Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 9

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 9
Árni V. Þórsson Höfundur er yfirlæknir á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. Sími: 525 1000; bréfsími 525 146; netfang: arniv@shr.is FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Andrógenónæmi Inngangur Arið 1953 birtist í amerísku læknatímariti grein eftir dr. John Morris, en hann var fæðingalæknir við Yale háskóla í Bandaríkjunum (1). Par sagði hann frá 82 konum sem allar höfðu eðlilegt útlit þrátt fyrir að kynkirtlar þeirra reyndust vera eistu. Titill greinar dr. Morris var The syndrome of testicular feminisation in male pseudohermaphrodites. Seinna leiddu rann- sóknir í ljós að konur með testicular feminisation syndrome höfðu eðlilegt útlit ytri kynfæra, en legháls, leg og eggjaleiðarar voru ekki til staðar. Fyrr á árum var vandamálið oftast nær greint í tengslum við að ung kona fór til rannsókna vegna þess að blæðingar höfðu ekki hafist eða vegna ófrjósemi. Kviðslit í nára var einnig tiltölulega algengt upphafseinkenni sem var þá orsakað af þrýstingi frá kynkirtlum. Nú á síð- ari árum kemur fyrir að vandamálið greinist við fæð- ingu. Rannsóknir á frumum úr legvatni hafa þá ef til vill sýnt eðlilega litninga, en síðan fæðist barn sem er annars kyns en vænst var. Á síðari árum hefur testi- cular feminisation syndrome vikið fyrir heitinu and- rogen insensitivity syndrome (AIS) eða heilkenni andrógenónæmis (2,3). Orsakir, greining Þegar litningarannsóknir náðu útbreiðslu eftir 1960 kom í ljós að litningagerðin í AIS er 46 XY og að Y litningurinn stjórnar myndun eistna. Fyrir miðja öld- ina varð mönnum ljóst að testósterón gegnir lykil- hlutverki við myndun bæði ytri og innri kynfæra drengja. í fóstrinu breytist testósterón staðbundið fyrir áhrif enzímsins 5-alfa reductasa í díhýdrótestó- sterón (DHT). Eðlileg ytri kynfæri drengja þróast síðan fyrir áhrif DHT. Testósterón hefur einnig áhrif á þróun innri kynfæra karla. Úr fósturvefjum sem nefndir eru Wolf-gangar myndast eistalyppa (epidi- dymis) og sáðleiðarar. Fóstureistað framleiðir hins vegar annað hormón (Múllerian Inhibiting Hor- mone) sem eyðir fósturvefjum þeim sem kenndir eru við Múller. Úr þeim vefjum myndast eggjaleiðarar, leg, legháls og efsti hluti legganga hjá stúlkum. Fyrir allmörgum árum kom fram sú kenning að AIS orsakaðist af galla í testósterón- eða andrógenvið- taka. Ljóst var að vandamálið barst í gegnum kven- legginn og kom fram í nálægt helmingi fóstra með litn- ingagerðina XY (4). Mælingar á bindigetu andrógens við viðtaka í trefja- kímfrumum (fibroblasts) voru notaðar til margra ára sem aðferð til að greina AIS. Þær mælingaaðferðir voru þó að ýmsu leyti erfiðar, ófullkomnar, óað- gengilegar og dýrar (5,6). Árið 1988 var cDNA andrógenviðtakans rað- greint og amínósýruröð þannig ákvörðuð (7). Frá þeim tíma hefur verið lýst yfir 300 mismunandi stökk- breytingum í andrógenviðtakanum. Stökkbreyting- arnar eru af ýmsum gerðum og valda mismiklum klínískum einkennum, allt frá algjöru og niður í væg- ara ónæmi. Algjört andrógenónæmi virðist þó vera algengasta formið. Hins vegar er ljóst að ýmis af- brigði önnur geta fylgt ónæmi í andrógenviðtaka meðal annars hefur verið lýst ófijósemi hjá karl- mönnum sem eina klíníska einkenninu (8). Hlutverk andrógenviðtakans í að eistu gangi niður er langt í frá fullrannsakað, en ljóst er að andrógenviðtakinn hef- ur ekki hlutverk í myndun fóstureistans, sem er eðli- lega myndað og þroskað hjá stúlkum með AIS (4). Komið hafa upp tilgátur að örvandi (agonistic) stökkbreytingar á andrógenviðtaka geti verið krabba- meinsvaldandi til dæmis í blöðruhálskirtli eða eistum. Enn sem komið er hafa þær tilgátur ekki verið sann- aðar en áhugavert verður að fylgjast með þessu rann- sóknarsviði á næstu misserum. Aðal mismunagreining við AIS er pure gonadal dysgenesis. Þær stúlkur hafa litningagerðina 46 XY, en undirrótin liggur á Y litningnum og eistu myndast ekki. Bæði ytri og innri kynfæri þessara stúlkna eru eðli- leg, en í stað kynkirtla finnast í grindarholi vefjaleifar (streakes). Vefina þarf að fjarlægja vegna hættu á ill- kynja vexti, en stúlkurnar svara hormónameðferð á eðlilegan hátt og töluvert mörg dæmi eru um að þær hafi fætt eðlileg börn með því að fá eggið að láni. Meðferð Eins og fyrr var sagt gegnir Y litningurinn mikilvægu hlutverki í þróun fóstureistans. Eistað framleiðir testósterón sem síðan hefur áhrif á eðlilega þróun ytri sem innri kynfæra. Fjölmargar rannsóknir á dýr- um og mönnum hafa sýnt fram á að testósterón í heila drengja í fósturlífi hefur varanleg áhrif á atferli og persónuleika síðar meir. Stúlka með AIS hefur ekki starfræna viðtaka fyrir testósteróni, hvorki í vefjum sem mynda kynfæri né heldur í heila, undir- stúku eða heiladingli. Ef andrógenviðtakinn er bilað- ur er ekki að búast við neinum hormónaáhrifum í fósturlífi er gætu haft áhrif á persónuleika eða atferli Læknablaðið 2000/86 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.