Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 45
FRÆÐIGREINAR / HEILKENNI SJÖGRENS Efniviður og aðferðir Með aðstoð Hagstofu Islands var fengið slembiúrtak, eftir að faraldsfræðilegum reikniaðferðum var beitt. Stærð úrtaksins var ákveðið þannig að hægt væri að finna algengi heilkennis Sjögrens með 4% fráviksbili og 95% öryggisbili (confidence interval, CI). Valdir voru tveir aldurshópar; 40-49 ára og 70-75 ára, með búsetu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Aldurs- tölur voru ákveðnar í samræmi við faraldsfræðilegar rannsóknir sem verið er að framkvæma á hinum Norðurlöndunum. Þátttakendur fengu póstsendan spurningalista ásamt kynningarbréfi og frímerktu svarumslagi. Þegar niðurstöður úr spurningakverinu lágu fyrir var ákveðnu úrtaki svarenda boðið til áframhaldandi þátttöku með viðtali og skoðun með tilliti til glæru- og tárabólgu (keratoconjunctivitis sicca, KCS) ásamt munnþurrki. Spurningakver: Spurningalistinn samanstóð af 14 spurningum (tafla I). Fyrstu sex spurningarnar voru valdar í samræmi við EEC skilmerkin fyrir heilkenni Sjögrens (tafla II) (21). Spurningar 7-9 eru við- bótarspurningar varðandi munnþurrk og spurningar 10-14 varða önnur einkenni sem eru algeng meðal sjúklinga með Sjögrens sjúkdóminn. Þessi spurninga- listi hefur áður verið notaður í rannsóknum með tilliti til heilkenna Sjögrens (22,23). ítrekunarbréf var sent til allra sem ekki höfðu svarað mánuði eftir að fyrra bréfið var sent út. Skoðunarhópur: Við val í skoðunarhópinn var aðallega stuðst við EEC skilmerkin fyrir Sjögrens sjúkdóm. Svarendum sem uppfylltu eftirfarandi fjögur skilyrði samkvæmt spurningakverinu var boðið til áframhaldandi þátttöku í rannsókninni: L Svöruðu einni eða fleiri af spurningum 1-3 játandi. 2. Svöruðu einni eða fleiri af spurningum 4-6 játandi. 3. Svöruðu einni eða fleiri af spurningum 11-13 játandi. 4. Svöruðu spumingu 14 játandi. Þetta rannsóknarúrtak samanstóð því af einstak- lingum sem höfðu allir einkenni um augn- og munn- þurrk ásamt því að hafa stoðkerfisverki og líða óeðli- lega dagsþreytu að eigin mati, en þetta eru algeng- ustu einkenni Sjögrens sjúkdómsins. Staðlað viðtal fór fram í upphafi skoðunarinnar. Almennra heilsufarsupplýsinga var aflað og spurt var um lyfjanotkun með tilliti til slímhúðareinkenna. Einnig var athugað hvort viðkomandi reykti, notaði gervitennur eða augnlinsur. Augnskoðun: Skoðunin fór fram á augnlækna- stofu og fólst í eftirfarandi þremur atriðum sem voru framkvæmd í eftirtaldri röð: 1. Táramyndun var mæld með Schirmer-I prófi, það er án staðdeyfingar. Þá er settur Schirmer strimill hliðlægt fyrir innan neðra augnlokið í hvoru auga og þátttakandi beðinn um að hafa augun opin eða depla augnlokum á sem eðlilegastan hátt. Niðurstöðurnar voru taldar óeðlilegar ef minna en 5 mm af strimlinum hafði blotnað á fimm mínútum (mynd 1A) (2). 2. Augnslímhúð var lituð með Rose Bengal lausn (1%) til að sýna fram á skemmdir í þekju- frumum (mynd 1B). Lausnin litar uppþornaðar þekjufrumur, lípíðmengaðar slímeyjar og glæruþráðla, sem eru algeng fyrirbæri í þurrum augum. Yfir- borð augans er skoðað í grænu ljósi með raufarsmásjá og litunin stiguð samkvæmt van Bijsterveld kvarða (24). Þá er yfirborði augans skipt í þrennt miðað við hornhimnuna og hverju svæði gefin 0-3 stig eftir litun. Stigin á svæðunum þremur eru lögð saman og á skalanum 0-9 telst fjórir eða meira vera óeðlilegt. 3. Roftími tárafilmunnar (tear film breakup time, BUT) var mældur eftir að flúrskímulitun (fluorescein, 1%) er sett í hvort auga (mynd 1C). Þátttakandi var látinn blikka nokkrum sinnum eðlilega og svo beðinn um að halda auganu opnu og augað þá skoðað í kóbaltbláu ljósi með raufarsmásjá. Tekinn er tími þar til tárafilman byrjar að brotna upp og ef hann er styttri en 10 sekúndur telst tárafilman vera óstöðug. Munnvatnsrennslismœling: Að lokinni augn- koðuninni var gerð munnvatnsrennslismæling í hvíld. Þátttakendur voru beðnir um að vera fastandi í tvo 1C. Tearfilm break up time (BUT). Figure 1A, 1B, 1C. Three testsfor keratoconjunctivitis sicca used in the study. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfí prófessors Rolfs Manthorpes. 1A. Schirmer's 1 test. 1B. Rose Bengal staining. tíma fyrir skoðun og hvorki reykja né setja nokkuð annað upp í sig sem gæti haft áhrif á munn- vatnskirtlana. Munnvatni var safnað í 10 mínútur í framálútandi sitjandi stellingu. Munnvatnsmagn minna en 0,1 mL/mín var talið óeðlilegt. Aðferðafræði og viðmiðunargildi í ofannefndum skoðunarþáttum eru öll samkvæmt EEC skil- merkjunum fyrir heilkenni Sjögrens (25), að við- bættum roftíma tárafilmu sem er úr Kaupmanna- hafnargreiningarskilmerkjunum (10). Rannsóknin takmarkast því við þá þætti EEC skilmerkjanna sem eru án inngrips, myndgreininga eða ónæmisfræði- legra rannsókna, það er við liði I, II, III og V3 Læknablaðið 2000/86 861
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.