Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 49

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MYNDGREINING Mannaflaþörf í myndgreiningu á næstu árum Stefnir í óefni? Pétur H. Hannesson Höfundur er formaöur Félags íslenskra rönlgenlœkna Læknisfræðileg myndgreining, í daglegu tali nefnd röntgen, er ein af stærri sérgreinum læknis- fræðinnar. Peir læknar sem innan hennar starfa hafa á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af ný- liðun og mönnun í greininni. I þessari grein er staða mála reifuð og bent á nokkrar leiðir til úrbóta. Mannafli Nú eru starfandi 34 sérfræðingar í læknisfræðilegri myndgreiningu á íslandi. Meðalaldur þeirra er um 50 ár. Tveir munu ná 67 ára aldri innan fimm ára og 10 innan 12 ára. Fimm ungir sérfræðingar (um fertugt) eru starf- andi erlendis og eru tveir þeirra væntanlegir til lands- ins. Einungis tveir íslenskir læknar eru í sérnámi í myndgreiningu. Annar er ófarinn til náms erlendis og eru þetta fádæmi miðað við stærð og umfang sér- greinarinnar. Eftir fimm ár mun yfir helmingur sérfræðinga í þessari grein vera kominn yfir miðjan aldur og hafa þá náð þeim aldri að þurfa ekki að taka vaktir á sjúkrahúsunum, samkvæmt kjarasamningum sjúkra- húslækna. Vaxandi hluti röntgenlækna starfar utan sjúkrahúsa og miðað við þann mikla þunga sem lagður er á starfsemi sjúkrahúsanna á vöktum mun þetta verða vandamál þegar fram líða stundir. Þörf Erfitt er að áætla mannaflaþörfina og mat á henni verður því aldrei alveg nákvæmt. Að einhverju leyti er unnt að miða við stöðugildi stofnana. Vegna aðhaldsemi fjárveitingavaldsins er það ótryggur mælikvarði þar sem stöðuheimildir eru ætíð á eftir þróuninni í greinum sem eru í örum vexti. Pó hafa sjúkrahús hér á landi átt erfitt með að fylla stöðugildi á röntgendeildum þrátt fyrir hrópandi þörf. Læknar þekkja vel það vandamál að geta ekki tekið út samningsbundin frí vegna anna. Vandkvæði eru á að unnt sé að uppfylla reglur um lágmarkshvíld og vinnutíma og nýjar reglur EES hafa ekki komið til framkvæmda hér á landi nema að hluta til. Þær munu skapa þörf fyrir fleiri lækna er þær koma að fullu til framkvæmda. Betri mælikvarði er að miða við fjölda rannsókna á hvern lækni sem og vísindastarfsemi í greininni. Heilbrigðiskerfið á íslandi er gjarnan miðað við heil- brigðiskerfi hinna Norðurlandanna og þaðan koma langflestir röntgenlæknar úr sérnámi. Vinnuálag á myndgreiningarlækna er eðlilega nokkuð misjafnt hér á landi en samkvæmt lauslegri könnun má ætla að rannsóknafjöldi á hvern þeirra sé töluvert meiri en hjá norrænum starfsbræðrum. Munurinn er allt að tvö- til þrefaldur. Rannsóknavirkni innan greinarinnar er lítil jafn- vel þótt aðeins sé miðað við vísindarannsóknir ann- arra lækna innanlands. Margir íslenskir myndgrein- ingarlæknar voru mjög virkir í rannsóknum er þeir stunduðu sérnám erlendis og er orsök þessa ástands fýrst og fremst að klínísk vinna tekur allan þeirra tíma. Mikið er rætt um auknar kröfur á lækna sjúkra- húsanna um að stunda rannsóknir, meðal annars hef- ur það komið fram í umræðunni um háskólasjúkra- hús. Ekki er óeðlilegt að ætla að læknar við stofnanir, sem vilja kalla sig slíku nafni, þurfi að eyða 10-20% af tíma sínum í rannsóknir og þekkingaröflun. Símennt- un þykir sjálfsögð krafa til alls menntaðs fólks í dag. Félag íslenskra röntgenlækna hefur sett fram staðal fyrir myndgreiningarlækna um símenntun og lækna- ráð sjúkrahúsanna hafa sett fram kröfur þessa efnis til sérfræðinga sem þar starfa. Myndgreiningarlæknar eiga í erfiðleikum með að uppfylla sum þessara skil- yrða meðal annars vegna þess að þeir komast ekki frá á daglega fræðslu- og símenntunarfundi. Eins og að framan sagði er mjög erfitt að áætla ná- kvæmlega mannaflaþörf og þegar skortur er á vinnu- afli er tilhneiging að reyna að komast af með lág- marksmönnun á kostnað gæða og vísinda. Mín ágisk- un er sú að miðað við framangreinda þætti sé mynd- greining á Islandi undirmönnuð sem nemur um fjórð- ungi ef miðað er við að hún eigi að standa jafnfætis öðrum greinum læknisfræðinnar hér á landi. Margir starfsbræður munu efalaust halda því fram að þetta sé of varlega áætlað. íslendingum fjölgar, þjóðin eldist og umfang heil- brigðiskerfisins eykst ár frá ári. Pess utan gegnir myndgreining vaxandi hlutverki innan læknisfræð- innar með tilkomu nýrra rannsóknaraðferða og auknu hlutverki í meðferð sjúklinga. Orðið hefur veruleg fjölgun rannsókna síðasta áratuginn og þess utan eru flóknar og tímafrekar rannsóknir æ stærri hluti þeirra. Ætla má að eðlilegur vöxtur greinarinn- ar muni því verða nokkur prósent árlega á næstu ár- um og varlegt er að áætla að vöxturinn verði um 3% á ári. Horfur Þegar litið er á horfurnar í mannafla og hversu marga nýja myndgreingarlækna við þurfum á næstu árum er útlitið mjög dökkt. Það má ætla að fimm til sjö ár taki að afla sér sérmenntunar í læknisfræði og margir kjósa Læknablaðið 2000/86 197

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.