Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 18

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 18
FRÆÐIGREINAR / MAGALÆKNINGAR Sjúkdómar í efri meltingarvegi Er Helicobacter pylori orsökin? Bergþór Björnsson1,2* Kjartan Örvar" Ásgeir Theodórs1'3* Frá "meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2,læknadeild Háskóla íslands, "lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfskipti: Ásgeir Theodórs, meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði. Sími: 555 0000; bréfsími: 565 3255; netfang: asgeir@stjo.is Efni greinarinnar var áður kynnt á 13. þingi Félags íslenskra lyflækna á Akureyri dagana 12.-14. júní 1998. Lykilorð: Helicobacter pylori, holsjárskoðan, einkenni frá efri meltingarvegi. Ágrip Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi virkra H. pylori sýkinga hjá sjúklingum með einkenni frá efri meltingarvegi, kanna tengsl H. pylorí við sjúkdóma í vélinda, maga og skeifugörn og bera saman klínískar greiningar og niðurstöður hol- sjárskoðana. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með fram- skyggnu sniði og fór fram á árunum 1996 og 1997. Holsjárskoðanir á efri meltingarvegi voru fram- kvæmdar hjá 562 sjúklingum á speglunareiningu meltingarsjúkdómadeildar St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Skilyrði fyrir þátttöku var að sjúklingur hefði einkenni frá efri meltingarvegi en frábending var blæðingarhætta hjá sjúklingum. Sjúklingar sem feng- ið höfðu H. pylorí upprætingarmeðferð voru útilok- aðir við úrvinnslu gagna. Tekin voru sýni úr maga- helli (antrum ventriculi) og magabol (corpus ventri- culi) til CLO (Camphylobacter Like Organism) rannsókna og til vefjarannsókna í þeim tilfellum sem það átti við. Niðurstöður: Unnt var að meta niðurstöður rann- sókna hjá 458 sjúklingum (81,5%) en 76 (13,5%) voru útilokaðir þar sem þeir höfðu gengist undir upp- rætingarmeðferð vegna /7. pylori sýkingar og 28 (5%) voru útilokaðir vegna þess að fullnægjandi gögn skorti. Alls reyndust 220 (48%) sjúklingar vera //. pylori jákvæðir. Þar af voru 122 konur (55,5%) og 98 karlar (44,5%). Samsvörun milli klínískra sjúk- dómsgreininga og niðurstaðna holsjárskoðana var ekki góð og virðast ætisár ofgreind klínískt. H. pylori sýkingar tengjast mest ætisárum (ulcus pepticum) og þá fremur skeifugarnarsárum (ulcus duodeni) en magasárum (ulcus ventriculi). Þannig reyndust 82% sjúklinga með skeifugarnarsár H. pylori jákvæðir en 60% sjúklinga með magasár. Sjúklingar með maga- bólgur og skeifugamarbólgur voru H. pylori jákvæðir í 57% tilvika. Ályktanir: Einungis 48% sjúklinga með einkenni frá efri meltingarvegi hafa jafnframt virka H. pylori sýk- ingu í magaslímhúð. Hlutfall H. pylori sýktra meðal sjúklinga með ætisár (maga- og skeifugarnarsár) er 69% sem er lægra en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna. Samsvörun milli klínískrar sjúkdómsgreining- ar og niðurstöðu holsjárskoðunar á efri meltingar- vegi er ekki góð. Holsjárskoðun er mikilvæg til að tryggja rétta sjúkdómsgreiningu og gerir meðferð markvissari. EIMGLISH SUMMARY Björnsson B, Örvar KB, Theodórs Á Diseases in the esophagus, stomach and duodenum: is Helicobacter pylori to blame? Læknablaöiö 2000; 86: 168-73 Objective: To evaluate a) how many of symptomatic patients referred for upper endoscopy have active H. pylori infection, b) the correlation between the indications for upper endoscopy and endoscopic diagnosis and c) the association between H. pylori and organic disease in the upper gastrointestinal tract. Material and methods: This is a prospective study on 562 symptomatic patients referred for upper gastrointestinal endoscopy. The criteria for inclusion were symptoms from the upper gastrointestinal tract but patients taking anti- coagulation medication were excluded. All patients who had received H. pylori eradication therapy were excluded from the final analysis. Biopsies were obtained from both the antrum and body of the stomach for CLO testing as well as for histological evaluation for H. pylori. Results: For final analysis 458 patients (81.5%) were evaluable, 76 patients (13.5%) were excluded who came for evaluation after H. pylori eradication and 28 patients (5%) were also excluded due to inadequate information. Of 458 patients, 220 (48%) tested CLO positive, there of 122 women (46%) and 98 men (50.5%). The correlation between indication for referral for upper endoscopy and final endoscopic diagnosis was poor, where peptic ulcer disease was clearly overrated. Active H. pylori infection was most often diagnosed among patients with peptic •ulcer disease, particularly duodenal ulcer (82%) and less often gastric ulcer (60%). Patients with gastritis and duodenitis had H. pylori diagnosed in 57% of the cases. Conclusions: H. pylori was diagnosed in 48% of patients with symptoms from the upper gastrointestinal tract. Of all patients with peptic ulcer disease H. pylori was diagnosed in only 69% of the cases, which is lower than previous studies have indicated. The correlation between indication for endoscopy and the endoscopic diagnoses is rather poor. It is important to perform diagnostic endoscopy early in order to select the best initial treatment for the patient. Key words: Helicobacter pylori, endoscopy upper gastrointestinat symptoms. Correspondence: Ásgeir Theodórs. E-mail: asgeir@stjo.is Inngangur Helicobacter pylori (H. pylori) bakterían er gram- neikvæður stafur sem fyrst var ræktuð og einangruð árið 1982 af Áströlunum Marshall og Warren (1,2). Síðan þá hefur bakterían verið tengd við ýmsa sjúk- 168 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.