Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Page 72

Skessuhorn - 18.12.2013, Page 72
72 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Dreifnám tekur til starfa í Dölum Dalamenn tóku frumkvæði að því á árinu um að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi í heimabyggð, svokallað dreifnám. Dalabyggð gekk til samninga við Menntaskóla Borgarfjarðar um framkvæmd námsins og náðist samkomulag um stofnun framhaldsdeildar skólans í Búðardal síðastliðið sumar. Jenny Nilsson frá Lyngbrekku á Fellsströnd var ráðinn umsjónar- maður deildarinnar sem tók til starfa í lok ágúst. Átta nem- endur stunda nám við deildina en að auki sækja nokkrir elstu nemendur Auðarskóla áfanga við hana. Góður árangur vestlenskra hestamanna Segja má með sanni að hestamennskan á Vesturlandi hafi blómstrað á árinu. Fjórðungsmót var á Kaldármelum í júlí, Íslandsmót fullorðinni var haldið í Borgarnesi og Heims- meistaramót í Berlín í ágúst. Þar áttu vestlenskir hestamenn sína fulltrúa, bæði hesta og knapa. Hestaíþróttaknapi ársins og efnilegasti knapinn koma báðir frá Vesturlandi. Það eru þeir Jakob Svavar Sigurðsson sem keppti á Al frá Lundum II og Konráð Valur Sveinsson. Einnig er mikil uppsveifla í kyn- bótahrossum og má m.a. nefna Nótu frá Stóra Ási sem hlaut Glettubikarinn og að sex hæst dæmdu fjögurra vetra stóðhest- arnir í ár koma allir frá Vesturlandi. Hæst dæmda hryssa ársins var Auður frá Skipaskaga með 8,68 í aðaleinkunn. Tveir stóð- hestar eru jafnir í efsta sæti stóðhesta og er annar þeirra Narri frá Vestri Leirárgörðum með 8,71 í aðaleinkunn. Sannarlega frábær árangur hjá okkar fólki og hrossum og verður spenn- andi að fylgjast með á næsta ári. Þá verður m.a. Landsmót í byrjun júlí á Hellu. Kom í heiminn á Mýrunum Eva Lind Breiðfjörð og Emanúel Þórður Magnússon í Ólafs- vík komust í fréttirnar í sumar þegar þau eignuðust dreng að morgni mánudagsins 22. júlí í sjúkrabíl á Mýrunum. Um fimm um morguninn hafði Emanúel haldið til sjós frá Ólafsvík en snéri klukkustund síðar rakleiðis í land eftir að Eva hafði hringt í hann og tjáð honum að hún væri kominn með verki. Ákváðu þau í framhaldinu að hringja á sjúkrabíl sem lagði af stað frá Ólafsvík um klukkan átta. Eftir tæplega klukkustunda akstur var barnið að koma í heiminn og urðu því sjúkraflutn- ingamennirnir Ásmundur Jónsson og Erlingur Pétursson að stöðva aksturinn til að taka á móti nýjasta Ólsaranum þann daginn. Bíllinn var þá staddur á Mýrum. Fæðingin gekk eins og í sögu en þetta var fyrsta skipti sem þeir Ásmundur og Er- lingur taka á móti barni. Eftir stutta dvöl á fæðingadeildinni á sjúkrahúsinu á Akranesi hélt fjölskyldan síðan aftur til heim til Ólafsvíkur daginn eftir. Stórbruni í Magnúsi SH Mikið tjón varð á netabátnum Magnúsi SH frá Hellissandi þegar eldur kviknaði í honum inni í skipasmíðahúsi Þor- geirs & Ellerts hf. á Akranesi þriðjudaginn 31. júlí. Slökkvi- starf gekk treglega í fyrstu vegna mikils reyks í húsinu og sáu slökkviliðsmenn varla handa sinna skil. Þess utan var nokkur hætta um tíma þar sem gashylki voru nærri bátnum. Síðdeg- is náðu viðbragðsaðilar að virkja dráttarbrautina í húsinu og koma bátnum undir beran himinn. Í kjölfarið gekk slökkvi- starf mun betur og náðist að slökkva eldinn nóttina eftir. Eng- in slys urðu á fólki af völdum brunans, en tjón var allnokk- uð í Magnúsi SH og reyndist að endingu kosta 180 milljónir króna. Tjónið á skipasmíðahúsinu reyndist hins vegar minni- háttar. Á haustdögum var ákveðið að endursmíða bátinn eftir að