Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 34

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / FRÆÐILEG ABENDING ar hins vegar ekki um þessa aukningu á nýmavinn- unni en þeir geta þó síðar á lífsleiðinni fengið skerð- ingu á nýrnastarfsemi af öðrum ástæðum. Helstu kennimerki af samgangi þvags og garnaslímhúðar er blóðsýringur (hyperchloremic metabolic acidosis). Petta stafar meðal annars af klóríð- og vetnisjónafrá- sogi garnarinnar samhliða bíkarbónatútskilnaði. Langtímavandamál: Við blóðsýring (acidosis) get- ur komið fram beineyðing vegna niðurbrota beina. Ef neðsti hluti smágirnis (terminal ileum) er notaður í nýblöðruna þarf að gæta að B-12 skorti. Krabba- mein getur myndast í nýblöðrunni og er áhættan háð aldri hennar. Sú hætta virðist þó vera tillölulega lítil en langtímaeftirlit liggur þó ekki enn fyrir. Ef þvag og saur blandast saman, eins og þegar þvagi er veitt í ristilinn, er um mun meiri áhættu að ræða enda að mestu hætt við þess háttar aðgerðir. Frábendingar nýblöðruaðgerða: 1. Skert starfsemi handa. 2. Framsæknir taugasjúkdómar sem geta valdið því að viðkomandi getur ekki framkvæmt hreina sjálf- tæmingu til frambúðar. 3. Skert nýrnastarfsemi. 4. Garnasjúkdómar eða fyrra brottnám garnahluta. 5. Einstaklingi er ekki treystandi til þess að fara að fyrirmælum. 6. Útbreitt þvagblöðrukrabbamein. Er hœgt að breyta Brickers blöðru í nýblöðru?: Hægt er að breyta Brickers blöðru í nýblöðru en slík framkvæmd er þó mörgum annmörkum háð og ekki ráðist í hana nema að vel athuguðu máli. Við ákvarð- anatöku þarf að meta aldur og önnur vandamál sjúk- lings, auk þess sem meiri hætta er á fylgikvillum við aðgerðir á sjúklingum sem þegar hafa gengist undir stórar aðgerðir. Síðastliðin þrjú ár hafa á annan tug einstaklinga á aldrinum 9-67 ára farið í ofannefndar aðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Tveir hafa farið í blöðru- stækkun með görn, átta hafa fengið nýblöðru á þvag- rás úr smágirni en þrír nýblöðrur úr hægri ristli. Tveir karlmenn hafa fengið gerviþvaglokur og hjá þremur hefur botnlanginn verið notaður milli húðar og þvag- blöðru. Þessar aðgerðir hafa verið án alvarlegra fylgi- kvilla. Þrír einstaklingar hafa þó látist síðar úr krabba- meinssjúkdómi. Heimildir 1. Lapides J, Diokno AC, Silber SJ, Lowe BS. Clean intermittent self-catheteri- zation in the treatment of urinary tract disease. Trans Am Ass Genito-Urin Surg 1971;63:92-6. 2. Bricker EM. Bladder sub- stitution after pelvic evis- ceration. Surg Clin N-Am 1950; 30:1511-21. Lokaorð Hægt er að bjóða sjúklingum hérlendis upp á marg- breytilega kosti við endursköpun þvagfæra. Upplýsa þarf þá sem standa frammi fyrir brott- námi þvagblöðru um þessa kosti sem og þá sem hafa önnur alvarleg þvagfæravandamál. Að sama skapi þarf að upplýsa lækna um hvers ber að gæta hjá þeim sem farið hafa í slíkar aðgerðir og er það tilgangur þessarar greinar. LOSEC MUPS Hassle, 970401 SÝRUHJÚPTÖFLUR; A 02 B C 01 R E Hver sýruhjúptafla inniheldur: Omeprazolum INN, magnesíumsalt, 10,3 mg, 20,6 mg eöa 41,3 mg, sam- svarandi Omeprazolum INN 10 mg, 20 mg eða 40 mg. Ábendingar: Sársjúkdómur í skeifugörn og maga. Bólga í vélinda vegna bakflæðis (reflux oesophagitis). Uppræting Helicobacter pylori við sársjúkdómi (ásamt sýklalyfjum). Sársjúkdómur eða fleiður í skeifugörn og maga vegna meðferðar með bólgueyðandi gigtar- lyfjum (NSAID). Fyrirbyggjandi vegna aukinnar hættu á óþægindum, eins og sársjúkdómi í