Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / HEILKENNI SJÖGRENS
Algengi augn- og munnþurrks á íslandi
með hliðsjón af heilkenni Sjögrens
Jórunn Atladóttir1,
Ólafur Grétar
Guðmundsson2,
Peter Holbrook3,
Ragnar
Sigurðsson6,
Björn
Guðbjörnsson4'5
Læknadeild HÍ,
2augnlækningadeild
Landspítala Hringbraut,
tannlæknadeild HÍ,
Rannsóknarstofa í
gigtarsjúkdómum Landspítala
Hringbraut, ^lyflækningadeild
og ^augnlækningadeild
Fjóröungssjúkrahússins á
Akureyri. Fyrirspumir,
bréfaskipti: Jórunn Atladóttir,
Leifsgötu 10,101 Reykjavík.
Sími: 867 7985; netfang:
jorunn@hi.is
Lykilorð: augnþurrkur,
faraldsfrœði, heilkenni
Sjögrens, munnþurrkur.
Ágrip
Inngangur: Heilkenni Sjögrens er samkvæmt
erlendum rannsóknum einn af algengari fjölkerfa-
sjúkdómum. Sjúkdómurinn einkennist af dags-
þreytu, stoðkerfisverkjum og þurrkeinkennum frá
slímhúðum. Algengi augn- og munnþurrks er ekki
þekkt hér á landi né algengi heilkennis Sjögrens.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi
helstu einkenna heilkennis Sjögrens og finna líklegar
algengistölur fyrir sjúkdóminn hérlendis.
Efniviður og aðferðir: Handahófskennt úrtak var
fengið úr tveimur aldurshópum; 40-49 ára og 70-75
ára íslendingum, búsettum á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri. Notast var við spumingakver með 14
spurningum um algengustu einkenni heilkennis
Sjögrens. Völdu úrtaki samkvæmt svarmynstri var
boðið til skoðunar með Schirmer-I prófi, mælingu á
tárafilmurofstíma og Rose Bengal litun fyrir glæm-
og tárabólgu. Ennfremur var gerð munnvatns-
rennslismæling í hvíld.
Niðurstöður: í úrtakinu var 621 einstaklingur, 300
karlar og 321 kona. Skilatíðni spurningakversins var
74%. Alls höfðu 20% þátttakenda einhver einkenni
augnþurrks og 12% höfðu munnþurrk, hvort tveggja
var marktækt algengara hjá konum (p<0,05). Tuttugu
og þrír einstaklingar (3%) kvörtuðu um öll þrjú
aðaleinkenni heilkennis Sjögrens og var þeim boðið
til skoðunar. Af þeim mældust sex (26%) með
óeðlilega táraframleiðslu og níu (39%) með óeðli-
lega lítið munnvatnsrennsli. Tvær konur uppfylltu
greiningarskilmerkin um heilkenni Sjögrens eða
0,2% úrtaksins (0-0,5%; 95% öryggisbil). í einkenna-
lausa samanburðarhópnum höfðu sín hvor 17%
hlutlæg einkenni augn- eða munnþurrks og ein kona
hafði hvort tveggja.
Ályktun: Niðurstöður sýna að einkenni augn- og
munnþurrks eru algeng hér á landi, sem og þrjú
aðaleinkenni heilkennis Sjögrens. Því er nauðsynlegt
að styðjast við ströng greiningarskilmerki þegar
staðfesta skal sjúkdómsgreininguna heilkenni
Sjögrens. Til að hægt sé að fullyrða um algengi heil-
kennis Sjögrens á íslandi verður þó að gera ítarlegri
ónæmisfræðilegar rannsóknir með stærri skoðunar-
hóp.
Inngangur
Heilkenni Sjögrens er langvinnur fjölkerfa-
sjúkdómur af ónæmisfræðilegum toga, sem ein-
ENGLISH SUMMARY
Atladóttir J, Guðmundsson ÓG, Holbrook P,
Sigurðsson R, Guðbjörnsson B
The prevalence of sicca symptoms in lceland
Læknablaðið 2000; 86: 859-65
Objectives: Sjögren's syndrome is one of the most
common inflammatory systemic rheumatic disorders. The
syndrome is characterised by tiredness, pain problems
and mucosal dryness. The goal of this study is to elucidate
the prevalence of sicca symptoms in the lcelandic
population and to calculate the preliminary prevalence
value for Sjögren's syndrome in lceland.
Material and methods: Random sample was retrieved
from two age groups; 40-49 and 70-75 years lcelandic
inhabitants of Reykjavík and Akureyri. Questionnaire with
14 questions of the most common symptoms of Sjögren's
syndrome was mailed to those sampled. A small sample
was evaluated by Schirmer-I test, tear film break up time
(BUT) and Rose Bengal score for keratoconjunctivitis sicca
(KCS) and unstimulated salivary flow rate was performed.
Results: The questionnaire was sent to 621 subjects, 300
male and 321 female. The response rate was 74%. Of
those 20.3% had subjective symptoms of dry eyes and
12.0% of dry mouth according to the six questions used in
the European classification criteria (EEC). The prevalence
of both was higher in females (p<0.05). Of the 23 subjects
who reported sicca symptoms, fatigue and pain problems;
26% had abnormal Shirmer-I test, 13% had abnormal BUT
and 39% had abnormal salivary flow rate, two of those
individuals fulfilled the EEC criteria for Sjögren's syndrome
(0.2%; 0-0.5%, 95% Cl). None in the age and sex
matched control group fulfilled the EEC criteria.
Conclusion: The subjective symptoms of dry eye and dry
mouth are common in lceland, as are the three major
symptoms of Sjögren's syndrome. Standardised objective
diagnostic criteria is necessary when the diagnosis of the
syndrome is made.
Key words: keratoconjunctivitis sicca, prevalence, sicca
symptoms, Sjögren’s syndrome, xerostomia.
Correspondence: Jórunn Atladóttir. E-mail: jorunn@hi.is
kennist af óeðlilegri dagsþreytu, stoðkerfisverkjum
og þurrki í öllum slímhúðum líkamans, auk þess sem
þriðji hver sjúklingur með heilkenni Sjögrens fær
einkenni frá innri líffærum (1). Sjögrens heilkennið
fylgir oft öðrum bandvefssjúkdómum, svo sem
rauðum úlfum eða iktsýki (secondary Sjögren’s
Læknablaðið 2000/86 859