samningar tókust á milli Þ&E og útgerðarinnar Skarðsvík ehf. á Hellissandi sem er eigandi bátsins. Áætlað er að endur- smíðinni verði lokið í mars á næsta ári. Skólastjóri hættir í Borgarnesi Starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi kom illa út úr nokkrum þáttum í niðurstöðum fyrstu Skólavogarinnar á árinu. Könn- unin er samanburðarkönnun á starfi 19 sveitarfélaga á Íslandi þar sem 80% landsmanna búa. Greint var frá niðurstöðunum í september og kom umfjöllunin af stað mikill umræðu um skólamál í bæjarfélaginu. Áður en langt um leið ákvað Krist- ján Gíslason skólastjóri að stíga til hliðar til að skapa frið um skólastarfið og treysta stoðir þess. Borgarbyggð auglýsti eftir eftirmanni hans í kjölfarið og sóttust sjö eftir starfinu. Signý Óskarsdóttir var ráðinn nýr skólastjóri í nóvember og mun hún taka við stöðunni fljótlega. Stórar framkvæmdir á Grundartanga Faxaflóahafnir ákváðu í haust að verja 345 milljónum króna í hafnarframkvæmdir á Grundartanga á næsta ári. Í fram- kvæmdunum verður Tangabakki lengdur um 120 metra en einnig verður haldið áfram við gatna- og lóðagerð á svæðinu ásamt frekari landþróun. Athafnasvæðið á Grundartanga er eitt helsta vaxtarsvæði landsins og hafa Faxaflóahafnir á und- anförnum árum haldið utan um þróun svæðisins fyrir hönd eigenda sinna sem eru Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð og Skorradalshreppur. Auk þess munu Faxaflóahafnir ráðstafa 37 milljónum til fram- kvæmda við Akranes- og Borgarneshöfn á næsta ári. Grindhvalir á land við Rif og Ólafsvík Stór grindhvalavaða komst í hann krappann við ströndina á milli Rifs og Ólafsvíkur laugardaginn 7. september, sennilega í kjölfar slæms veðurs sem gekk yfir á þessum slóðum sama dag. Menn urðu fyrst varir við vöðuna um kl. 18 í Rifshöfn og er talið að í henni hafi verið á bilinu 70-80 hvalir. Fjöldi þeirra synti síðan upp með ströndinni áleiðis til Ólafsvíkur. Styggð hvalanna var slík að þegar upp var staðið daginn eftir höfðu um þrjátíu hvalir synt á land og drepist. Tilraunir til að koma lifandi hvölum aftur út á sjó bar takmarkaðan árangur. Íbúar á svæðinu biðu ekki boðanna þegar fréttist af hvalrekanum og lögðu margir leið sína að hræjunum til að nýta þau, enda vit- að að færeysk áhrif eru sterk á svæðinu. Nýtt skipulag SSV rætt Ýmis mál voru í brennidepli á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór í Reykholti í september. Hæst báru hugmyndir starfshóps að breyttu skipulagi SSV sem lagðar voru fram á fundinum. Meðal þeirra breytinga sem hópur- inn lagði til var að víkka út samtökin og gera þau líkari syst- ursamtökum þeirra á Austurlandi og draga úr yfirbyggingu verkefna tengd SSV svo sem með því að leggja niður Menn- ingarráð Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands og færa verkefni þeirra undir skrifstofu SSV. Aðalfundurinn frestaði að taka ákvörðun í málinu og fól starfshópi undir forystu Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra í Borgarbyggð að undirbúa mál- ið frekar fyrir framhaldsaðalfund samtakanna sem fór fram á Hótel Hamri í nóvember. Þar var einnig beðið með ákvörð- un í málinu en í staðinn var það sent öllum sveitarstjórnum til umsagnar. Málið er því enn í ferli. Mollý sló í gegn Geitin Mollý á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði varð landsfræg á einum degi í október þegar Skessuhorn greindi frá viðburða- ríku lífi hennar. Mollý vann strax hug og hjörtu lesenda og Framhald á næstu opnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.