maga, vél- inda eða skeifugöm, fleiðri í maga og/eða skeifugöm eða meltingartruflunum, við meðferð með bólgueyð- andi gigtarlyfjum. Langtímanotkun við bólgu í vélinda vegna bakflæðis eða við síendurteknum sárum í maga og skeifugörn. Meðferð á einkennum brjóstsviða og nábíts vegna bakflæðissjúkdóms (gastro-oesophageal reflux disease). Zollinger-Ellison heilkenni. Skammtar*: Mælt er með að LOSEC MUPS sýruhjúp- töflur séu teknar inn að morgni. Töflurnar á að gleypa heilar með vökva. Innihald taflna má hvorki tyggja né mylja. Töflumar á að taka með 1/2 glasi af vökva. Hvorki má tyggja né mylja töflurnar. Töflurnar má einnig hræra út í hálfu glasi af vatni eða ávaxtasafa. Hræra á í þar til töflurnar hafa sundrast og drekka á vökvann með kornunum í innan 30 mínútna. Skola á glasið að innan með vökva og drekka hann. Hvorki má tyggja né mylja kornin. Við skeifugarnarsári, magasári, sár- sjúkdómum eða fleiðurs vegna meðferðar við bólgu- eyðandi gigtarlyfjum, við bólgu í vélinda vegna bak- flœðis og til meðferðar á einkennum vegna bakflœðis- sjúkdóms er ráðlagður skammtur 20 mg einu sinni á dag.* Við alvarlegri bólgu í vélinda vegna bakflœðis hjá börnum 1 árs og eldri: Ráðlagður skammtur handa börnum 10-20 kg er 10 mg á dag og handa börnum >20 kg 20 mg á dag.* 777 upprœtingar Helicobacter pylori við sársjúkdómi: Losec MUPS er ýmist gefið í „þriggja lyfja meðferð“ (ásamt amoxicillíni og klaritromýcíni, klaritrómýcíni og metrónídazóli eða amoxicillíni og metrónídazóli) eða í „tveggja lyfja meðferð44 (ásamt amoxicillíni eða klaritrómýcíni).* Við Zollinger-Elli- son heilkenni: Ráðlagður upphafsskammtur er 60 mg daglega.* Skert nýrnastarfsemi: Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er ekki nauðsynlegt að breyta skömmtum. Skert lifrarstarfsemi: Þar sem aðgengi og helmingunartími ómeprazóls í plasma eykst við skerta lifrarstarfsemi getur verið nægjanlegt að gefa 10-20 mg dagsskammta. Aldraðir Hjá öldruðum þarf ekki að breyta skömmtum. Frábendingar: Þekkt ofnæmi fyrir ómeprazóli. Varnaðarorð og varúðarreglur: Þegar tal- ið er að um magasár sé að ræða skal útiloka illkynja sjúkdóm, en meðferð með ómeprazóli getur dregið úr einkennum og seinkað sjúkdómsgreiningu. Meðganga og brjóstagjöf: Eins og við á um flest lyf ætti ekki að gefa þunguðum konum né konum með barn á brjósti ómeprazól magnesíumsalt nema brýn ástæða sé til. LOSEC MUPS gefið í skömmtum allt að 80 mg á 24 klst. konum í fæðingu hefur ekki valdið aukaverkun- um hjá baminu. Dýrarannsóknir hafa ekki bent til hættu vegna meðferðar með LOSEC MUPS á meðgöngu- tíma og við bijóstagjöf og engar vísbendingar liggja fyrir um eituráhrif eða fósturskemmandi verkun. Auka- vcrkanin LOSEC þolist vel og aukaverkanir hafa yfir- leitt verið vægar og gengið til baka*. Pakkningar og verð: Sýruhjúptöflur 10 mg: 14 stk. 3.190,-; 100 stk. 16.051,- Sýruhjúptöflur 20 mg: 14 stk. 3.691,-; 28 stk. 6.446,-; 56 stk. 11.689.; 100 stk. 19.596,-. Sýruhjúptöflur 40 mg: 28 stk. 12.514.- Umboð á íslandi: Pharmaco hf. Sérlyfjaskrártexti, samþykktur af Lyfjanefnd ríkisins 7. 10.1998 (styttur) *ítarlegri texta um lyfið er að finna í Fréttabréfí Lyfja- nefndar ríkisins 1. janúar 1999 og Sérlyfjaskrá 1999 (1. aprfl 1999). Hcimildin 1) Pilbrant A et al. development of an oral formula- tion of omeprazol; Scand. J. Gastroenterology 1985; 20 (suppl 108): 113-20 2) Fréttabréf Lyfjanefndar ríkisins 1. janúar 1999. 184 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.