Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 49

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MYNDGREINING Mannaflaþörf í myndgreiningu á næstu árum Stefnir í óefni? Pétur H. Hannesson Höfundur er formaöur Félags íslenskra rönlgenlœkna Læknisfræðileg myndgreining, í daglegu tali nefnd röntgen, er ein af stærri sérgreinum læknis- fræðinnar. Peir læknar sem innan hennar starfa hafa á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af ný- liðun og mönnun í greininni. I þessari grein er staða mála reifuð og bent á nokkrar leiðir til úrbóta. Mannafli Nú eru starfandi 34 sérfræðingar í læknisfræðilegri myndgreiningu á íslandi. Meðalaldur þeirra er um 50 ár. Tveir munu ná 67 ára aldri innan fimm ára og 10 innan 12 ára. Fimm ungir sérfræðingar (um fertugt) eru starf- andi erlendis og eru tveir þeirra væntanlegir til lands- ins. Einungis tveir íslenskir læknar eru í sérnámi í myndgreiningu. Annar er ófarinn til náms erlendis og eru þetta fádæmi miðað við stærð og umfang sér- greinarinnar. Eftir fimm ár mun yfir helmingur sérfræðinga í þessari grein vera kominn yfir miðjan aldur og hafa þá náð þeim aldri að þurfa ekki að taka vaktir á sjúkrahúsunum, samkvæmt kjarasamningum sjúkra- húslækna. Vaxandi hluti röntgenlækna starfar utan sjúkrahúsa og miðað við þann mikla þunga sem lagður er á starfsemi sjúkrahúsanna á vöktum mun þetta verða vandamál þegar fram líða stundir. Þörf Erfitt er að áætla mannaflaþörfina og mat á henni verður því aldrei alveg nákvæmt. Að einhverju leyti er unnt að miða við stöðugildi stofnana. Vegna aðhaldsemi fjárveitingavaldsins er það ótryggur mælikvarði þar sem stöðuheimildir eru ætíð á eftir þróuninni í greinum sem eru í örum vexti. Pó hafa sjúkrahús hér á landi átt erfitt með að fylla stöðugildi á röntgendeildum þrátt fyrir hrópandi þörf. Læknar þekkja vel það vandamál að geta ekki tekið út samningsbundin frí vegna anna. Vandkvæði eru á að unnt sé að uppfylla reglur um lágmarkshvíld og vinnutíma og nýjar reglur EES hafa ekki komið til framkvæmda hér á landi nema að hluta til. Þær munu skapa þörf fyrir fleiri lækna er þær koma að fullu til framkvæmda. Betri mælikvarði er að miða við fjölda rannsókna á hvern lækni sem og vísindastarfsemi í greininni. Heilbrigðiskerfið á íslandi er gjarnan miðað við heil- brigðiskerfi hinna Norðurlandanna og þaðan koma langflestir röntgenlæknar úr sérnámi. Vinnuálag á myndgreiningarlækna er eðlilega nokkuð misjafnt hér á landi en samkvæmt lauslegri könnun má ætla að rannsóknafjöldi á hvern þeirra sé töluvert meiri en hjá norrænum starfsbræðrum. Munurinn er allt að tvö- til þrefaldur. Rannsóknavirkni innan greinarinnar er lítil jafn- vel þótt aðeins sé miðað við vísindarannsóknir ann- arra lækna innanlands. Margir íslenskir myndgrein- ingarlæknar voru mjög virkir í rannsóknum er þeir stunduðu sérnám erlendis og er orsök þessa ástands fýrst og fremst að klínísk vinna tekur allan þeirra tíma. Mikið er rætt um auknar kröfur á lækna sjúkra- húsanna um að stunda rannsóknir, meðal annars hef- ur það komið fram í umræðunni um háskólasjúkra- hús. Ekki er óeðlilegt að ætla að læknar við stofnanir, sem vilja kalla sig slíku nafni, þurfi að eyða 10-20% af tíma sínum í rannsóknir og þekkingaröflun. Símennt- un þykir sjálfsögð krafa til alls menntaðs fólks í dag. Félag íslenskra röntgenlækna hefur sett fram staðal fyrir myndgreiningarlækna um símenntun og lækna- ráð sjúkrahúsanna hafa sett fram kröfur þessa efnis til sérfræðinga sem þar starfa. Myndgreiningarlæknar eiga í erfiðleikum með að uppfylla sum þessara skil- yrða meðal annars vegna þess að þeir komast ekki frá á daglega fræðslu- og símenntunarfundi. Eins og að framan sagði er mjög erfitt að áætla ná- kvæmlega mannaflaþörf og þegar skortur er á vinnu- afli er tilhneiging að reyna að komast af með lág- marksmönnun á kostnað gæða og vísinda. Mín ágisk- un er sú að miðað við framangreinda þætti sé mynd- greining á Islandi undirmönnuð sem nemur um fjórð- ungi ef miðað er við að hún eigi að standa jafnfætis öðrum greinum læknisfræðinnar hér á landi. Margir starfsbræður munu efalaust halda því fram að þetta sé of varlega áætlað. íslendingum fjölgar, þjóðin eldist og umfang heil- brigðiskerfisins eykst ár frá ári. Pess utan gegnir myndgreining vaxandi hlutverki innan læknisfræð- innar með tilkomu nýrra rannsóknaraðferða og auknu hlutverki í meðferð sjúklinga. Orðið hefur veruleg fjölgun rannsókna síðasta áratuginn og þess utan eru flóknar og tímafrekar rannsóknir æ stærri hluti þeirra. Ætla má að eðlilegur vöxtur greinarinn- ar muni því verða nokkur prósent árlega á næstu ár- um og varlegt er að áætla að vöxturinn verði um 3% á ári. Horfur Þegar litið er á horfurnar í mannafla og hversu marga nýja myndgreingarlækna við þurfum á næstu árum er útlitið mjög dökkt. Það má ætla að fimm til sjö ár taki að afla sér sérmenntunar í læknisfræði og margir kjósa Læknablaðið 2000/86 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.