri bjart í kringum okkur, friður í hjarta og heimi. Þá væri ríki kær- leikans, sem Jesús boðar, allsráð- andi á jörð. Þá væri ekkert stríð og engar þær hörmungar sem því fylgir. Sá heimur sem Krist- ur boðar einkennist af kærleika, bjartsýni, friði, sanngirni og hlý- legu viðmóti. Hver vill ekki lifa í slíkum heimi? Og nú þegar jólahátíðin fer í hönd gerum við beinar brautir Guðssonarins alveg inn að hjarta- rótum og bjóðum hann velkom- inn. Við tökum undir með sálma- skáldinu og segjum: „Kom þú með dag á dimma jörð, þín væntir öll þín veika hjörð...“ Guð gefi okkur öllum gleðileg jól! Hin sanna jólagleði Hugvekja eftir sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprest á Akranesi Akraneskirkja. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.