Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 79

Læknablaðið - 15.03.2000, Page 79
LAUSAR STÖÐUR anir og fleira. í framtíðarhúsnæði deildarinnar er reiknað með rekstri dagdeildar og göngudeildar. Starfinu fylgir vaktskylda á barnadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Staðan veitist frá 1. ágúst næstkomandi eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Magnús Stefánsson yfirlæknir í síma 463 0888. Staða sérfræðings í lyflækningum Staða sérfræðings í lyflækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Um er að ræða stöðu sem veitt er til eins árs með mögulegri framlengingu. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í almennum lyflækn- ingum og eftir atvikum í einhverri undirsérgrein lyflækninga. Starfinu fylgir vaktskylda á lyflækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Starfshlutfall er samkomulag. Staðan veitist frá 1. júní 2000 eða síðar sam- kvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Björn Guðbjörnsson forstöðulæknir í síma 463 0891. Staða sérfræðings við svæfinga- og gjörgæsludeild Laus er til umsóknar staða svæfingalæknis við svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á svæfinga- og gjörgæsludeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í rann- sóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Starfshlutfall er samkomulag. Staðan veitist frá 1. júní eða síðar samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Girish Hirlekar yfirlæknir í síma 463 0100. Staða sérfræðings í öldrunarlækningum Laus er til umsóknar staða sérfræðings í öldrunarlækningum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í öldrunarlækningum. Starfinu fylgir vaktskylda á Kristnesspítala og hjúkrunardeildinni Seli, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta og þátttaka í rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi. Starfshlutfall er samkomulag. Staðan veitist frá 1. júní 2000. Nánari upplýsingar veitir Halldór Halldórsson yfirlæknir í síma 463 1100. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta og samvinnu. Um- sóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjölum. Um- sóknir skulu vera í tvíriti og berast til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækninga, að Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 463 0109 eða með tölvupósti thi@fsa.is Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags íslands við Fjármálaráðuneytið. Umsóknarfrestur fyrir allar framangreindar stöður er til 30. mars n.k. Öllum umsóknum um störfin verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknablaðið 2000/86 221

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.