Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Kæri lesandi!
Við höfum nú um nokkurt skeið
fengið að vita af því að hátíð-
ar ljóssins væri von. Útvarpsstöð-
var byrjuðu að leika jólalög í lok
síðasta mánaðar og kaupmenn að
auglýsa jólavarning sinn. Og bæk-
urnar, sem nú streyma á markað
hver af annarri, minna okkur einn-
ig áþreifanlega á nálægð jólanna.
Mikið er lagt undir og reynt að
gera þessa helgu hátíð sem besta
úr garði. Umbúðirnar eru glæsi-
legar og fátt skortir í veraldlegum
efnum. En í trúuðum sálum leitar
áleitin spurning á hugann: Hyggj-
um við nægilega vel að andlegum
undirbúningi? Hlökkum við að-
eins til kærkominna frídaga, gjafa
og góðs matar? Er Kristur auka-
atriði; gleymum við honum í öll-
um önnunum, konunginum, sem
leiddi okkur út úr myrkrinu og
inn í ljósið?
Segja má, okkur til varnar, að við
eigum ekki alla sök á því að gleyma
stundum tilgangi og gildi jóla, síð-
ur en svo! Margir hafa gert þessa
hátíð öðruvísi en Kristur hefði
sjálfur kosið. Þeir sem eru áhuga-
samastir um að selja okkur varn-
ing til jólahaldsins láta okkur ekki
í friði. Erfitt er að skerast úr leik,
vera öðruvísi en hinir. Það vekur
kvíða og áhyggjur hjá mörgum að
geta ekki staðist kröfur nútíma-
þjóðfélags um að halda glæsilega
jólahátíð. Þess vegna leggja flestir
mikið á sig. Foreldrar vilja skiljan-
lega að börnin þeirra sitji við sama
borð og önnur börn í þessum efn-
um. - En aðalatriðið er þó það að
við gleymum ekki Kristi!
Á jólum gefur fólk gjarnan gjaf-
ir enda er það í anda hátíðarinnar
að gleðja aðra. En gætið að! Þær
gjafir eru þó ekki alltaf bestar sem
kosta mikla peninga. Litlar gjaf-
ir, sem kosta lítið, geta glatt ekki
síður en dýrar – og margt ann-
að má líka gera án þess að budd-
an sé opnuð til að auka hamingju
annarra. Það gæti t.d. nægt að
sýna öðrum hlýlegt viðmót, að
fylgjast með líðan þeirra og rétta
þeim hjálparhönd sem á þurfa að
halda – og láta fólk sem þú kannt
vel við finna að þér þyki vænt um
það. Þetta gætir þú auðvitað gert,
ekki bara á jólunum, heldur einn-
ig aðra daga. Það kostar ekkert, í
mesta lagi að brjóta odd af oflæti
sínu og jákvætt hugarfar – og þú
getur verið viss um að þú munt
styrkjast í trúnni og vaxa af öllum
góðverkum þínum. Þannig eign-
ast þú líka hina einu, sönnu jóla-
gleði.
„Yður er í dag frelsari fædd-
ur..“ segir í jólaguðspjalli Lúkas-
ar. Þessi merku orð, sem hljóm-
uðu á Betlehemsvöllum jóla-
nóttina forðum, eiga líka erindi
við okkur. Guð hefur sent okk-
ur frelsarann til að lýsa okkur á
dimmum og hálum brautum þessa
heims. Ef allir lytu Kristi í raun
væri bjart í kringum okkur, friður
í hjarta og heimi. Þá væri ríki kær-
leikans, sem Jesús boðar, allsráð-
andi á jörð. Þá væri ekkert stríð
og engar þær hörmungar sem
því fylgir. Sá heimur sem Krist-
ur boðar einkennist af kærleika,
bjartsýni, friði, sanngirni og hlý-
legu viðmóti. Hver vill ekki lifa í
slíkum heimi?
Og nú þegar jólahátíðin fer í
hönd gerum við beinar brautir
Guðssonarins alveg inn að hjarta-
rótum og bjóðum hann velkom-
inn. Við tökum undir með sálma-
skáldinu og segjum:
„Kom þú með dag á dimma
jörð,
þín væntir öll þín veika
hjörð...“
Guð gefi okkur öllum gleðileg
jól!
Hin sanna jólagleði
Hugvekja eftir sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprest á Akranesi
Akraneskirkja. Ljósm. Friðþjófur Helgason.