Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR /ERFÐAGREINING Arfgeng heyrnarskerðing Leit að erfðabreytileikum í genum konnexíns 26 og POU3F4 hjá einstaklingum með meðfædda heyrnarskerðingu án tengsla við heilkenni ísleifur Ólafsson1, Gunnlaug Hjaltadóttir1, Elizabeth Cook1, Hjalti Már Þórisson2, Guðrún Eiríksdóttir3, Hannes Petersen2,4 Rannsóknastofa Landspítala Fossvogi, ^Háskóli íslands, ^Tækniskóli íslands, háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: ísleifur Ólafsson, rannsóknastofu Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 525 1470; bréfasími: 525 1472; netfang: isleifur@shr.is Lykilorð: arfgeng heyrnarskerðing, konnexín 26, POU3F4. Ágrip Markmið: Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 10-30% af alvarlegri heyrnarskerðingu hjá nýburum eru vegna erfðabreytileika í geni konnexíns 26 (Cx26) og er Cx26 35delG langalgengastur. Erfðabreytileikar í geni POU3F4 eru algengasta orsök arfgengrar heyrnarskerðingar, sem erfist kynbundið. Markmið þessarar rannsóknar var að ákvarða hvort og hvaða erfðabreytileikar í genum Cx26 og POU3F4 valdi meðfæddri heyrnarskerðingu án tengsla við heilkenni hjá íslenskum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 15 einstaklingar, sem uppfylltu þau skilyrði að hafa verulega meðfædda heyrnarskerðingu af óþekktum toga, og að heyrnarskerðingin hafði verið staðfest með heyrnarmælingu. Ellefu einstaklingar höfðu fjölskyldusögu, en fjögur voru stök tilfelli. Allar útraðir Cx26 og POU3F4 gena voru magnaðar upp með fjölliðunarhvarfi og leitað var að erfðabreytileikum í þeim með svokallaðri EMD tækni. Niturbasaraðir þeirra útraða, sem sýndu merki um erfðabreytileika, voru síðan ákvarðaðar. Niðurstöður og ályktun: Með ofangreindum aðferðum greindust fjórir erfðabreytileikar í geni Cx26. Víkjandi samsætan Cx26 35delG fannst hjá einum arfhreinum og öðrum arfblendnum einstak- lingi. Fljá arfblendna 35delG einstaklingnum fannst einnig þriggja basa brottfall 358-360delGAG (A119E), en sú samsæta er einnig víkjandi. Hjá einum arfblendum einstaklingi fundust niturbasaskipti, T verður C í stöðu 101 (M34T) og er talið að sá erfðabreytileiki valdi ríkjandi heyrnarskerðingu með breytilegri sýnd. Þá greindist áður óþekktur erfða- breytileiki í 5'-enda Cx26 gensins hjá einum einstak- lingi með fulla heyrn, T verður G í stöðu -63, og er klínískt vægi hans óvisst. Engir erfðabreytileikar greindust í POU3F4 geni. Inngangur Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um það bil eitt barn af hverjum 1000 hafa mikla meðfædda heyrnar- skerðingu, en mun fleiri fæðast með vægari form (1- 3). Algengi heyrnarskerðingar eykst síðan eftir miðjan aldur, en um 4% 45 ára manna hafa verulega skerta heyrn og við 70 ára aldur er hlutfallið orðið um 30% (1). Orsök heyrnarskerðingar hjá nýfæddum er talin ENGLISH SUMMARY Ólafsson í, Hjaltadóttir G, Cook E, Þórisson HM, Eiríksdóttir G, Petersen H Hereditary hearing impairment. Mutation analysis of connexin 26 and POU3F4 genes in lcelanders with nonsyndromic hearing impairment Læknablaðiö 2000; 86: 833-9 Aims: Mutations in the connexin 26 (Cx26) gene have recently been shown to be a major cause of hereditary nonsyndromic sensorineural hearing impairment in Caucasians. Studies indicate that approximately 10-30% of all childhood deafness are due to Cx26 mutations and the most frequently observed mutation is Cx26 35delG. Mutations in the POU3F4 are the most common cause of X-linked nonsyndromic hereditary hearing impairment. The aim of our study was to determine presence and type of Cx26 and POU3F4 mutations in an lcelandic cohort with nonsyndromic hearing impairment. Material and methods: All 15 individuals participating in the study, fulfilled the criteria of severe congenital nonsyndromic hearing impairment of unknown cause and the hearing loss was documented by audiologic testing in a clinical facility. Eleven had a famiiy history and four were sporadic cases. All exons of the Cx26 and POU3F4 genes were amplified using PCR and six pairs of primers. The amplified DNA fragments were screened for sequence variations using enzymatic mutation detection and the nucleotide sequence of fragments showing signs of variation was determined. Results and conclusions: Using the methods described above four distinct sequence variations were detected in the Cx26 gene. The 35delG allele causing hereditary recessive hearing impairment was identified in one homozygous and one heterozygous individual. The heterozygous 35delG individual was also shown to carry the recessive allele 358-360delGAG (A119E). A missense mutation, 101T-*C (M34T), supposed to cause autosomal dominant form of hearing impairment with variable penetrance, was detected in one heterozygous individual. A novel sequence variation without known clinical significance, -63T-*G, was found in the 5’-noncoding sequence in one control sample. No mutations were detected in the POU3F4 gene. Key words: hereditary hearing impairment, connexin 26, POU3F4. Correspondence: (sleifur Ólafsson. E-mail: isleifur@shr.is Læknablaðið 2000/86 833
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.