Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 31

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 31
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ÁBENDING Mynd 2. Gerviþvagloka meö kraga umhverfis þvagrás, pumpa ípung og belgur í kvið. pumpan í pung en belgurinn í kviðarhol ofan lífbeins (mynd 2). í virku ástandi er kraginn fullur af vökva sem lokar þvagrásinni vegna vökvaþrýstings frá belgnum. Þegar viðkomandi vill tæma blöðruna er pumpan kreist og færist þá vökvinn frá kraganum lil belgsins. Þvagrásin opnast og gefast nokkrar mínútur til þess að tæma blöðruna, á venjulegan hátt eða með einnota þvaglegg, áður en kraginn fyllist aftur. Mikil- vægt er að setja aldrei þvaglegg án þess að kraginn sé fyrst tæmdur, ella er hætta á að skaða þvagrásina og gervilokuna. Þarfnist sjúklingur þess að hafa inni- liggjandi þvaglegg er nauðsynlegt að taka pumpuna úr sambandi. Það er gert með því að kreista pump- una og þrýsta á lítinn hnapp áður en hún fyllist aftur. Þessi hnappur finnst við þreifingu ofarlega og fram- anvert á pumpunni. Við það fyllist þvagrásarkraginn ekki aftur fyrr en þvagleggurinn hefur verið fjarlægð- ur og pumpan kreist að nýju. Óstarfhœf þvagrás: Ef nema þarf þvagrásina á brott eða ef hún verður óstarfhæf vegna sjúkdóma eða áverka kemur til greina að loka blöðruhálsinum endanlega. Þvagblaðran er nýtt áfram og settur er á hana ventill til húðar eða nafla. Hægt er meðal ann- ars að gera slíkan ventil úr botnlanga sem frátengdur er ristli, æðastilkur varðveittur og botnlanginn hafður opinn í báða enda. Nærendinn er tekinn út á kvið- vegg eða í botni naflans en fjærendinn tengdur blöðru með einstefnuloka á svipaðan hátt og þvag- leiðari tengist blöðrunni (myndir 3a og b). Með því móti lekur þvag ekki til baka en þvaglegg er rennt í hvert sinn sem tæma þarf blöðruna. Þvagveita Bríckers blaðra: Ef fjarlægja þarf þvagblöðru til dæmis vegna krabbameins er hefðbundið er að veita þvaginu út á kviðvegg í gegnum smágimisbút. Þessi aðferð er kennd við Eugene M. Bricker sem lýsti þessari aðgerð fyrir hálfri öld og er hún í daglegu tali kölluð Brickers blaðra (2). í raun er ekki um blöðru að ræða heldur millistykki með stómíu sem veitir þvagi beint út í utanáliggjandi poka (myndir 4a og b). Þessi aðferð er enn í fullu gildi og hefur staðist tímans tönn sakir einfaldleika og öryggis. Galli þessarar aðferðar er fyrst og fremst lfkamslýti sem hlýst af stómíu en einnig er frítt bakflæði til nýrna sem getur sýkt og skaðað nýrun til lengri tíma litið. Fyrr á öldinni var talsvert um það að þvagi væri veitt beint inn í ristilinn (uretero-sigmoidostomy) og Mynd 3a. Botnlangi tengdur á milli blöðru og nafla. Mynd 3b. Botnlangi frátengdur ristli, opinn í báða enda, á œðastilk. Læknablaðið 2000/86 181
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.